Steingrímur og Fáfnir Offshore gripu í tómt Daníel Freyr Birkisson skrifar 11. desember 2017 16:40 Steingrími Erlingssyni var vikið úr starfi sem framkvæmdastjóri Fáfnis Offshore árið 2015. Biokraft Fyrirtækið Fáfnir Offshore hefur verið sýknað af kröfum fyrrverandi forstjóra þess, Steingríms Erlingssonar, en hann krafði félagið um ógreidd laun og orlof eftir að honum var vikið úr starfi árið 2015. Fáfnir Offshore stefndi Steingrími og félagi hans Fáfni Holding með gagnkröfu fyrir trúnaðarbrot og aðrar sakir í starfi sínu. Voru Steingrímur og félag hans einnig sýknuð og fellur allur málskostnaður niður. Málið var dómtekið í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir rakti málið ítarlega um daginn þegar aðalmeðferð þess fór fram, þann 1. desember.Sjá einnig: Fyrrverandi forstjóri Fáfnis: „Þetta hefur snert æru mína og haft áhrif“Fréttablaðið greindi frá því í júní á þessu ári að Steingrímur hefði stefnt Fáfni Offshore og krefðist þess að fá greiddan sex mánaða uppsagnarfrest og orlof en honum var sagt upp í desember árið 2015. Samningi hans var síðan rift í lok febrúar og hlaut hann því einungis launagreiðslur fyrir desember- og janúarmánuð. Gagnstefna forsvarsmanna Fáfnis Offshore byggði á því að Steingrímur hafi í kjölfar uppsagnar tekið með sér lausa muni sem skráðir voru í eigu félagsins. Um er að ræða Hewlett Packard borðtölvu, farsíma og sófa.Horfin tölva, óafhentir póstar og Kastljósviðtal Honum var einnig gefið að sök að hafa ógnað hagsmunum fyrirtækisins með því að afhenda ekki tölvupósta og gögn á vegum félagsins þegar samningaviðræður stóðu yfir við sýslumanninn á Svalbarða um framlengingu á útleigu olíuleitarskipsins Polarsyssel úr 6 í 9 mánuði á ári. Að sama skapi hafi hann ógnað hagsmunum félagsins með því að fara í viðtal í Kastljósinu þar sem hann greindi frá stöðu þess. Steingrímur sagði viðtalið ekki hafa haft áhrif, hann hafi ákveðið að mæta í það sem hluthafi félagsins en ekki forstjóri þess, en á þeim tíma vann hann af sér uppsagnarfrest. Steingrímur kannaðist ekki við að hafa tekið tölvu í leyfisleysi frá félaginu en forsvarsmenn Fáfnis Offshore fengu vitni fyrir dóminn sem segja Steingrím hafa nálgast sig að fyrra bragði og beðið þá að taka afrit af hörðum diski tölvunnar og farga henni að því loknu eða setja í geymslu. Steingrímur sagði mikla sorg ríkja í hjarta sínu yfir málinu þegar aðalmeðferðin fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. „Þetta hefur snert æru mína og haft áhrif – það vita allir sem mig þekkja.“ Í dómsorði héraðsdóms segir:„Gagnstefnandi, Fáfnir Offshore ehf., er sýkn af kröfu aðalstefnanda, Steingríms Bjarna Erlingssonar. Aðalstefnandi og gagnstefndi, Fáfnir Holding ehf., eru sýknir af kröfu gagnstefnanda. Málskostnaður fellur niður.“ Tengdar fréttir Fyrrverandi forstjóri Fáfnis: „Þetta hefur snert æru mína og haft áhrif“ Steingrímur Erlingsson krefst ógreiddra launa og orlofs frá Fáfni Offshore, en honum var vikið úr starfi frá félaginu árið 2015. Fyrirtækið stefnir honum á móti fyrir brot á trúnaðarskyldum og að hafa haft með sér lausa muni frá félaginu. 5. desember 2017 09:15 Kröfur ganga á víxl í kjölfar brottreksturs stofnanda Fáfnis Offshore Steingrímur Erlingsson, fyrrverandi forstjóri Fáfnis Offshore, hefur stefnt fyrirtækinu og krefst þess að fá greiddan sex mánaða uppsagnarfrest og orlof. 16. júní 2017 07:00 Afskrifuðu Fáfni Viking sem kostaði rúman milljarð króna Fáfnir Offshore hefur fært niður fjárfestingu í olíuþjónustuskipinu Fáfni Viking. 12. október 2017 06:00 Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Fyrirtækið Fáfnir Offshore hefur verið sýknað af kröfum fyrrverandi forstjóra þess, Steingríms Erlingssonar, en hann krafði félagið um ógreidd laun og orlof eftir að honum var vikið úr starfi árið 2015. Fáfnir Offshore stefndi Steingrími og félagi hans Fáfni Holding með gagnkröfu fyrir trúnaðarbrot og aðrar sakir í starfi sínu. Voru Steingrímur og félag hans einnig sýknuð og fellur allur málskostnaður niður. Málið var dómtekið í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir rakti málið ítarlega um daginn þegar aðalmeðferð þess fór fram, þann 1. desember.Sjá einnig: Fyrrverandi forstjóri Fáfnis: „Þetta hefur snert æru mína og haft áhrif“Fréttablaðið greindi frá því í júní á þessu ári að Steingrímur hefði stefnt Fáfni Offshore og krefðist þess að fá greiddan sex mánaða uppsagnarfrest og orlof en honum var sagt upp í desember árið 2015. Samningi hans var síðan rift í lok febrúar og hlaut hann því einungis launagreiðslur fyrir desember- og janúarmánuð. Gagnstefna forsvarsmanna Fáfnis Offshore byggði á því að Steingrímur hafi í kjölfar uppsagnar tekið með sér lausa muni sem skráðir voru í eigu félagsins. Um er að ræða Hewlett Packard borðtölvu, farsíma og sófa.Horfin tölva, óafhentir póstar og Kastljósviðtal Honum var einnig gefið að sök að hafa ógnað hagsmunum fyrirtækisins með því að afhenda ekki tölvupósta og gögn á vegum félagsins þegar samningaviðræður stóðu yfir við sýslumanninn á Svalbarða um framlengingu á útleigu olíuleitarskipsins Polarsyssel úr 6 í 9 mánuði á ári. Að sama skapi hafi hann ógnað hagsmunum félagsins með því að fara í viðtal í Kastljósinu þar sem hann greindi frá stöðu þess. Steingrímur sagði viðtalið ekki hafa haft áhrif, hann hafi ákveðið að mæta í það sem hluthafi félagsins en ekki forstjóri þess, en á þeim tíma vann hann af sér uppsagnarfrest. Steingrímur kannaðist ekki við að hafa tekið tölvu í leyfisleysi frá félaginu en forsvarsmenn Fáfnis Offshore fengu vitni fyrir dóminn sem segja Steingrím hafa nálgast sig að fyrra bragði og beðið þá að taka afrit af hörðum diski tölvunnar og farga henni að því loknu eða setja í geymslu. Steingrímur sagði mikla sorg ríkja í hjarta sínu yfir málinu þegar aðalmeðferðin fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. „Þetta hefur snert æru mína og haft áhrif – það vita allir sem mig þekkja.“ Í dómsorði héraðsdóms segir:„Gagnstefnandi, Fáfnir Offshore ehf., er sýkn af kröfu aðalstefnanda, Steingríms Bjarna Erlingssonar. Aðalstefnandi og gagnstefndi, Fáfnir Holding ehf., eru sýknir af kröfu gagnstefnanda. Málskostnaður fellur niður.“
Tengdar fréttir Fyrrverandi forstjóri Fáfnis: „Þetta hefur snert æru mína og haft áhrif“ Steingrímur Erlingsson krefst ógreiddra launa og orlofs frá Fáfni Offshore, en honum var vikið úr starfi frá félaginu árið 2015. Fyrirtækið stefnir honum á móti fyrir brot á trúnaðarskyldum og að hafa haft með sér lausa muni frá félaginu. 5. desember 2017 09:15 Kröfur ganga á víxl í kjölfar brottreksturs stofnanda Fáfnis Offshore Steingrímur Erlingsson, fyrrverandi forstjóri Fáfnis Offshore, hefur stefnt fyrirtækinu og krefst þess að fá greiddan sex mánaða uppsagnarfrest og orlof. 16. júní 2017 07:00 Afskrifuðu Fáfni Viking sem kostaði rúman milljarð króna Fáfnir Offshore hefur fært niður fjárfestingu í olíuþjónustuskipinu Fáfni Viking. 12. október 2017 06:00 Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Fyrrverandi forstjóri Fáfnis: „Þetta hefur snert æru mína og haft áhrif“ Steingrímur Erlingsson krefst ógreiddra launa og orlofs frá Fáfni Offshore, en honum var vikið úr starfi frá félaginu árið 2015. Fyrirtækið stefnir honum á móti fyrir brot á trúnaðarskyldum og að hafa haft með sér lausa muni frá félaginu. 5. desember 2017 09:15
Kröfur ganga á víxl í kjölfar brottreksturs stofnanda Fáfnis Offshore Steingrímur Erlingsson, fyrrverandi forstjóri Fáfnis Offshore, hefur stefnt fyrirtækinu og krefst þess að fá greiddan sex mánaða uppsagnarfrest og orlof. 16. júní 2017 07:00
Afskrifuðu Fáfni Viking sem kostaði rúman milljarð króna Fáfnir Offshore hefur fært niður fjárfestingu í olíuþjónustuskipinu Fáfni Viking. 12. október 2017 06:00
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent