Breytingar Magnús Guðmundsson skrifar 27. desember 2017 07:00 Framfarir eru fallegt orð. En breytingar eru hvati þeirra og breytingar eiga sér óvini.“ Það er kannski hálf ankannalegt að vitna í Robert F. Kennedy, karlmann sem tilheyrði einni valdamestu ætt Bandaríkjanna, í þessum orðum sem eru skrifuð í tilefni af kvennabyltingu samtímans. En til þess að skilja hvað og hvernig við viljum móta framtíðina þurfum við að horfa um öxl yfir jakkafataklædda fortíðina. Yfir sögu sem er að miklu leyti mótuð af körlum og fyrir karla. Sögu þar sem breytingar hafa löngum mætt andstöðu, ekki síst þær breytingar sem hafa snúið að bættum hag og réttindum kvenna, hér á Íslandi sem annars staðar. Og það hafa sannarlega átt sér stað breytingar á þessu ári sem er líða. Breytingar sem hafa mætt andstöðu og eiga sér óvini, en munu að endingu leiða til framfara. Þær munu leiða til framfara því þær eru fólgnar í byltingu kvenna sem neita að láta lengur bjóða sér ofríki, ofbeldi og óréttlæti í veröld hins aldagamla feðraveldis og stíga fram í nafni réttlætis og jafnaðar. Þessar konur eru menn ársins því konur eru líka menn og mannréttindi eru líka kvenna. En þessi bylting sem er rétt að byrja verður hvorki átaka- né sársaukalaus frekar en aðrar samfélagsbreytingar sem leiða til framfara. Því höfum við þegar orðið vitni að t.d. á vettvangi stjórnmálanna, í leikhúsinu og Listaháskólanum. Það sem við höfum líka þegar orðið vitni að er að það skiptir óendanlega miklu máli hvernig breytingunum er tekið. Hvort höfðinu er stungið í sandinn þar til spilaborgin hrynur eða breytingunum mætt með opnum huga og vilja til bóta, betrunar og framfara. Þannig mætti vel sjá fyrir sér að viðbrögð Listaháskóla Íslands, og mögulega einnig leikhúsanna sem nú eru að vinna í þessum málum, geti reynst öðrum fyrirmynd inn í nýja árið. Á heimasíðu skólans gefur að líta tímalínu yfir það hvernig hefur verið brugðist við og þó svo það ferli hafi hvorki verið mistaka- né gallalaust þá ber það vitni um vilja til þess að horfast í augu við vandann og taka á honum af fullri alvöru. Að gera breytingar sem miða að framförum. Þessi viðbrögð sýna líka vilja til þess að hafa þolendur í öndvegi vegna alls þess sem þeir hafa mátt ganga í gegnum í þögn, ótta og vanlíðan fyrir tilstilli gerenda, hvort sem þeir gerðu sér ljósar afleiðingar gjörða sinna eða ekki. En það er skammgóður vermir að varpa allri ábyrgð á stofnanir og fyrirtæki. Treysta á það að kerfið í einhverri mynd leysi vandamál sem er sprottið út frá hegðun einstaklinga. Breytingarnar þurfa óhjákvæmilega að eiga sér stað hjá hverjum og einum, fyrst og fremst karlmönnum, þar sem viðhorf og framkoma eru tekin til innri endurskoðunar. Í framhaldinu má svo strengja það áramótaheit að fara ekki fram með ofbeldi, yfirgangi, ýtni og frekju. Að virða rétt einstaklinga til sjálfsákvörðunar og sjálfsyfirráða og sýna af sér kurteisi og mannvirðingu í mannlegum samskiptum. Það er ágætis vegferð inn í nýtt ár.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. desember. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Framfarir eru fallegt orð. En breytingar eru hvati þeirra og breytingar eiga sér óvini.“ Það er kannski hálf ankannalegt að vitna í Robert F. Kennedy, karlmann sem tilheyrði einni valdamestu ætt Bandaríkjanna, í þessum orðum sem eru skrifuð í tilefni af kvennabyltingu samtímans. En til þess að skilja hvað og hvernig við viljum móta framtíðina þurfum við að horfa um öxl yfir jakkafataklædda fortíðina. Yfir sögu sem er að miklu leyti mótuð af körlum og fyrir karla. Sögu þar sem breytingar hafa löngum mætt andstöðu, ekki síst þær breytingar sem hafa snúið að bættum hag og réttindum kvenna, hér á Íslandi sem annars staðar. Og það hafa sannarlega átt sér stað breytingar á þessu ári sem er líða. Breytingar sem hafa mætt andstöðu og eiga sér óvini, en munu að endingu leiða til framfara. Þær munu leiða til framfara því þær eru fólgnar í byltingu kvenna sem neita að láta lengur bjóða sér ofríki, ofbeldi og óréttlæti í veröld hins aldagamla feðraveldis og stíga fram í nafni réttlætis og jafnaðar. Þessar konur eru menn ársins því konur eru líka menn og mannréttindi eru líka kvenna. En þessi bylting sem er rétt að byrja verður hvorki átaka- né sársaukalaus frekar en aðrar samfélagsbreytingar sem leiða til framfara. Því höfum við þegar orðið vitni að t.d. á vettvangi stjórnmálanna, í leikhúsinu og Listaháskólanum. Það sem við höfum líka þegar orðið vitni að er að það skiptir óendanlega miklu máli hvernig breytingunum er tekið. Hvort höfðinu er stungið í sandinn þar til spilaborgin hrynur eða breytingunum mætt með opnum huga og vilja til bóta, betrunar og framfara. Þannig mætti vel sjá fyrir sér að viðbrögð Listaháskóla Íslands, og mögulega einnig leikhúsanna sem nú eru að vinna í þessum málum, geti reynst öðrum fyrirmynd inn í nýja árið. Á heimasíðu skólans gefur að líta tímalínu yfir það hvernig hefur verið brugðist við og þó svo það ferli hafi hvorki verið mistaka- né gallalaust þá ber það vitni um vilja til þess að horfast í augu við vandann og taka á honum af fullri alvöru. Að gera breytingar sem miða að framförum. Þessi viðbrögð sýna líka vilja til þess að hafa þolendur í öndvegi vegna alls þess sem þeir hafa mátt ganga í gegnum í þögn, ótta og vanlíðan fyrir tilstilli gerenda, hvort sem þeir gerðu sér ljósar afleiðingar gjörða sinna eða ekki. En það er skammgóður vermir að varpa allri ábyrgð á stofnanir og fyrirtæki. Treysta á það að kerfið í einhverri mynd leysi vandamál sem er sprottið út frá hegðun einstaklinga. Breytingarnar þurfa óhjákvæmilega að eiga sér stað hjá hverjum og einum, fyrst og fremst karlmönnum, þar sem viðhorf og framkoma eru tekin til innri endurskoðunar. Í framhaldinu má svo strengja það áramótaheit að fara ekki fram með ofbeldi, yfirgangi, ýtni og frekju. Að virða rétt einstaklinga til sjálfsákvörðunar og sjálfsyfirráða og sýna af sér kurteisi og mannvirðingu í mannlegum samskiptum. Það er ágætis vegferð inn í nýtt ár.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. desember.