„Plan“ Orkuveitunnar gekk upp Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2017 15:23 Vísir/Róbert Reynisson Orkuveita Reykjavíkur segir aðgerðaráætlun fyrirtækisins frá 2001, sem nefnd hefur verið Planið, hafa gengið vel upp. Upprunalega hafi hún átt að skila betri sjóðstöðu um 51,3 milljarða króna. Staðan hafi hins vegar batnað um 60,2 milljarða. Rekstrarafkoma OR, samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2016, er svipuð og síðustu ár. Hins vegar er reiknað með að hátt gengi íslensku krónunnar muni skila fyrirtækinu verulegum reiknuðum hagnaði. Hagnaður OR nam 13,4 milljörðum króna og arðsemi eigin fjár var tólf prósent. Eigendur OR samþykktu planið í mars 2011 og síðan þá hefur fyrirtækið gefið út fjórar skýrslur á ári um árangur þess. Nú hefur lokaskýrslan verið gerð. Sparnaður í rekstri OR á tímabili Plansins nam 8,0 milljörðum króna og var 60 prósent umfram upphafleg markmið. „Það er mikilvægt að Planið gekk upp og að okkur tókst að nýta það til umbóta á miklu fleiri sviðum í rekstrinum en fjármálunum einum. Samstaða meðal eigenda fyrirtækisins, stjórnar og starfsfólks öll þau ár sem við höfum unnið eftir því hefur verið ánægjuleg,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri, í tilkynningu. „Gildi Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélaganna eru framsýni, hagsýni og heiðarleiki. Ég tel að lokaskýrsla Plansins sem nú birtist almenningi beri með sér að við höfum sýnt hagsýni í rekstrinum. Það munum við gera áfram. Nú blasa við okkur margháttaðar breytingar og það reynir á framsýni okkar svo við grípum tækifærin sem í breytingunum felast. Þar má sem dæmi nefna umhverfisvænni samgöngur og snjallvæðingu innviðanna sem okkur er trúað fyrir. Það er mikilvægt að taka réttar ákvarðanir í þeim efnum til lengri tíma litið og að undirbúa þær vel. Hér eftir sem hingað til munum við kappkosta að gera almenningi heiðarlega grein fyrir því hvernig reksturinn stendur á hverjum tíma og hvaða áskoranir blasa við okkur.“ Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Sjá meira
Orkuveita Reykjavíkur segir aðgerðaráætlun fyrirtækisins frá 2001, sem nefnd hefur verið Planið, hafa gengið vel upp. Upprunalega hafi hún átt að skila betri sjóðstöðu um 51,3 milljarða króna. Staðan hafi hins vegar batnað um 60,2 milljarða. Rekstrarafkoma OR, samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2016, er svipuð og síðustu ár. Hins vegar er reiknað með að hátt gengi íslensku krónunnar muni skila fyrirtækinu verulegum reiknuðum hagnaði. Hagnaður OR nam 13,4 milljörðum króna og arðsemi eigin fjár var tólf prósent. Eigendur OR samþykktu planið í mars 2011 og síðan þá hefur fyrirtækið gefið út fjórar skýrslur á ári um árangur þess. Nú hefur lokaskýrslan verið gerð. Sparnaður í rekstri OR á tímabili Plansins nam 8,0 milljörðum króna og var 60 prósent umfram upphafleg markmið. „Það er mikilvægt að Planið gekk upp og að okkur tókst að nýta það til umbóta á miklu fleiri sviðum í rekstrinum en fjármálunum einum. Samstaða meðal eigenda fyrirtækisins, stjórnar og starfsfólks öll þau ár sem við höfum unnið eftir því hefur verið ánægjuleg,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri, í tilkynningu. „Gildi Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélaganna eru framsýni, hagsýni og heiðarleiki. Ég tel að lokaskýrsla Plansins sem nú birtist almenningi beri með sér að við höfum sýnt hagsýni í rekstrinum. Það munum við gera áfram. Nú blasa við okkur margháttaðar breytingar og það reynir á framsýni okkar svo við grípum tækifærin sem í breytingunum felast. Þar má sem dæmi nefna umhverfisvænni samgöngur og snjallvæðingu innviðanna sem okkur er trúað fyrir. Það er mikilvægt að taka réttar ákvarðanir í þeim efnum til lengri tíma litið og að undirbúa þær vel. Hér eftir sem hingað til munum við kappkosta að gera almenningi heiðarlega grein fyrir því hvernig reksturinn stendur á hverjum tíma og hvaða áskoranir blasa við okkur.“
Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Sjá meira