Fjárfesting Skeljungs innspýting og útlit fyrir að Heimkaup skili hagnaði Haraldur Guðmundsson skrifar 13. desember 2017 10:00 Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri og einn eigenda Heimkaups, segir neytendur hafa haldið að sér höndum fram að opnun Costco. Vísir/Eyþór „Þessi innspýting kemur að góðum notum en við ætlum að fjölga vöruflokkum og til þess þarf fjármagn,“ segir Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Wedo ehf., sem á og rekur vefverslanirnar Heimkaup, Hópkaup og Bland, um kaup Skeljungs á þriðjungshlut í fyrirtækinu í hlutafjáraukningu síðasta föstudag upp á 280 milljónir króna. „Við þurfum meira fjármagn til að auka úrval og nýta nýtt samstarf okkar við Euronics til fulls. Svo er rétt að benda á að Skeljungur á gríðarlega mikið af góðum staðsetningum og við sjáum ákveðin tækifæri í nýtingu þeirra.“ Wedo hefur eins og kom fram í tilkynningunni um fjárfestingu Skeljungs vaxið ört á undanförnum árum. Áætluð velta í ár er um 1,1 milljarður króna en í fyrra nam hún 830 milljónum. Fyrirtækið var þá rekið með 103 milljóna króna tapi og neikvæðri afkomu upp á 156 milljónir árið 2015. Í hluthafahópi þess má meðal annars finna Guðmund, Inga Guðjónsson, fjárfesti og fyrrverandi forstjóra Lyfju og Fjölvar Darra Rafnsson, stjórnarformann Wedo. „Við skríðum yfir núllið í ár í fyrsta sinn og sjáum fram á jákvæða EBITDA. Fyrri partur ársins var svolítið erfiður hjá okkur en eftir mitt ár fór þetta á flug og það eru að mínu mati nokkrar ástæður fyrir því. Ein ástæðan er sú að við fundum fyrir tregðu á markaðnum áður en Costco opnaði. Eftir opnun hjá þeim og frá júlí og til dagsins í dag erum við með gríðarlega aukningu,“ segir Guðmundur. Samstarfið við Euronics, sem er innkaupasamband 8.800 verslana í Evrópu, tryggir Heimkaup að sögn Guðmundar betra innkaupsverð í krafti stærðar sambandsins hjá öllum stærstu raftækjaframleiðendum heims. Augljóst er að hann vill auka vöruúrval enn frekar og telur það lykilinn að frekari vexti fyrirtækisins. Verslunin er nú með um 36 þúsund vörunúmer á lager sem er aukning um rúmlega ellefu þúsund síðan á sama tíma í fyrra. „Hvern einasta dag erum við að bæta við 45-50 númerum. Ef við setjum þessa tölu í samhengi og tökum dæmigerða Bónusverslun sem dæmi þá eru hún með í kringum 3.500 vörunúmer á lager. Íslenskur stórmarkaður sem gerir út á úrval er með 15 þúsund númer. Þegar við horfum á næsta ár þá ætlum við að auka úrvalið og þannig söluna og við stækkum. Við vorum um tíma í hefðbundinni smásölu og áttum Skífuna og Gamestöðina. Þá áttum við erfitt með að samnýta innviði á þann hátt að úr því yrðu alvöru samlegðaráhrif. Það sem við ákváðum var að draga okkur út úr hefðbundinni smásölu og fjárfesta í netverslun. Hinir svokölluðu „pure play“ aðilar, eða þeir sem setja öll sín egg í sömu körfuna, eru að ná meiri árangri en þeir sem eru með alla anga úti.“ Aðspurður hvaða fyrirtæki Heimkaup eigi helst í samkeppni við nefnir Guðmundur fyrst Elko og síðan minni vefverslanir eins og Skór.is og Aha.is Aftur á móti er niðurstaðan sú að þeirra helsti keppinautur sé Amazon og aðrir erlendir vefverslunarrisar. „Elko er að gera fína hluti á netinu og er öflugt fyrirtæki. Við erum að fara í mikla samkeppni við þá og það sjá allir sem vilja. Amazon er aftur á móti miklu stærri samkeppnisaðili og við leggjum mikla áherslu á að heimsendingin okkar sé samdægurs. Það er náttúrulega vegna þess að ef ég ætla að koma heim til þín eftir tvo til þrjá daga er ég kominn nálægt því sem þeir eða ASOS eða aðrir geta boðið. Við horfum því meira út fyrir landsteinana þegar kemur að samkeppnisaðilum,“ segir Guðmundur. „Mín skoðun er einföld eða að íslenskar vefverslanir hafi ekki boðið nógu gott úrval, verð og þjónustu. Það rek ég til þess að upp úr 2007 voru miklar breytingar hér á Íslandi þar sem þessir stóru smásalar enduðu allir í fanginu á bönkum og lífeyrissjóðum og þar var kannski minni áhugi á nýjungum sem á sama tíma hefðu keppt við þeirra eigin infrastrúktúr. Þar sem var fyrirséð að menn þyrftu að borga með sér í einhvern tíma. Þess vegna vil ég meina að þetta hafi verið á framboðsendanum frekar en að Íslendingar hafi verið minna reiðubúnir til að nýta sér vefverslun.“ haraldur@frettabladid.is Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
„Þessi innspýting kemur að góðum notum en við ætlum að fjölga vöruflokkum og til þess þarf fjármagn,“ segir Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Wedo ehf., sem á og rekur vefverslanirnar Heimkaup, Hópkaup og Bland, um kaup Skeljungs á þriðjungshlut í fyrirtækinu í hlutafjáraukningu síðasta föstudag upp á 280 milljónir króna. „Við þurfum meira fjármagn til að auka úrval og nýta nýtt samstarf okkar við Euronics til fulls. Svo er rétt að benda á að Skeljungur á gríðarlega mikið af góðum staðsetningum og við sjáum ákveðin tækifæri í nýtingu þeirra.“ Wedo hefur eins og kom fram í tilkynningunni um fjárfestingu Skeljungs vaxið ört á undanförnum árum. Áætluð velta í ár er um 1,1 milljarður króna en í fyrra nam hún 830 milljónum. Fyrirtækið var þá rekið með 103 milljóna króna tapi og neikvæðri afkomu upp á 156 milljónir árið 2015. Í hluthafahópi þess má meðal annars finna Guðmund, Inga Guðjónsson, fjárfesti og fyrrverandi forstjóra Lyfju og Fjölvar Darra Rafnsson, stjórnarformann Wedo. „Við skríðum yfir núllið í ár í fyrsta sinn og sjáum fram á jákvæða EBITDA. Fyrri partur ársins var svolítið erfiður hjá okkur en eftir mitt ár fór þetta á flug og það eru að mínu mati nokkrar ástæður fyrir því. Ein ástæðan er sú að við fundum fyrir tregðu á markaðnum áður en Costco opnaði. Eftir opnun hjá þeim og frá júlí og til dagsins í dag erum við með gríðarlega aukningu,“ segir Guðmundur. Samstarfið við Euronics, sem er innkaupasamband 8.800 verslana í Evrópu, tryggir Heimkaup að sögn Guðmundar betra innkaupsverð í krafti stærðar sambandsins hjá öllum stærstu raftækjaframleiðendum heims. Augljóst er að hann vill auka vöruúrval enn frekar og telur það lykilinn að frekari vexti fyrirtækisins. Verslunin er nú með um 36 þúsund vörunúmer á lager sem er aukning um rúmlega ellefu þúsund síðan á sama tíma í fyrra. „Hvern einasta dag erum við að bæta við 45-50 númerum. Ef við setjum þessa tölu í samhengi og tökum dæmigerða Bónusverslun sem dæmi þá eru hún með í kringum 3.500 vörunúmer á lager. Íslenskur stórmarkaður sem gerir út á úrval er með 15 þúsund númer. Þegar við horfum á næsta ár þá ætlum við að auka úrvalið og þannig söluna og við stækkum. Við vorum um tíma í hefðbundinni smásölu og áttum Skífuna og Gamestöðina. Þá áttum við erfitt með að samnýta innviði á þann hátt að úr því yrðu alvöru samlegðaráhrif. Það sem við ákváðum var að draga okkur út úr hefðbundinni smásölu og fjárfesta í netverslun. Hinir svokölluðu „pure play“ aðilar, eða þeir sem setja öll sín egg í sömu körfuna, eru að ná meiri árangri en þeir sem eru með alla anga úti.“ Aðspurður hvaða fyrirtæki Heimkaup eigi helst í samkeppni við nefnir Guðmundur fyrst Elko og síðan minni vefverslanir eins og Skór.is og Aha.is Aftur á móti er niðurstaðan sú að þeirra helsti keppinautur sé Amazon og aðrir erlendir vefverslunarrisar. „Elko er að gera fína hluti á netinu og er öflugt fyrirtæki. Við erum að fara í mikla samkeppni við þá og það sjá allir sem vilja. Amazon er aftur á móti miklu stærri samkeppnisaðili og við leggjum mikla áherslu á að heimsendingin okkar sé samdægurs. Það er náttúrulega vegna þess að ef ég ætla að koma heim til þín eftir tvo til þrjá daga er ég kominn nálægt því sem þeir eða ASOS eða aðrir geta boðið. Við horfum því meira út fyrir landsteinana þegar kemur að samkeppnisaðilum,“ segir Guðmundur. „Mín skoðun er einföld eða að íslenskar vefverslanir hafi ekki boðið nógu gott úrval, verð og þjónustu. Það rek ég til þess að upp úr 2007 voru miklar breytingar hér á Íslandi þar sem þessir stóru smásalar enduðu allir í fanginu á bönkum og lífeyrissjóðum og þar var kannski minni áhugi á nýjungum sem á sama tíma hefðu keppt við þeirra eigin infrastrúktúr. Þar sem var fyrirséð að menn þyrftu að borga með sér í einhvern tíma. Þess vegna vil ég meina að þetta hafi verið á framboðsendanum frekar en að Íslendingar hafi verið minna reiðubúnir til að nýta sér vefverslun.“ haraldur@frettabladid.is
Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira