Hraðhleðslumínútan verður seld á 39 krónur eftir 1. febrúar Sigurður Mikael Jónsson skrifar 11. desember 2017 06:00 Eftir gjaldfrjálsa orku frá 2014 mun ON hefja að rukka fyrir hraðhleðsluna 1. febrúar næstkomandi. vísir/pjetur Gjaldtaka á hleðslustöðvum Orku náttúrunnar (ON) mun hefjast 1. febrúar næstkomandi og mun mínútan kosta 39 krónur. Á næstu dögum og vikum verða fjölmargar nýjar hraðhleðslur teknar í gagnið á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdastjóri ON segir mikla innviðauppbyggingu fram undan í rafbílavæðingunni og að í árslok 2018 verði hlöður á vegum fyrirtækisins orðnar rúmlega þrjátíu. Bjarni Már Júlíusson segir að fyrirkomulag gjaldtökunnar verði kynnt á næstu vikum en rafbílaeigendur muni geta skráð sig fyrir auðkennislyklum, svipaða dælulyklum olíufélaganna, og greiða síðan aðeins fyrir þær mínútur sem þeir nota. Rafbílaeigendur hafa getað hlaðið bíla sína gjaldfrjálst á hraðhleðslustöðvum ON frá árinu 2014 en ljóst var að um þróunarverkefni var að ræða og ávallt stefnt á gjaldtöku. Þegar verkefnið hófst voru rafbílar á Íslandi um hundrað talsins en hreinir rafbílar og tengiltvinnbílar eru í dag á fimmta þúsund.Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdastjóri Orku Náttúrunnar.„Við þekkjum orðið vel hvað þetta kostar og niðurstaðan er sú að mínútan verði á 39 krónur. Samkvæmt Fortum, samstarfsaðilum okkar í Noregi, styttist hleðslutíminn hjá fólki þegar gjaldtaka hófst þar. Algengast er að hleðslutíminn sé um 10-12 mínútur, en það er alltaf ódýrast að hlaða heima hjá sér.“ Af þeim meðaltímaramma má ráða að hleðsluskotið geti kostað rafbílaeigendur á bilinu 400-500 krónur. Bjarni segir að í dag sé algengur hraðhleðslutími hér upp undir 20 mínútur. Gjaldtaka muni hins vegar auka aðgengi að hlöðunum þar sem fólk freistist síður til að hlaða í botn þegar orkan er ekki lengur ókeypis, enda fái það mest fyrir peninginn upp að 80 prósenta hleðslu bílsins. Rannsóknir sýni þó að 90 prósent rafbílaeigenda hlaði bílana fyrst og fremst heima hjá sér. Algengt mínútuverð í Noregi, rafbílavæddustu þjóð veraldar, er um 34 krónur íslenskar en Bjarni bendir á að þar séu 100 þúsund rafbílar og verð ON muni því þola þann samanburð. „Nýtingarhlutfall stöðvanna hér er lágt en þegar fleiri rafbílar koma eykst nýtingin og þá verður hægt að stilla verðið af miðað við það. Þetta þarf að standa undir sér eins og aðrar fjárfestingar.“ Á næstu dögum verða síðan fjórar nýjar hlöður opnaðar á landsbyggðinni, en það er liður í verkefni ON um að koma fyrir hraðhleðslustöðvum við hringveginn. „Á næstu dögum verður opnað við Jökulsárlón, við veitingastaðinn Voginn á Djúpavogi, á Egilsstöðum við N1 og í Freysnesi. Og síðan á næstu vikum á Stöðvarfirði, í Lækjargötu í Hafnarfirði og í Mosfellsbæ við N1. Og fleiri staðir eru í bígerð.“ Í dag eru hraðhleðslustöðvar ON um tuttugu en Bjarni telur að í lok árs 2018 verði þær þrjátíu. „Þetta er að gerast mjög hratt núna og það er mjög gaman að taka þátt í þessari vegferð að gera okkur enn sjálfbærari í orkuþörf landsins.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Gjaldtaka á hleðslustöðvum Orku náttúrunnar (ON) mun hefjast 1. febrúar næstkomandi og mun mínútan kosta 39 krónur. Á næstu dögum og vikum verða fjölmargar nýjar hraðhleðslur teknar í gagnið á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdastjóri ON segir mikla innviðauppbyggingu fram undan í rafbílavæðingunni og að í árslok 2018 verði hlöður á vegum fyrirtækisins orðnar rúmlega þrjátíu. Bjarni Már Júlíusson segir að fyrirkomulag gjaldtökunnar verði kynnt á næstu vikum en rafbílaeigendur muni geta skráð sig fyrir auðkennislyklum, svipaða dælulyklum olíufélaganna, og greiða síðan aðeins fyrir þær mínútur sem þeir nota. Rafbílaeigendur hafa getað hlaðið bíla sína gjaldfrjálst á hraðhleðslustöðvum ON frá árinu 2014 en ljóst var að um þróunarverkefni var að ræða og ávallt stefnt á gjaldtöku. Þegar verkefnið hófst voru rafbílar á Íslandi um hundrað talsins en hreinir rafbílar og tengiltvinnbílar eru í dag á fimmta þúsund.Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdastjóri Orku Náttúrunnar.„Við þekkjum orðið vel hvað þetta kostar og niðurstaðan er sú að mínútan verði á 39 krónur. Samkvæmt Fortum, samstarfsaðilum okkar í Noregi, styttist hleðslutíminn hjá fólki þegar gjaldtaka hófst þar. Algengast er að hleðslutíminn sé um 10-12 mínútur, en það er alltaf ódýrast að hlaða heima hjá sér.“ Af þeim meðaltímaramma má ráða að hleðsluskotið geti kostað rafbílaeigendur á bilinu 400-500 krónur. Bjarni segir að í dag sé algengur hraðhleðslutími hér upp undir 20 mínútur. Gjaldtaka muni hins vegar auka aðgengi að hlöðunum þar sem fólk freistist síður til að hlaða í botn þegar orkan er ekki lengur ókeypis, enda fái það mest fyrir peninginn upp að 80 prósenta hleðslu bílsins. Rannsóknir sýni þó að 90 prósent rafbílaeigenda hlaði bílana fyrst og fremst heima hjá sér. Algengt mínútuverð í Noregi, rafbílavæddustu þjóð veraldar, er um 34 krónur íslenskar en Bjarni bendir á að þar séu 100 þúsund rafbílar og verð ON muni því þola þann samanburð. „Nýtingarhlutfall stöðvanna hér er lágt en þegar fleiri rafbílar koma eykst nýtingin og þá verður hægt að stilla verðið af miðað við það. Þetta þarf að standa undir sér eins og aðrar fjárfestingar.“ Á næstu dögum verða síðan fjórar nýjar hlöður opnaðar á landsbyggðinni, en það er liður í verkefni ON um að koma fyrir hraðhleðslustöðvum við hringveginn. „Á næstu dögum verður opnað við Jökulsárlón, við veitingastaðinn Voginn á Djúpavogi, á Egilsstöðum við N1 og í Freysnesi. Og síðan á næstu vikum á Stöðvarfirði, í Lækjargötu í Hafnarfirði og í Mosfellsbæ við N1. Og fleiri staðir eru í bígerð.“ Í dag eru hraðhleðslustöðvar ON um tuttugu en Bjarni telur að í lok árs 2018 verði þær þrjátíu. „Þetta er að gerast mjög hratt núna og það er mjög gaman að taka þátt í þessari vegferð að gera okkur enn sjálfbærari í orkuþörf landsins.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira