Gífurleg aukning í pakkasendingum Póstsins Daníel Freyr Birkisson skrifar 6. desember 2017 14:59 Aukning hefur orðið í sendingum Póstsins á pökkum innanlands. Fréttablaðið/Ernir Fleiri innlendir pakkar fóru í gegn hjá Póstinum í nóvember heldur en í öllum desembermánuði í fyrra og má rekja það til meiri netverslunar en hún hefur vaxið hratt á undanförnum árum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Póstinum. Aukninguna í nóvembermánuði má rekja til vinsælda netverslunardaganna þriggja – dagur einhleypra (Single‘s Day), svartur föstudagur (Black Friday) og netmánudagur (Cyber Monday) þar sem boðið er upp á ríflegan afslátt. Pakkamagnið í nóvember bendir einnig til þess að margir Íslendingar hafi ákveðið að vera ekki á síðustu stundu og hugað fyrr að jólagjafainnkaupum.Stöðug aukning í erlendri netverslun Erlend netverslun er einnig í stöðugum vexti. Þegar fyrstu ellefu mánuðir ársins eru bornir saman við sama tímabil í fyrra kemur í ljós að sendingum erlendis frá hefur fjölgað um rúm 60 prósent. Ekkert lát virðist vera á þessari aukningu og sérfræðingar spá því að netverslun Íslendinga haldi áfram aukast á næstu misserum. Í tilkynningunni segir Anna Katrín Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Póstsins, að innkaupavenjur Íslendinga séu að breytast. „Það er óhætt að segja að það sé mikið að gerast hjá okkur en við erum að afhenda sendingar að meðaltali á 12 sekúndna fresti í heimkeyrslu. Við tókum einnig upp þá nýbreytni nú í nóvember á höfuðborgarsvæðinu að keyra pakka út á laugardögum til að bregðast við aukningunni. Innkaupavenjur Íslendinga eru að breytast hratt og mörgum finnst þægilegt að versla á netinu. Fólk upplifir sig öruggara í þessum viðskiptum en það gerði fyrir nokkrum árum. Það er líka auðvelt að fylgjast með för sendingarinnar á netinu og ef fólk er búið að skrá sendingarnar hjá Póstinum fyrirfram þá gengur tollskoðunin hratt fyrir sig og fólk fær pakkana afhenta á skömmum tíma.“ Einnig voru tilkynntir síðustu öruggu skiladagar pakka og bréfa hjá póstinum en þeir eru eftirfarandi: Síðustu öruggu skiladagar pakka:Norðurlönd Economy: 8. desember Exprés og Priority: 15. desember TNT hraðsending: 19. desember Evrópa Economy: 8. desember Exprés og Priority: 13. desember TNT hraðsending: 19. desemberInnanlands Allir pakkar: 20. desemberÖnnur lönd Priority: 8. desember TNT hraðsending: 18. desember Síðustu öruggu skiladagar bréfa:Innanlands B-póstur: 18. desember A-póstur: 20. desember Evrópa B-póstur: 8. desember A-póstur: 15. desemberÖnnur lönd A-póstur: 8. desember Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Fleiri innlendir pakkar fóru í gegn hjá Póstinum í nóvember heldur en í öllum desembermánuði í fyrra og má rekja það til meiri netverslunar en hún hefur vaxið hratt á undanförnum árum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Póstinum. Aukninguna í nóvembermánuði má rekja til vinsælda netverslunardaganna þriggja – dagur einhleypra (Single‘s Day), svartur föstudagur (Black Friday) og netmánudagur (Cyber Monday) þar sem boðið er upp á ríflegan afslátt. Pakkamagnið í nóvember bendir einnig til þess að margir Íslendingar hafi ákveðið að vera ekki á síðustu stundu og hugað fyrr að jólagjafainnkaupum.Stöðug aukning í erlendri netverslun Erlend netverslun er einnig í stöðugum vexti. Þegar fyrstu ellefu mánuðir ársins eru bornir saman við sama tímabil í fyrra kemur í ljós að sendingum erlendis frá hefur fjölgað um rúm 60 prósent. Ekkert lát virðist vera á þessari aukningu og sérfræðingar spá því að netverslun Íslendinga haldi áfram aukast á næstu misserum. Í tilkynningunni segir Anna Katrín Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Póstsins, að innkaupavenjur Íslendinga séu að breytast. „Það er óhætt að segja að það sé mikið að gerast hjá okkur en við erum að afhenda sendingar að meðaltali á 12 sekúndna fresti í heimkeyrslu. Við tókum einnig upp þá nýbreytni nú í nóvember á höfuðborgarsvæðinu að keyra pakka út á laugardögum til að bregðast við aukningunni. Innkaupavenjur Íslendinga eru að breytast hratt og mörgum finnst þægilegt að versla á netinu. Fólk upplifir sig öruggara í þessum viðskiptum en það gerði fyrir nokkrum árum. Það er líka auðvelt að fylgjast með för sendingarinnar á netinu og ef fólk er búið að skrá sendingarnar hjá Póstinum fyrirfram þá gengur tollskoðunin hratt fyrir sig og fólk fær pakkana afhenta á skömmum tíma.“ Einnig voru tilkynntir síðustu öruggu skiladagar pakka og bréfa hjá póstinum en þeir eru eftirfarandi: Síðustu öruggu skiladagar pakka:Norðurlönd Economy: 8. desember Exprés og Priority: 15. desember TNT hraðsending: 19. desember Evrópa Economy: 8. desember Exprés og Priority: 13. desember TNT hraðsending: 19. desemberInnanlands Allir pakkar: 20. desemberÖnnur lönd Priority: 8. desember TNT hraðsending: 18. desember Síðustu öruggu skiladagar bréfa:Innanlands B-póstur: 18. desember A-póstur: 20. desember Evrópa B-póstur: 8. desember A-póstur: 15. desemberÖnnur lönd A-póstur: 8. desember
Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira