Monta Ellis, leikmaður Indiana Pacers og Reggie Bullock, leikmaður Detroit Pistons í NBA-deildinni, voru dæmdir í fimm leikja bann fyrir brot á fíkniefnareglum deildarinnar.
Monta Ellis sem er 31 árs gamall var með 8.5 stig í leik að meðaltali í vetur og Reggie Bullock sem er 26 ára gamall var með 4.5 stig.
Bannið tekur gildi á næsta tímabili og munu þeir því ekki vera í leikmannahópum hjá liðunum sínum fyrstu fimm leiki tímabilsins.
Monta Ellis hefur verið í deildinni síðan árið 2005 og Bullock síðan 2013.

