Dregið verði úr ríkisstyrkjum til ósjálfbærra fiskveiða Daníel Freyr Birkisson skrifar 12. desember 2017 11:53 Guðlaugur Þór, utanríkisráðherra, flytur erindi í Buenos Aires. utanríkisráðuneytið Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, kom fram fyrir Íslands hönd á 11. ráðherrafundi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) í Buenos Aires í Argentínu í gær. Þar ítrekaði hann mikilvægi WTO og hlutverki stofnunarinnar í að efla viðskipti milli ríkja, stuðla að þróun og efnahagslegri uppbyggingu við úrlausn deilumála í viðskiptatengdum málefnum. „Ég lagði áherslu á að skilaboð ráðherrafundarins væru skýr um að lokið verði við gerð samnings um að draga úr ríkisstyrkjum til ósjálfbærra og skaðlegra fiskveiða strax á næsta ári svo samningurinn geti tekið gildi fyrir árið 2020, eins og kveðið er á um í Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna,“ sagði Guðlaugur Þór. Þá fagnaði Guðlaugur því að mikill meirihluti WTO-aðildarríkjanna sé fylgjandi því að jafnréttismál séu sett á dagskrá í umræðum um alþjóðaviðskipti. Yfirlýsing um viðskipti og valdeflingu kvenna, verður kynnt í dag en Ísland hefur verið í fararbroddi við gerð þessarar yfirýsingar. Ísland leggur einnig áherslu á að WTO vinni að málefnum örsmárra, lítilla og meðalstórra fyrirtækja, sem og að rafrænum viðskiptum og hefjist handa við að draga úr ríkisstyrkjum tengdum jarðefnaeldsneyti. Á fundinum mun Guðlaugur Þór undirrita samstarfsyfirlýsingu EFTA og Nígeríu ásamt öðrum ráðherrum EFTA-ríkjanna. Hann segir mikil tækifæri felast í því að dýpka samstarf EFTA og Nígeríu um fríverslun. Nígería sé eitt helsta viðskiptaland Íslands og aðalmarkaðurinn fyrir þurrkaðar fiskafurðir. Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, kom fram fyrir Íslands hönd á 11. ráðherrafundi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) í Buenos Aires í Argentínu í gær. Þar ítrekaði hann mikilvægi WTO og hlutverki stofnunarinnar í að efla viðskipti milli ríkja, stuðla að þróun og efnahagslegri uppbyggingu við úrlausn deilumála í viðskiptatengdum málefnum. „Ég lagði áherslu á að skilaboð ráðherrafundarins væru skýr um að lokið verði við gerð samnings um að draga úr ríkisstyrkjum til ósjálfbærra og skaðlegra fiskveiða strax á næsta ári svo samningurinn geti tekið gildi fyrir árið 2020, eins og kveðið er á um í Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna,“ sagði Guðlaugur Þór. Þá fagnaði Guðlaugur því að mikill meirihluti WTO-aðildarríkjanna sé fylgjandi því að jafnréttismál séu sett á dagskrá í umræðum um alþjóðaviðskipti. Yfirlýsing um viðskipti og valdeflingu kvenna, verður kynnt í dag en Ísland hefur verið í fararbroddi við gerð þessarar yfirýsingar. Ísland leggur einnig áherslu á að WTO vinni að málefnum örsmárra, lítilla og meðalstórra fyrirtækja, sem og að rafrænum viðskiptum og hefjist handa við að draga úr ríkisstyrkjum tengdum jarðefnaeldsneyti. Á fundinum mun Guðlaugur Þór undirrita samstarfsyfirlýsingu EFTA og Nígeríu ásamt öðrum ráðherrum EFTA-ríkjanna. Hann segir mikil tækifæri felast í því að dýpka samstarf EFTA og Nígeríu um fríverslun. Nígería sé eitt helsta viðskiptaland Íslands og aðalmarkaðurinn fyrir þurrkaðar fiskafurðir.
Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur