Gífurleg aukning í pakkasendingum Póstsins Daníel Freyr Birkisson skrifar 6. desember 2017 14:59 Aukning hefur orðið í sendingum Póstsins á pökkum innanlands. Fréttablaðið/Ernir Fleiri innlendir pakkar fóru í gegn hjá Póstinum í nóvember heldur en í öllum desembermánuði í fyrra og má rekja það til meiri netverslunar en hún hefur vaxið hratt á undanförnum árum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Póstinum. Aukninguna í nóvembermánuði má rekja til vinsælda netverslunardaganna þriggja – dagur einhleypra (Single‘s Day), svartur föstudagur (Black Friday) og netmánudagur (Cyber Monday) þar sem boðið er upp á ríflegan afslátt. Pakkamagnið í nóvember bendir einnig til þess að margir Íslendingar hafi ákveðið að vera ekki á síðustu stundu og hugað fyrr að jólagjafainnkaupum.Stöðug aukning í erlendri netverslun Erlend netverslun er einnig í stöðugum vexti. Þegar fyrstu ellefu mánuðir ársins eru bornir saman við sama tímabil í fyrra kemur í ljós að sendingum erlendis frá hefur fjölgað um rúm 60 prósent. Ekkert lát virðist vera á þessari aukningu og sérfræðingar spá því að netverslun Íslendinga haldi áfram aukast á næstu misserum. Í tilkynningunni segir Anna Katrín Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Póstsins, að innkaupavenjur Íslendinga séu að breytast. „Það er óhætt að segja að það sé mikið að gerast hjá okkur en við erum að afhenda sendingar að meðaltali á 12 sekúndna fresti í heimkeyrslu. Við tókum einnig upp þá nýbreytni nú í nóvember á höfuðborgarsvæðinu að keyra pakka út á laugardögum til að bregðast við aukningunni. Innkaupavenjur Íslendinga eru að breytast hratt og mörgum finnst þægilegt að versla á netinu. Fólk upplifir sig öruggara í þessum viðskiptum en það gerði fyrir nokkrum árum. Það er líka auðvelt að fylgjast með för sendingarinnar á netinu og ef fólk er búið að skrá sendingarnar hjá Póstinum fyrirfram þá gengur tollskoðunin hratt fyrir sig og fólk fær pakkana afhenta á skömmum tíma.“ Einnig voru tilkynntir síðustu öruggu skiladagar pakka og bréfa hjá póstinum en þeir eru eftirfarandi: Síðustu öruggu skiladagar pakka:Norðurlönd Economy: 8. desember Exprés og Priority: 15. desember TNT hraðsending: 19. desember Evrópa Economy: 8. desember Exprés og Priority: 13. desember TNT hraðsending: 19. desemberInnanlands Allir pakkar: 20. desemberÖnnur lönd Priority: 8. desember TNT hraðsending: 18. desember Síðustu öruggu skiladagar bréfa:Innanlands B-póstur: 18. desember A-póstur: 20. desember Evrópa B-póstur: 8. desember A-póstur: 15. desemberÖnnur lönd A-póstur: 8. desember Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Sjá meira
Fleiri innlendir pakkar fóru í gegn hjá Póstinum í nóvember heldur en í öllum desembermánuði í fyrra og má rekja það til meiri netverslunar en hún hefur vaxið hratt á undanförnum árum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Póstinum. Aukninguna í nóvembermánuði má rekja til vinsælda netverslunardaganna þriggja – dagur einhleypra (Single‘s Day), svartur föstudagur (Black Friday) og netmánudagur (Cyber Monday) þar sem boðið er upp á ríflegan afslátt. Pakkamagnið í nóvember bendir einnig til þess að margir Íslendingar hafi ákveðið að vera ekki á síðustu stundu og hugað fyrr að jólagjafainnkaupum.Stöðug aukning í erlendri netverslun Erlend netverslun er einnig í stöðugum vexti. Þegar fyrstu ellefu mánuðir ársins eru bornir saman við sama tímabil í fyrra kemur í ljós að sendingum erlendis frá hefur fjölgað um rúm 60 prósent. Ekkert lát virðist vera á þessari aukningu og sérfræðingar spá því að netverslun Íslendinga haldi áfram aukast á næstu misserum. Í tilkynningunni segir Anna Katrín Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Póstsins, að innkaupavenjur Íslendinga séu að breytast. „Það er óhætt að segja að það sé mikið að gerast hjá okkur en við erum að afhenda sendingar að meðaltali á 12 sekúndna fresti í heimkeyrslu. Við tókum einnig upp þá nýbreytni nú í nóvember á höfuðborgarsvæðinu að keyra pakka út á laugardögum til að bregðast við aukningunni. Innkaupavenjur Íslendinga eru að breytast hratt og mörgum finnst þægilegt að versla á netinu. Fólk upplifir sig öruggara í þessum viðskiptum en það gerði fyrir nokkrum árum. Það er líka auðvelt að fylgjast með för sendingarinnar á netinu og ef fólk er búið að skrá sendingarnar hjá Póstinum fyrirfram þá gengur tollskoðunin hratt fyrir sig og fólk fær pakkana afhenta á skömmum tíma.“ Einnig voru tilkynntir síðustu öruggu skiladagar pakka og bréfa hjá póstinum en þeir eru eftirfarandi: Síðustu öruggu skiladagar pakka:Norðurlönd Economy: 8. desember Exprés og Priority: 15. desember TNT hraðsending: 19. desember Evrópa Economy: 8. desember Exprés og Priority: 13. desember TNT hraðsending: 19. desemberInnanlands Allir pakkar: 20. desemberÖnnur lönd Priority: 8. desember TNT hraðsending: 18. desember Síðustu öruggu skiladagar bréfa:Innanlands B-póstur: 18. desember A-póstur: 20. desember Evrópa B-póstur: 8. desember A-póstur: 15. desemberÖnnur lönd A-póstur: 8. desember
Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Sjá meira