Árleg spá Capacent gerir ráð fyrir hefðbundnum jólum Daníel Freyr Birkisson skrifar 11. desember 2017 11:38 12 mánaða verðbólgan gerir ráð fyrir hækkun úr 1,7 í 1,9 prósent. vísir/vilhelm Capacent hefur birt jólaspá sína þar sem farið er yfir mögulegar verðbreytingar í aðdraganda jólanna og „jólavísitalan“ birt. Spáin gerir ráð fyrir „týpískum jólum“. Segir í tilkynningunni að af einhverjum ótrúlegum ástæðum lækki grænmeti í verði á jólunum á meðan að sykur og salt hækki. Krónan hafi styrkst undanfarnar vikur og muni það skila sér í lækkandi verði matvæla. Gert sé ráð fyrir 0,2 prósent lækkun. Vegna aukinnar samkeppni og sterkrar krónu muni almennt halda aftur af verði á innfluttum varningi. Capacent segir Grýlu hafa haldið sig til hlés og jólakötturinn ekki sést hér á landi í nokkur ár. Amerískur ístrubelgur hafi verið að hrella húsmæður í Garðabæ, en er þar sennilega átt við verslunarrisann Costco sem opnaði dyr sínar fyrr á árinu. Hefðbundnar jólavörur líkt og búsáhöld, skartgripir og bækur munu hækka örlítið. Að sama skapi er gert ráð fyrir örlítilli lækkun á raftækjum og fatnaði. Dregið hefur úr hækkun á fasteignamarkaði og er gert ráð fyrir 0,5 prósent hækkun fasteignaverðs. Á sama tíma er gert ráð fyrir lækkun bifreiða, svo um nemur 0,05 prósent. Olíuverð hefur verið stöðugt frá byrjun nóvember og er ekki gert ráð fyrir hækkun í aðdraganda hátíðanna. Búast má við venjubundinni hækkun flugfélaganna, en Capacent spáir því að hún verði um 20 prósent. Jólavísitalan hækkar um 0,27 prósent og samkvæmt verðbólguspá mun 12 mánaða verðbólgan hækka úr 1,7 í 1,9 prósent. Búast megi við hinum „týpísku jólum“ að mati Capacent. Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Neytendur Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Capacent hefur birt jólaspá sína þar sem farið er yfir mögulegar verðbreytingar í aðdraganda jólanna og „jólavísitalan“ birt. Spáin gerir ráð fyrir „týpískum jólum“. Segir í tilkynningunni að af einhverjum ótrúlegum ástæðum lækki grænmeti í verði á jólunum á meðan að sykur og salt hækki. Krónan hafi styrkst undanfarnar vikur og muni það skila sér í lækkandi verði matvæla. Gert sé ráð fyrir 0,2 prósent lækkun. Vegna aukinnar samkeppni og sterkrar krónu muni almennt halda aftur af verði á innfluttum varningi. Capacent segir Grýlu hafa haldið sig til hlés og jólakötturinn ekki sést hér á landi í nokkur ár. Amerískur ístrubelgur hafi verið að hrella húsmæður í Garðabæ, en er þar sennilega átt við verslunarrisann Costco sem opnaði dyr sínar fyrr á árinu. Hefðbundnar jólavörur líkt og búsáhöld, skartgripir og bækur munu hækka örlítið. Að sama skapi er gert ráð fyrir örlítilli lækkun á raftækjum og fatnaði. Dregið hefur úr hækkun á fasteignamarkaði og er gert ráð fyrir 0,5 prósent hækkun fasteignaverðs. Á sama tíma er gert ráð fyrir lækkun bifreiða, svo um nemur 0,05 prósent. Olíuverð hefur verið stöðugt frá byrjun nóvember og er ekki gert ráð fyrir hækkun í aðdraganda hátíðanna. Búast má við venjubundinni hækkun flugfélaganna, en Capacent spáir því að hún verði um 20 prósent. Jólavísitalan hækkar um 0,27 prósent og samkvæmt verðbólguspá mun 12 mánaða verðbólgan hækka úr 1,7 í 1,9 prósent. Búast megi við hinum „týpísku jólum“ að mati Capacent.
Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Neytendur Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira