Fjórðungur ósáttur við gengisþróun krónunnar Haraldur Guðmundsson skrifar 15. mars 2017 10:30 Einungis 9,2 prósent svarenda úr mannvirkja- og byggingariðnaði voru ósátt við gengisþróun krónunnar. Vísir/Vilhelm Um 25 prósent forsvarsmanna fyrirtækja innan Samtaka iðnaðarins (SI) segja styrkingu krónunnar koma illa við rekstur þeirra. Fyrir ári var hlutfallið 18 prósent og meta færri félagsmenn það svo að gengisþróunin hafi jákvæð áhrif. Þetta kemur fram í nýrri netkönnun SI. Samkvæmt henni eru um 36 prósent forsvarsmanna fyrirtækja innan samtakanna ánægð með gengisþróunina í samanburði við 42 prósent í sambærilegri könnun fyrir ári. Áberandi er hversu stórt hlutfall þeirra fyrirtækja sem eru í hugverkaiðnaði, framleiðslu og matvælaiðnaði segja þróunina koma illa við sinn rekstur. Um 63,3 prósent forsvarsmanna fyrirtækja í hugverkaiðnaði sögðu hana koma frekar eða mjög illa við reksturinn. Hjá framleiðslu- og matvælafyrirtækjum voru 42,5 prósent á sömu skoðun.Samkvæmt tölunum er augljóst að sterk tengsl eru á milli þess hversu mikið vægi útflutningur hefur í rekstrinum og þess hvernig þetta hittir menn fyrir.Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.„Þessar niðurstöður segja okkur það að öll iðnfyrirtæki sem eru í útflutningi kvarta sáran yfir stöðunni. Við höfum miklar áhyggjur af því og finnum að menn eru að bregðast við og færa starfsemi að minnsta kosti að hluta til úr landi,“ segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í samtali við Markaðinn. Gengi evru var um 120 krónur og dollars um 114 þegar könnun SI var gerð. Um ellefu prósent félagsmanna sögðu þróunina koma sér mjög illa og fjórtán prósent frekar illa. Svarið hvorki né átti við um 37 prósent svarenda og 27 prósent svöruðu „frekar vel“. Einungis níu prósent voru mjög ánægð með þróunina og tvö prósent svarenda neituðu að gefa upp afstöðu. Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Um 25 prósent forsvarsmanna fyrirtækja innan Samtaka iðnaðarins (SI) segja styrkingu krónunnar koma illa við rekstur þeirra. Fyrir ári var hlutfallið 18 prósent og meta færri félagsmenn það svo að gengisþróunin hafi jákvæð áhrif. Þetta kemur fram í nýrri netkönnun SI. Samkvæmt henni eru um 36 prósent forsvarsmanna fyrirtækja innan samtakanna ánægð með gengisþróunina í samanburði við 42 prósent í sambærilegri könnun fyrir ári. Áberandi er hversu stórt hlutfall þeirra fyrirtækja sem eru í hugverkaiðnaði, framleiðslu og matvælaiðnaði segja þróunina koma illa við sinn rekstur. Um 63,3 prósent forsvarsmanna fyrirtækja í hugverkaiðnaði sögðu hana koma frekar eða mjög illa við reksturinn. Hjá framleiðslu- og matvælafyrirtækjum voru 42,5 prósent á sömu skoðun.Samkvæmt tölunum er augljóst að sterk tengsl eru á milli þess hversu mikið vægi útflutningur hefur í rekstrinum og þess hvernig þetta hittir menn fyrir.Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.„Þessar niðurstöður segja okkur það að öll iðnfyrirtæki sem eru í útflutningi kvarta sáran yfir stöðunni. Við höfum miklar áhyggjur af því og finnum að menn eru að bregðast við og færa starfsemi að minnsta kosti að hluta til úr landi,“ segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í samtali við Markaðinn. Gengi evru var um 120 krónur og dollars um 114 þegar könnun SI var gerð. Um ellefu prósent félagsmanna sögðu þróunina koma sér mjög illa og fjórtán prósent frekar illa. Svarið hvorki né átti við um 37 prósent svarenda og 27 prósent svöruðu „frekar vel“. Einungis níu prósent voru mjög ánægð með þróunina og tvö prósent svarenda neituðu að gefa upp afstöðu.
Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira