Fjárfesting Skeljungs innspýting og útlit fyrir að Heimkaup skili hagnaði Haraldur Guðmundsson skrifar 13. desember 2017 10:00 Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri og einn eigenda Heimkaups, segir neytendur hafa haldið að sér höndum fram að opnun Costco. Vísir/Eyþór „Þessi innspýting kemur að góðum notum en við ætlum að fjölga vöruflokkum og til þess þarf fjármagn,“ segir Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Wedo ehf., sem á og rekur vefverslanirnar Heimkaup, Hópkaup og Bland, um kaup Skeljungs á þriðjungshlut í fyrirtækinu í hlutafjáraukningu síðasta föstudag upp á 280 milljónir króna. „Við þurfum meira fjármagn til að auka úrval og nýta nýtt samstarf okkar við Euronics til fulls. Svo er rétt að benda á að Skeljungur á gríðarlega mikið af góðum staðsetningum og við sjáum ákveðin tækifæri í nýtingu þeirra.“ Wedo hefur eins og kom fram í tilkynningunni um fjárfestingu Skeljungs vaxið ört á undanförnum árum. Áætluð velta í ár er um 1,1 milljarður króna en í fyrra nam hún 830 milljónum. Fyrirtækið var þá rekið með 103 milljóna króna tapi og neikvæðri afkomu upp á 156 milljónir árið 2015. Í hluthafahópi þess má meðal annars finna Guðmund, Inga Guðjónsson, fjárfesti og fyrrverandi forstjóra Lyfju og Fjölvar Darra Rafnsson, stjórnarformann Wedo. „Við skríðum yfir núllið í ár í fyrsta sinn og sjáum fram á jákvæða EBITDA. Fyrri partur ársins var svolítið erfiður hjá okkur en eftir mitt ár fór þetta á flug og það eru að mínu mati nokkrar ástæður fyrir því. Ein ástæðan er sú að við fundum fyrir tregðu á markaðnum áður en Costco opnaði. Eftir opnun hjá þeim og frá júlí og til dagsins í dag erum við með gríðarlega aukningu,“ segir Guðmundur. Samstarfið við Euronics, sem er innkaupasamband 8.800 verslana í Evrópu, tryggir Heimkaup að sögn Guðmundar betra innkaupsverð í krafti stærðar sambandsins hjá öllum stærstu raftækjaframleiðendum heims. Augljóst er að hann vill auka vöruúrval enn frekar og telur það lykilinn að frekari vexti fyrirtækisins. Verslunin er nú með um 36 þúsund vörunúmer á lager sem er aukning um rúmlega ellefu þúsund síðan á sama tíma í fyrra. „Hvern einasta dag erum við að bæta við 45-50 númerum. Ef við setjum þessa tölu í samhengi og tökum dæmigerða Bónusverslun sem dæmi þá eru hún með í kringum 3.500 vörunúmer á lager. Íslenskur stórmarkaður sem gerir út á úrval er með 15 þúsund númer. Þegar við horfum á næsta ár þá ætlum við að auka úrvalið og þannig söluna og við stækkum. Við vorum um tíma í hefðbundinni smásölu og áttum Skífuna og Gamestöðina. Þá áttum við erfitt með að samnýta innviði á þann hátt að úr því yrðu alvöru samlegðaráhrif. Það sem við ákváðum var að draga okkur út úr hefðbundinni smásölu og fjárfesta í netverslun. Hinir svokölluðu „pure play“ aðilar, eða þeir sem setja öll sín egg í sömu körfuna, eru að ná meiri árangri en þeir sem eru með alla anga úti.“ Aðspurður hvaða fyrirtæki Heimkaup eigi helst í samkeppni við nefnir Guðmundur fyrst Elko og síðan minni vefverslanir eins og Skór.is og Aha.is Aftur á móti er niðurstaðan sú að þeirra helsti keppinautur sé Amazon og aðrir erlendir vefverslunarrisar. „Elko er að gera fína hluti á netinu og er öflugt fyrirtæki. Við erum að fara í mikla samkeppni við þá og það sjá allir sem vilja. Amazon er aftur á móti miklu stærri samkeppnisaðili og við leggjum mikla áherslu á að heimsendingin okkar sé samdægurs. Það er náttúrulega vegna þess að ef ég ætla að koma heim til þín eftir tvo til þrjá daga er ég kominn nálægt því sem þeir eða ASOS eða aðrir geta boðið. Við horfum því meira út fyrir landsteinana þegar kemur að samkeppnisaðilum,“ segir Guðmundur. „Mín skoðun er einföld eða að íslenskar vefverslanir hafi ekki boðið nógu gott úrval, verð og þjónustu. Það rek ég til þess að upp úr 2007 voru miklar breytingar hér á Íslandi þar sem þessir stóru smásalar enduðu allir í fanginu á bönkum og lífeyrissjóðum og þar var kannski minni áhugi á nýjungum sem á sama tíma hefðu keppt við þeirra eigin infrastrúktúr. Þar sem var fyrirséð að menn þyrftu að borga með sér í einhvern tíma. Þess vegna vil ég meina að þetta hafi verið á framboðsendanum frekar en að Íslendingar hafi verið minna reiðubúnir til að nýta sér vefverslun.“ haraldur@frettabladid.is Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
„Þessi innspýting kemur að góðum notum en við ætlum að fjölga vöruflokkum og til þess þarf fjármagn,“ segir Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Wedo ehf., sem á og rekur vefverslanirnar Heimkaup, Hópkaup og Bland, um kaup Skeljungs á þriðjungshlut í fyrirtækinu í hlutafjáraukningu síðasta föstudag upp á 280 milljónir króna. „Við þurfum meira fjármagn til að auka úrval og nýta nýtt samstarf okkar við Euronics til fulls. Svo er rétt að benda á að Skeljungur á gríðarlega mikið af góðum staðsetningum og við sjáum ákveðin tækifæri í nýtingu þeirra.“ Wedo hefur eins og kom fram í tilkynningunni um fjárfestingu Skeljungs vaxið ört á undanförnum árum. Áætluð velta í ár er um 1,1 milljarður króna en í fyrra nam hún 830 milljónum. Fyrirtækið var þá rekið með 103 milljóna króna tapi og neikvæðri afkomu upp á 156 milljónir árið 2015. Í hluthafahópi þess má meðal annars finna Guðmund, Inga Guðjónsson, fjárfesti og fyrrverandi forstjóra Lyfju og Fjölvar Darra Rafnsson, stjórnarformann Wedo. „Við skríðum yfir núllið í ár í fyrsta sinn og sjáum fram á jákvæða EBITDA. Fyrri partur ársins var svolítið erfiður hjá okkur en eftir mitt ár fór þetta á flug og það eru að mínu mati nokkrar ástæður fyrir því. Ein ástæðan er sú að við fundum fyrir tregðu á markaðnum áður en Costco opnaði. Eftir opnun hjá þeim og frá júlí og til dagsins í dag erum við með gríðarlega aukningu,“ segir Guðmundur. Samstarfið við Euronics, sem er innkaupasamband 8.800 verslana í Evrópu, tryggir Heimkaup að sögn Guðmundar betra innkaupsverð í krafti stærðar sambandsins hjá öllum stærstu raftækjaframleiðendum heims. Augljóst er að hann vill auka vöruúrval enn frekar og telur það lykilinn að frekari vexti fyrirtækisins. Verslunin er nú með um 36 þúsund vörunúmer á lager sem er aukning um rúmlega ellefu þúsund síðan á sama tíma í fyrra. „Hvern einasta dag erum við að bæta við 45-50 númerum. Ef við setjum þessa tölu í samhengi og tökum dæmigerða Bónusverslun sem dæmi þá eru hún með í kringum 3.500 vörunúmer á lager. Íslenskur stórmarkaður sem gerir út á úrval er með 15 þúsund númer. Þegar við horfum á næsta ár þá ætlum við að auka úrvalið og þannig söluna og við stækkum. Við vorum um tíma í hefðbundinni smásölu og áttum Skífuna og Gamestöðina. Þá áttum við erfitt með að samnýta innviði á þann hátt að úr því yrðu alvöru samlegðaráhrif. Það sem við ákváðum var að draga okkur út úr hefðbundinni smásölu og fjárfesta í netverslun. Hinir svokölluðu „pure play“ aðilar, eða þeir sem setja öll sín egg í sömu körfuna, eru að ná meiri árangri en þeir sem eru með alla anga úti.“ Aðspurður hvaða fyrirtæki Heimkaup eigi helst í samkeppni við nefnir Guðmundur fyrst Elko og síðan minni vefverslanir eins og Skór.is og Aha.is Aftur á móti er niðurstaðan sú að þeirra helsti keppinautur sé Amazon og aðrir erlendir vefverslunarrisar. „Elko er að gera fína hluti á netinu og er öflugt fyrirtæki. Við erum að fara í mikla samkeppni við þá og það sjá allir sem vilja. Amazon er aftur á móti miklu stærri samkeppnisaðili og við leggjum mikla áherslu á að heimsendingin okkar sé samdægurs. Það er náttúrulega vegna þess að ef ég ætla að koma heim til þín eftir tvo til þrjá daga er ég kominn nálægt því sem þeir eða ASOS eða aðrir geta boðið. Við horfum því meira út fyrir landsteinana þegar kemur að samkeppnisaðilum,“ segir Guðmundur. „Mín skoðun er einföld eða að íslenskar vefverslanir hafi ekki boðið nógu gott úrval, verð og þjónustu. Það rek ég til þess að upp úr 2007 voru miklar breytingar hér á Íslandi þar sem þessir stóru smásalar enduðu allir í fanginu á bönkum og lífeyrissjóðum og þar var kannski minni áhugi á nýjungum sem á sama tíma hefðu keppt við þeirra eigin infrastrúktúr. Þar sem var fyrirséð að menn þyrftu að borga með sér í einhvern tíma. Þess vegna vil ég meina að þetta hafi verið á framboðsendanum frekar en að Íslendingar hafi verið minna reiðubúnir til að nýta sér vefverslun.“ haraldur@frettabladid.is
Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur