Lífið kynningar

Predikararstelpan eftir Tapio Koivukari

Þegar Sigurður þýddi fyrstu bókina fann hann hvað það er rosalega spennandi og hann hefur ekki gert annað í tíu ár.  MYND/STEFÁN
Þegar Sigurður þýddi fyrstu bókina fann hann hvað það er rosalega spennandi og hann hefur ekki gert annað í tíu ár. MYND/STEFÁN

KYNNING „Predikarastelpan segir frá ungri stúlku sem liggur á sjúkrahúsi eftir botnlangaskurð þegar englar himins birtast henni. Í framhaldinu leiðir það til þess að hún fer að halda predikanir og boða guðsorð. Sagan gerist í Finnlandi árið 1949 og hefur sannsögulegan grunn. Á þessum tíma var stutt frá stríði Finna og Sovétmanna sem lauk með friðarsamningum. Þetta var óvissutímabil og ekki friðvænlegt í heiminum, stórveldin farin að smíða atómbombur sem jók trú fólks á að heimurinn væri að farast. Þetta andrúmsloft kemur vel fram í sögunni,“ segir Sigurður sem ákvað að læra finnsku þegar tími gæfist til og bjó svo í sjö ár í Finnlandi.

„Þegar ég þýddi fyrstu bókina fann ég hvað það er rosalega spennandi og ég hef ekki gert annað í tíu ár.“

Sigurður segir það hafa verið mikla áskorun að þýða Predikarastelpuna. „Það er ekki auðvelt að þýða bækur eftir Tapio Koivukari. Hann hefur sinn sérstaka stíl og fær alltaf góðar umsagnir um málfarið á bókum sínum. Það var því gaman að takast á við að skila því í þýðingunni,“ segir Sigurður.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.