Skotsilfur Markaðarins: Söluferli Lyfju aftur á byrjunarreit Ritstjórn Markaðarins skrifar 25. ágúst 2017 15:30 Eftir að Samkeppniseftirlitið ógilti kaup smásölurisans Haga á Lyfju er sala ríkisfyrirtækisins aftur komin á byrjunarreit. Lindarhvoll, sem heldur utan um stöðugleikaeignir sem voru framseldar til ríkisins, mun að öllum líkindum boða aftur til opins söluferlis í stað þess að leita til þess fjárfestis sem var með næsthæsta tilboðið í fyrra söluferlinu. Vitað er að það tilboð var umtalsvert lægra en það 6,7 milljarða króna tilboð sem forsvarsmenn Haga, en Finnur Árnason er forstjóri félagsins, gerðu í Lyfju. Efast má um að nokkur annar fjárfestir sé reiðubúinn til þess að greiða svo hátt verð.Kom á óvart Það brá mörgum í brún þegar Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, var skipuð í nýja þriggja manna stjórn Bankasýslu ríkisins. Ekki þó vegna þess að Margrét sé ekki hæfur stjórnarmaður heldur vegna þess að hún hefur verið virkur meðlimur í Samfylkingunni og á framboðslistum flokksins. Bjuggust margir við að ríkisstjórnarflokkarnir myndu skipta stjórnarsætunum á milli sín. Almar Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, tók þá einnig sæti en hann hefur lengi haft tengsl við Sjálfstæðisflokkinn, er góður vinur formannsins Bjarna Benediktssonar, eins og Lárus H. Blöndal, formaður stjórnarinnar.Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, var skipuð í nýja þriggja manna stjórn Bankasýslu ríkisins á dögunum.Til Íslandsbanka Íslandsbanki hefur ráðið til sín Vilhjálm Vilhjálmsson, sem er hagfræðingur að mennt, en hann mun starfa í eigin viðskiptum hjá bankanum. Vilhjálmur starfaði áður um árabil sem sjóðsstjóri skuldabréfa hjá sjóðastýringarfyrirtækinu Stefni, dótturfélagi Arion banka. Yfirmaður eigin viðskipta Íslandsbanka er Ármann Einarsson en hann tók við þeirri stöðu fyrr í sumar eftir að Lárus Bollason færði sig yfir í verðbréfamiðlun bankans.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Eftir að Samkeppniseftirlitið ógilti kaup smásölurisans Haga á Lyfju er sala ríkisfyrirtækisins aftur komin á byrjunarreit. Lindarhvoll, sem heldur utan um stöðugleikaeignir sem voru framseldar til ríkisins, mun að öllum líkindum boða aftur til opins söluferlis í stað þess að leita til þess fjárfestis sem var með næsthæsta tilboðið í fyrra söluferlinu. Vitað er að það tilboð var umtalsvert lægra en það 6,7 milljarða króna tilboð sem forsvarsmenn Haga, en Finnur Árnason er forstjóri félagsins, gerðu í Lyfju. Efast má um að nokkur annar fjárfestir sé reiðubúinn til þess að greiða svo hátt verð.Kom á óvart Það brá mörgum í brún þegar Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, var skipuð í nýja þriggja manna stjórn Bankasýslu ríkisins. Ekki þó vegna þess að Margrét sé ekki hæfur stjórnarmaður heldur vegna þess að hún hefur verið virkur meðlimur í Samfylkingunni og á framboðslistum flokksins. Bjuggust margir við að ríkisstjórnarflokkarnir myndu skipta stjórnarsætunum á milli sín. Almar Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, tók þá einnig sæti en hann hefur lengi haft tengsl við Sjálfstæðisflokkinn, er góður vinur formannsins Bjarna Benediktssonar, eins og Lárus H. Blöndal, formaður stjórnarinnar.Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, var skipuð í nýja þriggja manna stjórn Bankasýslu ríkisins á dögunum.Til Íslandsbanka Íslandsbanki hefur ráðið til sín Vilhjálm Vilhjálmsson, sem er hagfræðingur að mennt, en hann mun starfa í eigin viðskiptum hjá bankanum. Vilhjálmur starfaði áður um árabil sem sjóðsstjóri skuldabréfa hjá sjóðastýringarfyrirtækinu Stefni, dótturfélagi Arion banka. Yfirmaður eigin viðskipta Íslandsbanka er Ármann Einarsson en hann tók við þeirri stöðu fyrr í sumar eftir að Lárus Bollason færði sig yfir í verðbréfamiðlun bankans.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira