Steingrímur og Fáfnir Offshore gripu í tómt Daníel Freyr Birkisson skrifar 11. desember 2017 16:40 Steingrími Erlingssyni var vikið úr starfi sem framkvæmdastjóri Fáfnis Offshore árið 2015. Biokraft Fyrirtækið Fáfnir Offshore hefur verið sýknað af kröfum fyrrverandi forstjóra þess, Steingríms Erlingssonar, en hann krafði félagið um ógreidd laun og orlof eftir að honum var vikið úr starfi árið 2015. Fáfnir Offshore stefndi Steingrími og félagi hans Fáfni Holding með gagnkröfu fyrir trúnaðarbrot og aðrar sakir í starfi sínu. Voru Steingrímur og félag hans einnig sýknuð og fellur allur málskostnaður niður. Málið var dómtekið í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir rakti málið ítarlega um daginn þegar aðalmeðferð þess fór fram, þann 1. desember.Sjá einnig: Fyrrverandi forstjóri Fáfnis: „Þetta hefur snert æru mína og haft áhrif“Fréttablaðið greindi frá því í júní á þessu ári að Steingrímur hefði stefnt Fáfni Offshore og krefðist þess að fá greiddan sex mánaða uppsagnarfrest og orlof en honum var sagt upp í desember árið 2015. Samningi hans var síðan rift í lok febrúar og hlaut hann því einungis launagreiðslur fyrir desember- og janúarmánuð. Gagnstefna forsvarsmanna Fáfnis Offshore byggði á því að Steingrímur hafi í kjölfar uppsagnar tekið með sér lausa muni sem skráðir voru í eigu félagsins. Um er að ræða Hewlett Packard borðtölvu, farsíma og sófa.Horfin tölva, óafhentir póstar og Kastljósviðtal Honum var einnig gefið að sök að hafa ógnað hagsmunum fyrirtækisins með því að afhenda ekki tölvupósta og gögn á vegum félagsins þegar samningaviðræður stóðu yfir við sýslumanninn á Svalbarða um framlengingu á útleigu olíuleitarskipsins Polarsyssel úr 6 í 9 mánuði á ári. Að sama skapi hafi hann ógnað hagsmunum félagsins með því að fara í viðtal í Kastljósinu þar sem hann greindi frá stöðu þess. Steingrímur sagði viðtalið ekki hafa haft áhrif, hann hafi ákveðið að mæta í það sem hluthafi félagsins en ekki forstjóri þess, en á þeim tíma vann hann af sér uppsagnarfrest. Steingrímur kannaðist ekki við að hafa tekið tölvu í leyfisleysi frá félaginu en forsvarsmenn Fáfnis Offshore fengu vitni fyrir dóminn sem segja Steingrím hafa nálgast sig að fyrra bragði og beðið þá að taka afrit af hörðum diski tölvunnar og farga henni að því loknu eða setja í geymslu. Steingrímur sagði mikla sorg ríkja í hjarta sínu yfir málinu þegar aðalmeðferðin fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. „Þetta hefur snert æru mína og haft áhrif – það vita allir sem mig þekkja.“ Í dómsorði héraðsdóms segir:„Gagnstefnandi, Fáfnir Offshore ehf., er sýkn af kröfu aðalstefnanda, Steingríms Bjarna Erlingssonar. Aðalstefnandi og gagnstefndi, Fáfnir Holding ehf., eru sýknir af kröfu gagnstefnanda. Málskostnaður fellur niður.“ Tengdar fréttir Fyrrverandi forstjóri Fáfnis: „Þetta hefur snert æru mína og haft áhrif“ Steingrímur Erlingsson krefst ógreiddra launa og orlofs frá Fáfni Offshore, en honum var vikið úr starfi frá félaginu árið 2015. Fyrirtækið stefnir honum á móti fyrir brot á trúnaðarskyldum og að hafa haft með sér lausa muni frá félaginu. 5. desember 2017 09:15 Kröfur ganga á víxl í kjölfar brottreksturs stofnanda Fáfnis Offshore Steingrímur Erlingsson, fyrrverandi forstjóri Fáfnis Offshore, hefur stefnt fyrirtækinu og krefst þess að fá greiddan sex mánaða uppsagnarfrest og orlof. 16. júní 2017 07:00 Afskrifuðu Fáfni Viking sem kostaði rúman milljarð króna Fáfnir Offshore hefur fært niður fjárfestingu í olíuþjónustuskipinu Fáfni Viking. 12. október 2017 06:00 Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Fyrirtækið Fáfnir Offshore hefur verið sýknað af kröfum fyrrverandi forstjóra þess, Steingríms Erlingssonar, en hann krafði félagið um ógreidd laun og orlof eftir að honum var vikið úr starfi árið 2015. Fáfnir Offshore stefndi Steingrími og félagi hans Fáfni Holding með gagnkröfu fyrir trúnaðarbrot og aðrar sakir í starfi sínu. Voru Steingrímur og félag hans einnig sýknuð og fellur allur málskostnaður niður. Málið var dómtekið í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir rakti málið ítarlega um daginn þegar aðalmeðferð þess fór fram, þann 1. desember.Sjá einnig: Fyrrverandi forstjóri Fáfnis: „Þetta hefur snert æru mína og haft áhrif“Fréttablaðið greindi frá því í júní á þessu ári að Steingrímur hefði stefnt Fáfni Offshore og krefðist þess að fá greiddan sex mánaða uppsagnarfrest og orlof en honum var sagt upp í desember árið 2015. Samningi hans var síðan rift í lok febrúar og hlaut hann því einungis launagreiðslur fyrir desember- og janúarmánuð. Gagnstefna forsvarsmanna Fáfnis Offshore byggði á því að Steingrímur hafi í kjölfar uppsagnar tekið með sér lausa muni sem skráðir voru í eigu félagsins. Um er að ræða Hewlett Packard borðtölvu, farsíma og sófa.Horfin tölva, óafhentir póstar og Kastljósviðtal Honum var einnig gefið að sök að hafa ógnað hagsmunum fyrirtækisins með því að afhenda ekki tölvupósta og gögn á vegum félagsins þegar samningaviðræður stóðu yfir við sýslumanninn á Svalbarða um framlengingu á útleigu olíuleitarskipsins Polarsyssel úr 6 í 9 mánuði á ári. Að sama skapi hafi hann ógnað hagsmunum félagsins með því að fara í viðtal í Kastljósinu þar sem hann greindi frá stöðu þess. Steingrímur sagði viðtalið ekki hafa haft áhrif, hann hafi ákveðið að mæta í það sem hluthafi félagsins en ekki forstjóri þess, en á þeim tíma vann hann af sér uppsagnarfrest. Steingrímur kannaðist ekki við að hafa tekið tölvu í leyfisleysi frá félaginu en forsvarsmenn Fáfnis Offshore fengu vitni fyrir dóminn sem segja Steingrím hafa nálgast sig að fyrra bragði og beðið þá að taka afrit af hörðum diski tölvunnar og farga henni að því loknu eða setja í geymslu. Steingrímur sagði mikla sorg ríkja í hjarta sínu yfir málinu þegar aðalmeðferðin fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. „Þetta hefur snert æru mína og haft áhrif – það vita allir sem mig þekkja.“ Í dómsorði héraðsdóms segir:„Gagnstefnandi, Fáfnir Offshore ehf., er sýkn af kröfu aðalstefnanda, Steingríms Bjarna Erlingssonar. Aðalstefnandi og gagnstefndi, Fáfnir Holding ehf., eru sýknir af kröfu gagnstefnanda. Málskostnaður fellur niður.“
Tengdar fréttir Fyrrverandi forstjóri Fáfnis: „Þetta hefur snert æru mína og haft áhrif“ Steingrímur Erlingsson krefst ógreiddra launa og orlofs frá Fáfni Offshore, en honum var vikið úr starfi frá félaginu árið 2015. Fyrirtækið stefnir honum á móti fyrir brot á trúnaðarskyldum og að hafa haft með sér lausa muni frá félaginu. 5. desember 2017 09:15 Kröfur ganga á víxl í kjölfar brottreksturs stofnanda Fáfnis Offshore Steingrímur Erlingsson, fyrrverandi forstjóri Fáfnis Offshore, hefur stefnt fyrirtækinu og krefst þess að fá greiddan sex mánaða uppsagnarfrest og orlof. 16. júní 2017 07:00 Afskrifuðu Fáfni Viking sem kostaði rúman milljarð króna Fáfnir Offshore hefur fært niður fjárfestingu í olíuþjónustuskipinu Fáfni Viking. 12. október 2017 06:00 Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Fyrrverandi forstjóri Fáfnis: „Þetta hefur snert æru mína og haft áhrif“ Steingrímur Erlingsson krefst ógreiddra launa og orlofs frá Fáfni Offshore, en honum var vikið úr starfi frá félaginu árið 2015. Fyrirtækið stefnir honum á móti fyrir brot á trúnaðarskyldum og að hafa haft með sér lausa muni frá félaginu. 5. desember 2017 09:15
Kröfur ganga á víxl í kjölfar brottreksturs stofnanda Fáfnis Offshore Steingrímur Erlingsson, fyrrverandi forstjóri Fáfnis Offshore, hefur stefnt fyrirtækinu og krefst þess að fá greiddan sex mánaða uppsagnarfrest og orlof. 16. júní 2017 07:00
Afskrifuðu Fáfni Viking sem kostaði rúman milljarð króna Fáfnir Offshore hefur fært niður fjárfestingu í olíuþjónustuskipinu Fáfni Viking. 12. október 2017 06:00