Gætu gert eigin samning um fríverslun við Bretland Hersir Aron Ólafsson skrifar 10. desember 2017 13:39 Dóra Sif Tynes er fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá EFTA. Vísir/afp Íslendingar gætu gert sinn eigin samning um fríverslun við Bretland ef Bretar ganga að fullu úr innri markaði Evrópusambandsins. Þetta segir fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá EFTA. Hún segir þó líklegt að EFTA-ríkin gætu með einhverjum hætti fylgt með ef Bretar ná ásættanlegri lendingu við sambandið. Dóra Sif Tynes, fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá EFTA, var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Þar ræddi hún framhald viðskiptasambands Íslendinga og Breta þegar Brexit gengur að fullu í gegn. Hún segir að ef Bretar ganga eftir allt saman alfarið úr sambandinu sé enginn formlegur samningur milli ríkjanna til staðar. „Við höfum ekki neina aðra samninga við Bretland heldur en EES-samninginn. Þannig að augljóslega þyrftum við að semja um fríverslun.“Getur ekki samið fyrir Íslands hönd Dóra Sif segir þó ekki útilokað að Bretar nái samkomulagi við ESB um viðskiptasamband við sambandið í einhverri mynd. Þetta þýðir þó ekki að Íslendingar verði hluti af slíku samkomulagi. „Nú erum við náttúrulega ekki í Evrópusambandinu þannig að þeir geta náttúrulega ekki samið fyrir Íslands hönd. En hins vegar hefur nú reyndin verið sú, til dæmis með stærri fríverslunarsamninga, að oftar en ekki hefur Evrópusambandið gert fríverslunarsamning við tiltekið ríki og síðan kemur EFTA í kjölfarið.“Lítið svigrúm Hún segir því að Íslendingum væri í raun frjálst að semja sjálfir við Breta upp á nýtt. Aftur á móti sé ekki víst að svigrúmið til þess væri ýkja mikið. „Í þessu tilviki finnst mér líklegast, komist Evrópusambandið og Bretland að einhverri heildarniðurstöðu um aðgang þeirra að innri markaðnum og svo framvegis, þá verði afskaplega lítið svigrúm fyrir EFTA-ríkin, sem eru þátttakendur á innri markaðnum, að semja einhvern veginn allt öðru vísi,“ sagði Dóra Sif Tynes á Sprengisandi í morgun.Hlusta má á viðtali við Dóru Sif í spilaranum að neðan. Brexit Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Íslendingar gætu gert sinn eigin samning um fríverslun við Bretland ef Bretar ganga að fullu úr innri markaði Evrópusambandsins. Þetta segir fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá EFTA. Hún segir þó líklegt að EFTA-ríkin gætu með einhverjum hætti fylgt með ef Bretar ná ásættanlegri lendingu við sambandið. Dóra Sif Tynes, fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá EFTA, var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Þar ræddi hún framhald viðskiptasambands Íslendinga og Breta þegar Brexit gengur að fullu í gegn. Hún segir að ef Bretar ganga eftir allt saman alfarið úr sambandinu sé enginn formlegur samningur milli ríkjanna til staðar. „Við höfum ekki neina aðra samninga við Bretland heldur en EES-samninginn. Þannig að augljóslega þyrftum við að semja um fríverslun.“Getur ekki samið fyrir Íslands hönd Dóra Sif segir þó ekki útilokað að Bretar nái samkomulagi við ESB um viðskiptasamband við sambandið í einhverri mynd. Þetta þýðir þó ekki að Íslendingar verði hluti af slíku samkomulagi. „Nú erum við náttúrulega ekki í Evrópusambandinu þannig að þeir geta náttúrulega ekki samið fyrir Íslands hönd. En hins vegar hefur nú reyndin verið sú, til dæmis með stærri fríverslunarsamninga, að oftar en ekki hefur Evrópusambandið gert fríverslunarsamning við tiltekið ríki og síðan kemur EFTA í kjölfarið.“Lítið svigrúm Hún segir því að Íslendingum væri í raun frjálst að semja sjálfir við Breta upp á nýtt. Aftur á móti sé ekki víst að svigrúmið til þess væri ýkja mikið. „Í þessu tilviki finnst mér líklegast, komist Evrópusambandið og Bretland að einhverri heildarniðurstöðu um aðgang þeirra að innri markaðnum og svo framvegis, þá verði afskaplega lítið svigrúm fyrir EFTA-ríkin, sem eru þátttakendur á innri markaðnum, að semja einhvern veginn allt öðru vísi,“ sagði Dóra Sif Tynes á Sprengisandi í morgun.Hlusta má á viðtali við Dóru Sif í spilaranum að neðan.
Brexit Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira