Er Þórir búinn að yngja verulega upp í norska landsliðinu? | Mynd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2017 07:00 Þórir Hergeirsson hefur náð stórkostlegum árangri með norska landsliðinu. Vísir/AFP Það er sagt að mynd segi meira en þúsund orð og handboltasíða með léttleikann í fyrirrúmi leyfði sér aðeins á dögunum að leika sér með mynd af Selfyssingnum Þóri Hergeirssyni. Íslenski handboltaþjálfarinn mætir með norska kvennalandsliðið á enn eitt stórmótið í næsta mánuði þegar Heimsmeistaramótið hefst í Þýskalandi. Norska landsliðið er ríkjandi heimsmeistari og vann einnig gull á Evrópumótinu fyrir ári síðan. Norska liðið spilar sinn fyrsta leik á móti Ungverjalandi 2. desember næstkomandi en liðið er einnig með Argentínu, Póllandi, Tékklandi og Svíþjóð í riðli. Þórir hefur haldið norska landsliðinu í fremstu röð frá því að hann tók við árið 2009 þrátt fyrir að liðið hafi gengið í gengum mikil kynslóðarskipti á þessum tæpa áratug. Þórir hefur oft sett traust sitt á yngri og óreyndari leikmenn . Hann hefur því endurnýjað norska landsliðið um leið og hann hefur náð að landa tíu verðlaun á stórmótum. Twitter-síðan (Un)informedHandball birti hjá sér þessa mynd hér fyrir neðan.Norway are so confident of winning another World Championship that they're sending an Under 14 team to Germany... #hbnopic.twitter.com/UcKAWu0Qzn — (Un)informedHandball (@HandballHour) November 7, 2017 „Norðmenn eru svo öruggir með að vinna einn HM-gullið að þeir eru senda fjórtán ára liðið sitt til Þýskalands“ Þórir stendur þarna fyrir framan ungar norskar handboltakonur og hver veit nema að hann eigi eftir að þjálfa þær í landsliðinu í framtíðinni. Það er hinsvegar ekki komið að því núna. Á HM í Þýskalandi verður yngsti leikmaður liðsins aftur á móti hin tvítuga Helene Gigstad Fauske sem er að fara að taka þátt í sínu fyrsta stórmóti á HM 2017. Í liðinu verða reynsluboltar eins og þær Heidi Löke, Camilla Herrem, Kari Aalvik Grimsbö, Nora Mörk og síðast en ekki síst markvörðurinn Katrine Lunde sem er 37 ára gömul. Handbolti Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Sjá meira
Það er sagt að mynd segi meira en þúsund orð og handboltasíða með léttleikann í fyrirrúmi leyfði sér aðeins á dögunum að leika sér með mynd af Selfyssingnum Þóri Hergeirssyni. Íslenski handboltaþjálfarinn mætir með norska kvennalandsliðið á enn eitt stórmótið í næsta mánuði þegar Heimsmeistaramótið hefst í Þýskalandi. Norska landsliðið er ríkjandi heimsmeistari og vann einnig gull á Evrópumótinu fyrir ári síðan. Norska liðið spilar sinn fyrsta leik á móti Ungverjalandi 2. desember næstkomandi en liðið er einnig með Argentínu, Póllandi, Tékklandi og Svíþjóð í riðli. Þórir hefur haldið norska landsliðinu í fremstu röð frá því að hann tók við árið 2009 þrátt fyrir að liðið hafi gengið í gengum mikil kynslóðarskipti á þessum tæpa áratug. Þórir hefur oft sett traust sitt á yngri og óreyndari leikmenn . Hann hefur því endurnýjað norska landsliðið um leið og hann hefur náð að landa tíu verðlaun á stórmótum. Twitter-síðan (Un)informedHandball birti hjá sér þessa mynd hér fyrir neðan.Norway are so confident of winning another World Championship that they're sending an Under 14 team to Germany... #hbnopic.twitter.com/UcKAWu0Qzn — (Un)informedHandball (@HandballHour) November 7, 2017 „Norðmenn eru svo öruggir með að vinna einn HM-gullið að þeir eru senda fjórtán ára liðið sitt til Þýskalands“ Þórir stendur þarna fyrir framan ungar norskar handboltakonur og hver veit nema að hann eigi eftir að þjálfa þær í landsliðinu í framtíðinni. Það er hinsvegar ekki komið að því núna. Á HM í Þýskalandi verður yngsti leikmaður liðsins aftur á móti hin tvítuga Helene Gigstad Fauske sem er að fara að taka þátt í sínu fyrsta stórmóti á HM 2017. Í liðinu verða reynsluboltar eins og þær Heidi Löke, Camilla Herrem, Kari Aalvik Grimsbö, Nora Mörk og síðast en ekki síst markvörðurinn Katrine Lunde sem er 37 ára gömul.
Handbolti Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Sjá meira