Rekstrarhagnaður N1 minnkar um rúmlega 4 prósent á milli ára Hörður Ægisson skrifar 25. október 2017 16:42 Tæplega tíu prósenta samdráttur var í sölu á bensíni hjá N1 á þriðja ársfjórðungi. VÍSIR/VILHELM Rekstrarhagnaður olíufélagsins N1 fyrir afskriftir (EBITDA) nam 1.409 milljónum á þriðja ársfjórðungi og dróst saman um 4,3 prósent frá sama tímabili árið áður. Framlegð af vörusölu jókst um 2,8 prósent á fjórðungnum sem skýrist einkum af hagstæðari þróun á heimsmarkaðsverði með olíu. Í afkomutilkynningu N1 kemur fram að selt magn af bensíni og gasolíu hafi aukist um 0,4 prósent á tímabilinu en á sama tíma jókst hins vegar umferð á þjóðvegum landsins um átta prósent á milli ára. Tæplega tíu prósenta samdráttur var í sölu á bensíni á fjórðungnum en sé litið til fyrstu níu mánaða ársins nemur sölusamdrátturinn 2,5 prósentum. Launa- og starfsmannakostnaður nam 1.109 milljónum og hækkaði um 7,4 prósent á milli ára sem skýrist einkum af samningsbundnum launahækkunum ásamt fjölgun stöðugilda. Þá hækkaði annar rekstrarkostnaður um 55 milljónir á fjórðungnum, eða 14 prósent, sem kemur til vegna kostnaðar við kaup N1 á Festi. Það sem af er ári nemur EBITDA hagnaður N1 samtals 2.699 milljónum króna borið saman við 2.950 milljónir á sama tímabili fyrir ári. Hagnaður olíufélagsins var tæplega 1.630 milljónir og dregst saman um 14,4 prósent miðað við fyrstu níu mánuði ársins 2016. Eigið fé N1 var 13.461 milljónir í lok þriðja fjórðungs og eiginfjárhlutfall félagsins 46,4 prósent. Fyrr í þessum mánuði var endanlega gengið frá kaupsamningi vegna kaupa N1 á öllu hlutafé Festar, næst stærsta smásölufélags landsins, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko. Samkvæmt samkomulaginu er heildarvirði Festar tæplega 38 milljarðar króna. Samkvæmt spá stjórnenda N1, eins og áður hefur komið fram, verður EBITDA félagsins á bilinu 3.500 til 3.600 milljónir árinu 2017 að undanskildum kostnaði við kaup á Festi. Áætluð EBITDA sameinaðs félags á yfirstandandi rekstrarári, án kostnaðar N1 við kaup á Festi, er á bilinu 6.840 til 6.940 milljónir en ekki hefur verið tekið tillit til samlegðar í framangreindum tölum. Áætluð samlegðaráhrif af sameiningu N1 og Festi eru á bilinu 500 til 600 milljónir króna. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Rekstrarhagnaður olíufélagsins N1 fyrir afskriftir (EBITDA) nam 1.409 milljónum á þriðja ársfjórðungi og dróst saman um 4,3 prósent frá sama tímabili árið áður. Framlegð af vörusölu jókst um 2,8 prósent á fjórðungnum sem skýrist einkum af hagstæðari þróun á heimsmarkaðsverði með olíu. Í afkomutilkynningu N1 kemur fram að selt magn af bensíni og gasolíu hafi aukist um 0,4 prósent á tímabilinu en á sama tíma jókst hins vegar umferð á þjóðvegum landsins um átta prósent á milli ára. Tæplega tíu prósenta samdráttur var í sölu á bensíni á fjórðungnum en sé litið til fyrstu níu mánaða ársins nemur sölusamdrátturinn 2,5 prósentum. Launa- og starfsmannakostnaður nam 1.109 milljónum og hækkaði um 7,4 prósent á milli ára sem skýrist einkum af samningsbundnum launahækkunum ásamt fjölgun stöðugilda. Þá hækkaði annar rekstrarkostnaður um 55 milljónir á fjórðungnum, eða 14 prósent, sem kemur til vegna kostnaðar við kaup N1 á Festi. Það sem af er ári nemur EBITDA hagnaður N1 samtals 2.699 milljónum króna borið saman við 2.950 milljónir á sama tímabili fyrir ári. Hagnaður olíufélagsins var tæplega 1.630 milljónir og dregst saman um 14,4 prósent miðað við fyrstu níu mánuði ársins 2016. Eigið fé N1 var 13.461 milljónir í lok þriðja fjórðungs og eiginfjárhlutfall félagsins 46,4 prósent. Fyrr í þessum mánuði var endanlega gengið frá kaupsamningi vegna kaupa N1 á öllu hlutafé Festar, næst stærsta smásölufélags landsins, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko. Samkvæmt samkomulaginu er heildarvirði Festar tæplega 38 milljarðar króna. Samkvæmt spá stjórnenda N1, eins og áður hefur komið fram, verður EBITDA félagsins á bilinu 3.500 til 3.600 milljónir árinu 2017 að undanskildum kostnaði við kaup á Festi. Áætluð EBITDA sameinaðs félags á yfirstandandi rekstrarári, án kostnaðar N1 við kaup á Festi, er á bilinu 6.840 til 6.940 milljónir en ekki hefur verið tekið tillit til samlegðar í framangreindum tölum. Áætluð samlegðaráhrif af sameiningu N1 og Festi eru á bilinu 500 til 600 milljónir króna.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira