Viðskipti innlent

Konráð nýr hagfræðingur Viðskiptaráðs

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Konráð S. Guðjónsson skiptir um starfsvettvang.
Konráð S. Guðjónsson skiptir um starfsvettvang. Aðsend
Hagfræðingurinn Konráð S. Guðjónsson mun taka við starfi Kristrúnar Frostadóttur sem hagfræðingur Viðskiptaráðs. Konráð mun taka til starfa þann 15. janúar en Kristrún verður aðalhagfræðingur Kvikubanka.

Haft er eftir Ástu S. Fjeldsted, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs, í tilkynningu að þau sé spennt fyrir því að fá Konráð til starfa - „enda hefur hann góða reynslu og bakgrunn sem hæfir starfinu vel. Um leið þökkum við Kristrúnu fyrir vel unnin störf og gleðjumst yfir því að starfsfólk ráðsins sé svo eftirsótt sem raun ber vitni."

Í tilkynningu segir að Konráð komi til Viðskiptaráðs frá Arion banka þar sem þar sem hann hefur starfað sem sérfræðingur í greiningardeild í þrjú ár. Í greiningardeild vann Konráð að ýmsum greiningum og skýrslum á íslensku efnahagslífi, t.d. um ferðaþjónustu, húsnæðismarkað, krónuna og vaxtaþróun.

Þar áður starfaði Konráð um hríð sem hagfræðingur á skrifstofu forsetans í Tansaníu, hjá Hagfræðistofnun og sem starfsnemi hjá Þróunarsamvinnustofnun í Úganda. Þá hefur Konráð kennt hagfræði fasteignamarkaðarins við Endurmenntun Háskóla Íslands og veitt leiðsögn við laxveiði svo eitthvað sé nefnt.

Konráð er með meistaragráðu í hagfræði frá Warwick háskóla og með BS-próf í hagfræði frá Háskóla Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×