Bankinn vill uppboð á tveimur skipum Haraldur Guðmundsson skrifar 9. desember 2017 06:00 Skipin Neptune og Poseidon eru bæði gamlir íslenskir togarar og í eigu fyrirtækisins Neptune á Akureyri. Framkvæmdastjórinn segir skipin vera í verkefnum við Bretlandseyjar þessa dagana. Landsbankinn fer fram á að tvö rannsóknarskip Neptune ehf. á Akureyri verði seld á nauðungaruppboði, upp í kröfur sem nema um 95 milljónum króna. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir verkefnaskort hafa einkennt reksturinn síðustu ár en á von á nýju hlutafé og aukinni vinnu. „Ytri aðstæður hafa verið ansi þungar síðustu þrjú árin eða svo vegna gengisbreytinga og lækkunar olíuverðs. Við erum búin að vera í mikilli endurskipulagningu síðustu tólf til sextán mánuði og lækkað kostnað. Við erum að fá inn nýtt hlutafé en það eru tafir á greiðslu þess en við vonum að það gangi upp á næstu dögum og þá verður þetta gert upp,“ segir Jón Ólafsson, framkvæmdastjóri Neptune. Um er að ræða skipin Neptune EA 41 og Poseidon EA 303 sem bæði eru gamlir togarar sem var breytt í rannsóknarskip á árunum 2008 til 2010. Þegar Neptune var breytt var það stærsta verkefni Slippsins á Akureyri frá árinu 1993. Áhafnir þeirra hafa síðustu ár sinnt verkefnum við botnrannsóknir fyrir rússnesk, bresk og önnur erlend fyrirtæki sem reisa vindmyllur eða leggja olíuleiðslur. Skipin eru nú bundin við bryggju á Englandi, annað þeirra í Hull og hitt í Norwich. „Skipin eru núna bæði í verkefnum við Bretlandseyjar í rannsóknarvinnu fyrir vindmyllugarða. Það eru erlendir aðilar sem eru að fjárfesta hjá okkur og það sýnir að það er bjart yfir rekstrinum. Við sjáum fram á góða verkefnastöðu á árinu 2018,“ segir Jón og vill ekki gefa upp hvaðan fjárfestarnir koma. Neptune var rekið með 3,3 milljóna evra tapi árið 2015 samkvæmt nýjasta ársreikningi fyrirtækisins. Það er í dag í 85 prósenta eigu kýpverska félagsins Sea Investment Ltd. Að sögn Jóns mun félagið nánast alfarið verða í eigu erlendra fjárfesta þegar hlutafjáraukningunni lýkur. Magnús Þorsteinsson, fjárfestir og fyrrverandi hluthafi í eignarhaldsfélaginu Samson, var á árunum fyrir hrun skráður aðaleigandi fyrirtækisins. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Landsbankinn fer fram á að tvö rannsóknarskip Neptune ehf. á Akureyri verði seld á nauðungaruppboði, upp í kröfur sem nema um 95 milljónum króna. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir verkefnaskort hafa einkennt reksturinn síðustu ár en á von á nýju hlutafé og aukinni vinnu. „Ytri aðstæður hafa verið ansi þungar síðustu þrjú árin eða svo vegna gengisbreytinga og lækkunar olíuverðs. Við erum búin að vera í mikilli endurskipulagningu síðustu tólf til sextán mánuði og lækkað kostnað. Við erum að fá inn nýtt hlutafé en það eru tafir á greiðslu þess en við vonum að það gangi upp á næstu dögum og þá verður þetta gert upp,“ segir Jón Ólafsson, framkvæmdastjóri Neptune. Um er að ræða skipin Neptune EA 41 og Poseidon EA 303 sem bæði eru gamlir togarar sem var breytt í rannsóknarskip á árunum 2008 til 2010. Þegar Neptune var breytt var það stærsta verkefni Slippsins á Akureyri frá árinu 1993. Áhafnir þeirra hafa síðustu ár sinnt verkefnum við botnrannsóknir fyrir rússnesk, bresk og önnur erlend fyrirtæki sem reisa vindmyllur eða leggja olíuleiðslur. Skipin eru nú bundin við bryggju á Englandi, annað þeirra í Hull og hitt í Norwich. „Skipin eru núna bæði í verkefnum við Bretlandseyjar í rannsóknarvinnu fyrir vindmyllugarða. Það eru erlendir aðilar sem eru að fjárfesta hjá okkur og það sýnir að það er bjart yfir rekstrinum. Við sjáum fram á góða verkefnastöðu á árinu 2018,“ segir Jón og vill ekki gefa upp hvaðan fjárfestarnir koma. Neptune var rekið með 3,3 milljóna evra tapi árið 2015 samkvæmt nýjasta ársreikningi fyrirtækisins. Það er í dag í 85 prósenta eigu kýpverska félagsins Sea Investment Ltd. Að sögn Jóns mun félagið nánast alfarið verða í eigu erlendra fjárfesta þegar hlutafjáraukningunni lýkur. Magnús Þorsteinsson, fjárfestir og fyrrverandi hluthafi í eignarhaldsfélaginu Samson, var á árunum fyrir hrun skráður aðaleigandi fyrirtækisins.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira