Rakel Sveinsdóttir nýr formaður FKA Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. maí 2017 10:41 Nýja stjórnin með formanninum, Rakel Sveinsdóttur, fyrir miðju. FKA Rakel Sveinsdóttir var kosin formaður FKA á aðalfundi félagsins sem haldin var í Iðnó í gær. Í framboði til formanns var einnig Fjóla G. Friðriksdóttir, en fráfarandi formaður er Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Þórdís Lóa hefur gegnt formennsku félagsins frá því vorið 2013. Svo segir í tilkynningu frá FKA. Frambjóðendur í stjórn voru fjórar konur í þrjú sæti. Kosningu í stjórn hlutu Áslaug Gunnlaugsdóttir, Guðrún Ragnarsdóttir og Ragnheiður Aradóttir, en Inga Sólnes hlaut ekki kosningu. Að auki sitja áfram í stjórn frá fyrra ári Anna Þóra Ísfold, Kolbrún Hrund Víðisdóttir og Danielle Neben.FKA samanstendur af ríflega eitt þúsund leiðtogakonum á öllum sviðum atvinnulífsins og telst yfir helmingur þeirra til forstjóra, framkvæmdastjóra og eiganda fyrirtækja. Meðal stærri verkefna FKA síðastliðin ár hefur verið átak til að auka ásýnd kvenna í fjölmiðlum, aukin hlutdeild kvenna í stjórnum félaga og nú síðast verkefnið Jafnvægisvogin, sem ætlað er að stuðla að aukinni hlutdeild kvenna í efra lagi fyrirtækja. „Ég er fyrst og fremst þakklát fyrir stuðninginn enda er FKA gífurlega öflugt félag sem hefur svo sannarlega sýnt og sannað mikilvægi sitt til að stuðla að frekari fjölbreytileika í atvinnulífinu. Við styðjum leiðtogakonur um land allt með mjög virku félagsstarfi og ég mun meðal annars leggja meiri áherslu á starf landsbyggðardeilda, sem og framhald á auknum sýnileika kvenna í fjölmiðlum, svo ekki sé talað um Jafnvægisvogina sem verður okkar stærsta verkefni næstu árin. Með mér í stjórn eru öflugar konur og það má alveg búast við því að við munum láta til okkar taka strax í lok sumars þegar starfsárið okkar hefst fyrir næsta haust og vetur,“ segir Rakel.Framkvæmdastjóri FKA er Hrafnhildur Hafsteinsdóttir en í félaginu starfa 14 nefndir, deildir og ráð sem um 100 félagskonur sinna yfir árið. Á aðalfundi félagsins voru Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur og fráfarandi stjórnarkonum þökkuð góð störf á liðnum árum, en úr stjórn gengu Herdís Jónsdóttir og Áshildur Bragadóttir. Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Sjá meira
Rakel Sveinsdóttir var kosin formaður FKA á aðalfundi félagsins sem haldin var í Iðnó í gær. Í framboði til formanns var einnig Fjóla G. Friðriksdóttir, en fráfarandi formaður er Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Þórdís Lóa hefur gegnt formennsku félagsins frá því vorið 2013. Svo segir í tilkynningu frá FKA. Frambjóðendur í stjórn voru fjórar konur í þrjú sæti. Kosningu í stjórn hlutu Áslaug Gunnlaugsdóttir, Guðrún Ragnarsdóttir og Ragnheiður Aradóttir, en Inga Sólnes hlaut ekki kosningu. Að auki sitja áfram í stjórn frá fyrra ári Anna Þóra Ísfold, Kolbrún Hrund Víðisdóttir og Danielle Neben.FKA samanstendur af ríflega eitt þúsund leiðtogakonum á öllum sviðum atvinnulífsins og telst yfir helmingur þeirra til forstjóra, framkvæmdastjóra og eiganda fyrirtækja. Meðal stærri verkefna FKA síðastliðin ár hefur verið átak til að auka ásýnd kvenna í fjölmiðlum, aukin hlutdeild kvenna í stjórnum félaga og nú síðast verkefnið Jafnvægisvogin, sem ætlað er að stuðla að aukinni hlutdeild kvenna í efra lagi fyrirtækja. „Ég er fyrst og fremst þakklát fyrir stuðninginn enda er FKA gífurlega öflugt félag sem hefur svo sannarlega sýnt og sannað mikilvægi sitt til að stuðla að frekari fjölbreytileika í atvinnulífinu. Við styðjum leiðtogakonur um land allt með mjög virku félagsstarfi og ég mun meðal annars leggja meiri áherslu á starf landsbyggðardeilda, sem og framhald á auknum sýnileika kvenna í fjölmiðlum, svo ekki sé talað um Jafnvægisvogina sem verður okkar stærsta verkefni næstu árin. Með mér í stjórn eru öflugar konur og það má alveg búast við því að við munum láta til okkar taka strax í lok sumars þegar starfsárið okkar hefst fyrir næsta haust og vetur,“ segir Rakel.Framkvæmdastjóri FKA er Hrafnhildur Hafsteinsdóttir en í félaginu starfa 14 nefndir, deildir og ráð sem um 100 félagskonur sinna yfir árið. Á aðalfundi félagsins voru Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur og fráfarandi stjórnarkonum þökkuð góð störf á liðnum árum, en úr stjórn gengu Herdís Jónsdóttir og Áshildur Bragadóttir.
Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Sjá meira