Furða sig á aðgerðaleysi Seðlabankans Kristinn Ingi Jónsson skrifar 26. ágúst 2017 10:45 Stjórnendur Seðlabankans, Arnór Sighvatsson og Már Guðmundsson, standa í ströngu. Vísir/Stefán Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, segir það umhugsunarefni að á sama tíma og Seðlabanki Íslands segist ætla að grípa inn í gjaldeyrismarkaðinn og draga úr flökti á gengi krónunnar leyfi hann engu að síður genginu að sveiflast umtalsvert innan dags. Slíkt sé ekki ávísun á stöðugleika í gjaldeyrismálum. „Mikið flökt krónunnar er einungis til þess fallið að fæla fjárfesta frá því að halda fjáreignum sínum í krónunni og draga þannig úr fjárfestingu hér á landi. Til lengri tíma litið kemur það niður á hagvexti,“ segir hann. Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, segir enn óljóst hvernig Seðlabankinn ætli að beita sér á gjaldeyrismarkaði. Lítið hafi skýrst í þeim efnum á fundi Seðlabankans á miðvikudag. Á fundinum sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri að undanfarna mánuði hefði verið „óvenju erfitt“ að greina á milli flökts á gengi krónunnar og stefnu gengisins. Hann tók fram að bankinn hefði fjórum sinnum gripið inn í gjaldeyrismarkaðinn frá því í júní og í öllum tilfellum til að stöðva „spíralmyndun“ á markaðinum. Í ljósi yfirlýsinga forsvarsmanna bankans um að bankinn ætli að beita sér gegn óhóflegum gengissveiflum hafa margir greinendur furðað sig á því af hverju bankinn hafi ekki verið stærri þátttakandi á markaði í sumar en raun ber vitni. Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins„Það er í sjálfu sér alvarlegt ef bankinn ætlar sér að fylgja inngripastefnu sem dregur úr flökti en getur ekki greint á milli flökts og stefnu krónunnar, eins og seðlabankastjóri hefur viðurkennt. Bankinn er þá í vanda staddur,“ segir Ingólfur. Það sé alvarlegt mál. „Ef Seðlabankinn er ekki í stakk búinn til þess að tryggja meiri stöðugleika á gjaldeyrismarkaði en þetta þarf að leita annarra lausna.“ Stefán Broddi segir að þær sveiflur sem hafa verið á gengi krónunnar í sumar hafi verið óhóflegar og að bankinn hafi lítið beitt sér til þess að draga úr þeim. „Veikingu krónunnar, og ekki síst ef hún á sér stað í miklum gengissveiflum, fylgir ótti við aukna verðbólgu. Í ljósi þess að Seðlabankinn hefur það að markmiði að halda verðbólgu og verðbólguvæntingum í skefjum er undarlegt að hann hafi leyft svo miklum sveiflum lítt hindrað að eiga sér stað. Ég tala nú ekki um í ljósi fyrri yfirlýsinga. Svo er aftur annað mál hvort það sé æskilegt að Seðlabankinn sé stór þátttakandi á gjaldeyrismarkaði. Auðvitað er það ekki eitthvað sem við erum að kalla eftir til langframa.“ Hann segir enn óskýrt hver stefna bankans sé í þessum efnum. „Ég held að bankinn sé einfaldlega að feta ótroðnar slóðir á gjaldeyrismarkaði nú þegar hann er hættur að byggja upp gjaldeyrisforða og á meðan svo er finnst honum eflaust ágætt að niðurnjörva ekki næstu aðgerðir sínar eða stefnu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Sjá meira
Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, segir það umhugsunarefni að á sama tíma og Seðlabanki Íslands segist ætla að grípa inn í gjaldeyrismarkaðinn og draga úr flökti á gengi krónunnar leyfi hann engu að síður genginu að sveiflast umtalsvert innan dags. Slíkt sé ekki ávísun á stöðugleika í gjaldeyrismálum. „Mikið flökt krónunnar er einungis til þess fallið að fæla fjárfesta frá því að halda fjáreignum sínum í krónunni og draga þannig úr fjárfestingu hér á landi. Til lengri tíma litið kemur það niður á hagvexti,“ segir hann. Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, segir enn óljóst hvernig Seðlabankinn ætli að beita sér á gjaldeyrismarkaði. Lítið hafi skýrst í þeim efnum á fundi Seðlabankans á miðvikudag. Á fundinum sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri að undanfarna mánuði hefði verið „óvenju erfitt“ að greina á milli flökts á gengi krónunnar og stefnu gengisins. Hann tók fram að bankinn hefði fjórum sinnum gripið inn í gjaldeyrismarkaðinn frá því í júní og í öllum tilfellum til að stöðva „spíralmyndun“ á markaðinum. Í ljósi yfirlýsinga forsvarsmanna bankans um að bankinn ætli að beita sér gegn óhóflegum gengissveiflum hafa margir greinendur furðað sig á því af hverju bankinn hafi ekki verið stærri þátttakandi á markaði í sumar en raun ber vitni. Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins„Það er í sjálfu sér alvarlegt ef bankinn ætlar sér að fylgja inngripastefnu sem dregur úr flökti en getur ekki greint á milli flökts og stefnu krónunnar, eins og seðlabankastjóri hefur viðurkennt. Bankinn er þá í vanda staddur,“ segir Ingólfur. Það sé alvarlegt mál. „Ef Seðlabankinn er ekki í stakk búinn til þess að tryggja meiri stöðugleika á gjaldeyrismarkaði en þetta þarf að leita annarra lausna.“ Stefán Broddi segir að þær sveiflur sem hafa verið á gengi krónunnar í sumar hafi verið óhóflegar og að bankinn hafi lítið beitt sér til þess að draga úr þeim. „Veikingu krónunnar, og ekki síst ef hún á sér stað í miklum gengissveiflum, fylgir ótti við aukna verðbólgu. Í ljósi þess að Seðlabankinn hefur það að markmiði að halda verðbólgu og verðbólguvæntingum í skefjum er undarlegt að hann hafi leyft svo miklum sveiflum lítt hindrað að eiga sér stað. Ég tala nú ekki um í ljósi fyrri yfirlýsinga. Svo er aftur annað mál hvort það sé æskilegt að Seðlabankinn sé stór þátttakandi á gjaldeyrismarkaði. Auðvitað er það ekki eitthvað sem við erum að kalla eftir til langframa.“ Hann segir enn óskýrt hver stefna bankans sé í þessum efnum. „Ég held að bankinn sé einfaldlega að feta ótroðnar slóðir á gjaldeyrismarkaði nú þegar hann er hættur að byggja upp gjaldeyrisforða og á meðan svo er finnst honum eflaust ágætt að niðurnjörva ekki næstu aðgerðir sínar eða stefnu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Sjá meira