Aukning í ríkisútgjöldum nemi 90 milljörðum Daníel Freyr Birkisson skrifar 7. desember 2017 14:58 Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins Hækkun árlegra útgjalda ríkissjóðs og opinberra fyrirtækja myndi nema 87,9 milljörðum króna verði öll fyrirheit nýrrar ríkisstjórnar í stjórnarsáttmálanum að veruleika. Á sama tíma yrði tekjusamdráttur 15 milljarðar. Þetta kemur fram í úttekt á vegum Samtaka atvinnulífsins.Að mati SA ber að meta þessa aukningu þar sem útgjöld ríkissjóðs hér á landi séu með því hæsta sem mælist á meðal OECD-ríkjanna (Efnahags- og framfarastofnunin), eða um 40 prósent af landsframleiðslu. „Það blasir því við að aldrei verður hægt að hrinda öllu í framkvæmd sem lofað er í sáttmálanum,“ segir þar. Sáttmálinn gerir ráð fyrir að uppsveifla haldi áfram og teygi sig áfram yfir kjörtímabilið án stórra áfalla eða skerðinga á tekjum ríkissjóðs. Að mati SA er það áhyggjuefni að ekki hafi verið dreginn meiri lærdómur af sögunni við gerð þessa sáttamála. „Í ríkisfjármálum höfum við reglulega farið fram úr okkur í uppsveiflu og tekið það út með meiri samdrætti en annars þegar slaki myndast í hagkerfinu.“Ítreka mikilvægi skuldaniðurgreiðsluSamtökin gagnrýna hversu lítið er minnst á skuldaniðargreiðslu í sáttmálanum en hvergi er minnst á slíkt í sáttmálanum. „Vaxtakostnaður ríkisins er nú þegar sá þriðji hæsti meðal iðnríkja. Ísland greiðir 4 prósent af landsframleiðslu í vexti á meðan Grikkir greiða ekki nema 3,2 prósent og Svíar greiða 0,4 prósent í vaxtagreiðslur. Verði einskiptistekjur nýttar til niðurgreiðslu skulda þá gæti árlegur vaxtasparnaður ríkisins numið um 10 milljörðum. Huga verður að þessum staðreyndum í fjárlagafrumvarpinu,“ segir enn fremur. Mikilvægi forgangsröðunar er þar einnig ítrekað en samtökin telja að ekki hafi verið nógu rík áhersla á það. Til þess að unnt sé að gera betur í ríkisrekstri þurfi að forgangsraða. Að lokum útlistar SA mikilvæg mál sem ekki voru nefnd í stjórnarsáttmálanum. Þar ber helst að nefna niðurgreiðslu skulda, eins og áður segir, aðhald í ríkisrekstri, betri nýtingu á skattfé landsmanna, einföldin á skattkerfinu, ólík rekstrarform, stytting grunnskóla, lestrarvandi ungs fólks og endurskoðun fjármögnunarlíkans háskólanna.Málin sem SA telur að betur hefði verið minnst á í sáttmálanum.SA Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Hækkun árlegra útgjalda ríkissjóðs og opinberra fyrirtækja myndi nema 87,9 milljörðum króna verði öll fyrirheit nýrrar ríkisstjórnar í stjórnarsáttmálanum að veruleika. Á sama tíma yrði tekjusamdráttur 15 milljarðar. Þetta kemur fram í úttekt á vegum Samtaka atvinnulífsins.Að mati SA ber að meta þessa aukningu þar sem útgjöld ríkissjóðs hér á landi séu með því hæsta sem mælist á meðal OECD-ríkjanna (Efnahags- og framfarastofnunin), eða um 40 prósent af landsframleiðslu. „Það blasir því við að aldrei verður hægt að hrinda öllu í framkvæmd sem lofað er í sáttmálanum,“ segir þar. Sáttmálinn gerir ráð fyrir að uppsveifla haldi áfram og teygi sig áfram yfir kjörtímabilið án stórra áfalla eða skerðinga á tekjum ríkissjóðs. Að mati SA er það áhyggjuefni að ekki hafi verið dreginn meiri lærdómur af sögunni við gerð þessa sáttamála. „Í ríkisfjármálum höfum við reglulega farið fram úr okkur í uppsveiflu og tekið það út með meiri samdrætti en annars þegar slaki myndast í hagkerfinu.“Ítreka mikilvægi skuldaniðurgreiðsluSamtökin gagnrýna hversu lítið er minnst á skuldaniðargreiðslu í sáttmálanum en hvergi er minnst á slíkt í sáttmálanum. „Vaxtakostnaður ríkisins er nú þegar sá þriðji hæsti meðal iðnríkja. Ísland greiðir 4 prósent af landsframleiðslu í vexti á meðan Grikkir greiða ekki nema 3,2 prósent og Svíar greiða 0,4 prósent í vaxtagreiðslur. Verði einskiptistekjur nýttar til niðurgreiðslu skulda þá gæti árlegur vaxtasparnaður ríkisins numið um 10 milljörðum. Huga verður að þessum staðreyndum í fjárlagafrumvarpinu,“ segir enn fremur. Mikilvægi forgangsröðunar er þar einnig ítrekað en samtökin telja að ekki hafi verið nógu rík áhersla á það. Til þess að unnt sé að gera betur í ríkisrekstri þurfi að forgangsraða. Að lokum útlistar SA mikilvæg mál sem ekki voru nefnd í stjórnarsáttmálanum. Þar ber helst að nefna niðurgreiðslu skulda, eins og áður segir, aðhald í ríkisrekstri, betri nýtingu á skattfé landsmanna, einföldin á skattkerfinu, ólík rekstrarform, stytting grunnskóla, lestrarvandi ungs fólks og endurskoðun fjármögnunarlíkans háskólanna.Málin sem SA telur að betur hefði verið minnst á í sáttmálanum.SA
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira