Boðar til mótmæla vegna fyrirhugaðra bónusgreiðslna Klakka Daníel Freyr Birkisson skrifar 13. desember 2017 10:34 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Magnús Scheving Thorsteinsson, forstjóri Klakka. vísir „Mér er svo gjörsamlega misboðið að ég á varla til eitt einasta aukatekið orð,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í Facebook-færslu þar sem hann lýsir yfir vonbrigðum sínum með fyrirhugaðan bónuspott stjórnenda eignarhaldsfélagsins Klakka upp á 550 milljónir króna. Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins, greindi frá bónuslaunum stjórnenda félagsins í morgun. Ragnar spyr á Facebook-síðu sinni hvort fólk hafi áhuga á því að mótmæla fyrir utan Klakka í Ármúla 1, föstudaginn næstkomandi kl. 13 með því að þeyta úr bílflautum. „Fólk gæti keyrt framhjá þegar það á lausan tíma um hádegisbil eða þess vegna allan föstudaginn og látið óánægju sína í ljós með því að flauta fyrir utan eða þegar það keyrir framhjá. Er einhver stemning fyrir þessu?“ Hann segir þetta sorglegt ástand og er greinilega heitt í hamsi. „Að stjórnendur skuli voga sér að þiggja slíka bónusa er ekki bara grátlegt heldur algjörlega siðlaust. Þeim væri nær að skila þessum peningum til þeirra sem enn eiga um sárt að binda vegna þess skaða sem fyrirtækin ollu íslensku samfélagi. Að ofurlaunaðir stjórnendur skuli hugsanlega taka til sín allt að 60 milljónir hver í bónusgreiðslur er ekkert annað en viðbjóðslegt.“Sjá einnig: Samþykktu 550 milljóna bónuspott fyrir stjórnendur KlakkaStjórnendur og stjórnarmenn eignarhaldsfélagsins Klakka samþykktu á hluthafafundi á mánudag tillögu að kaupaukakerfi sem nær til þriggja starfsmanna, meðal annars forstjórans Magnúsar Scheving Thorsteinssonar, og sex manna stjórnar Klakka. Bónusarnir eru fyrirhugaðir vegna sölu á eignaleigufyrirtækinu Lykli, áður Lýsing, sem og vegna annarra eigna félagsins sem hafa þegar verið seldar á síðustu árum. Gætu stjórnendur því fengið allt að 60 milljónir króna á mann. Lífeyrissjóðir í hluthafahópi Klakka sendu ekki fulltrúa á fundinn til að greiða atkvæði um kaupaukakerfið, samkvæmt heimildum Markaðarins, en mætt var á fundinn fyrir hönd hluthafa sem eiga samtals 89,2 prósent hlut í Klakka.Hér má sjá Facebook-færslu Ragnars Þórs í heild. Tengdar fréttir Samþykktu 550 milljóna bónuspott fyrir stjórnendur Klakka Hluthafar Klakka, sem á Lykil, samþykktu kaupaukakerfi fyrir níu stjórnendur og stjórnarmenn félagsins. Lífeyrissjóðir eiga um 6 prósenta hlut en mættu ekki til að greiða atkvæði um kerfið. Hafa stutt stjórnarmann sem á rétt á bónus. 13. desember 2017 06:15 Ætla að selja Lykil Norræni fjárfestingarbankinn Beringer Finance hefur umsjón með söluferlinu en bankinn varð hlutskarpastur í valferli Klakka sem fram fór fyrr á þessu ári. 12. desember 2017 17:16 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
„Mér er svo gjörsamlega misboðið að ég á varla til eitt einasta aukatekið orð,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í Facebook-færslu þar sem hann lýsir yfir vonbrigðum sínum með fyrirhugaðan bónuspott stjórnenda eignarhaldsfélagsins Klakka upp á 550 milljónir króna. Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins, greindi frá bónuslaunum stjórnenda félagsins í morgun. Ragnar spyr á Facebook-síðu sinni hvort fólk hafi áhuga á því að mótmæla fyrir utan Klakka í Ármúla 1, föstudaginn næstkomandi kl. 13 með því að þeyta úr bílflautum. „Fólk gæti keyrt framhjá þegar það á lausan tíma um hádegisbil eða þess vegna allan föstudaginn og látið óánægju sína í ljós með því að flauta fyrir utan eða þegar það keyrir framhjá. Er einhver stemning fyrir þessu?“ Hann segir þetta sorglegt ástand og er greinilega heitt í hamsi. „Að stjórnendur skuli voga sér að þiggja slíka bónusa er ekki bara grátlegt heldur algjörlega siðlaust. Þeim væri nær að skila þessum peningum til þeirra sem enn eiga um sárt að binda vegna þess skaða sem fyrirtækin ollu íslensku samfélagi. Að ofurlaunaðir stjórnendur skuli hugsanlega taka til sín allt að 60 milljónir hver í bónusgreiðslur er ekkert annað en viðbjóðslegt.“Sjá einnig: Samþykktu 550 milljóna bónuspott fyrir stjórnendur KlakkaStjórnendur og stjórnarmenn eignarhaldsfélagsins Klakka samþykktu á hluthafafundi á mánudag tillögu að kaupaukakerfi sem nær til þriggja starfsmanna, meðal annars forstjórans Magnúsar Scheving Thorsteinssonar, og sex manna stjórnar Klakka. Bónusarnir eru fyrirhugaðir vegna sölu á eignaleigufyrirtækinu Lykli, áður Lýsing, sem og vegna annarra eigna félagsins sem hafa þegar verið seldar á síðustu árum. Gætu stjórnendur því fengið allt að 60 milljónir króna á mann. Lífeyrissjóðir í hluthafahópi Klakka sendu ekki fulltrúa á fundinn til að greiða atkvæði um kaupaukakerfið, samkvæmt heimildum Markaðarins, en mætt var á fundinn fyrir hönd hluthafa sem eiga samtals 89,2 prósent hlut í Klakka.Hér má sjá Facebook-færslu Ragnars Þórs í heild.
Tengdar fréttir Samþykktu 550 milljóna bónuspott fyrir stjórnendur Klakka Hluthafar Klakka, sem á Lykil, samþykktu kaupaukakerfi fyrir níu stjórnendur og stjórnarmenn félagsins. Lífeyrissjóðir eiga um 6 prósenta hlut en mættu ekki til að greiða atkvæði um kerfið. Hafa stutt stjórnarmann sem á rétt á bónus. 13. desember 2017 06:15 Ætla að selja Lykil Norræni fjárfestingarbankinn Beringer Finance hefur umsjón með söluferlinu en bankinn varð hlutskarpastur í valferli Klakka sem fram fór fyrr á þessu ári. 12. desember 2017 17:16 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Samþykktu 550 milljóna bónuspott fyrir stjórnendur Klakka Hluthafar Klakka, sem á Lykil, samþykktu kaupaukakerfi fyrir níu stjórnendur og stjórnarmenn félagsins. Lífeyrissjóðir eiga um 6 prósenta hlut en mættu ekki til að greiða atkvæði um kerfið. Hafa stutt stjórnarmann sem á rétt á bónus. 13. desember 2017 06:15
Ætla að selja Lykil Norræni fjárfestingarbankinn Beringer Finance hefur umsjón með söluferlinu en bankinn varð hlutskarpastur í valferli Klakka sem fram fór fyrr á þessu ári. 12. desember 2017 17:16
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent