Bankinn vill uppboð á tveimur skipum Haraldur Guðmundsson skrifar 9. desember 2017 06:00 Skipin Neptune og Poseidon eru bæði gamlir íslenskir togarar og í eigu fyrirtækisins Neptune á Akureyri. Framkvæmdastjórinn segir skipin vera í verkefnum við Bretlandseyjar þessa dagana. Landsbankinn fer fram á að tvö rannsóknarskip Neptune ehf. á Akureyri verði seld á nauðungaruppboði, upp í kröfur sem nema um 95 milljónum króna. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir verkefnaskort hafa einkennt reksturinn síðustu ár en á von á nýju hlutafé og aukinni vinnu. „Ytri aðstæður hafa verið ansi þungar síðustu þrjú árin eða svo vegna gengisbreytinga og lækkunar olíuverðs. Við erum búin að vera í mikilli endurskipulagningu síðustu tólf til sextán mánuði og lækkað kostnað. Við erum að fá inn nýtt hlutafé en það eru tafir á greiðslu þess en við vonum að það gangi upp á næstu dögum og þá verður þetta gert upp,“ segir Jón Ólafsson, framkvæmdastjóri Neptune. Um er að ræða skipin Neptune EA 41 og Poseidon EA 303 sem bæði eru gamlir togarar sem var breytt í rannsóknarskip á árunum 2008 til 2010. Þegar Neptune var breytt var það stærsta verkefni Slippsins á Akureyri frá árinu 1993. Áhafnir þeirra hafa síðustu ár sinnt verkefnum við botnrannsóknir fyrir rússnesk, bresk og önnur erlend fyrirtæki sem reisa vindmyllur eða leggja olíuleiðslur. Skipin eru nú bundin við bryggju á Englandi, annað þeirra í Hull og hitt í Norwich. „Skipin eru núna bæði í verkefnum við Bretlandseyjar í rannsóknarvinnu fyrir vindmyllugarða. Það eru erlendir aðilar sem eru að fjárfesta hjá okkur og það sýnir að það er bjart yfir rekstrinum. Við sjáum fram á góða verkefnastöðu á árinu 2018,“ segir Jón og vill ekki gefa upp hvaðan fjárfestarnir koma. Neptune var rekið með 3,3 milljóna evra tapi árið 2015 samkvæmt nýjasta ársreikningi fyrirtækisins. Það er í dag í 85 prósenta eigu kýpverska félagsins Sea Investment Ltd. Að sögn Jóns mun félagið nánast alfarið verða í eigu erlendra fjárfesta þegar hlutafjáraukningunni lýkur. Magnús Þorsteinsson, fjárfestir og fyrrverandi hluthafi í eignarhaldsfélaginu Samson, var á árunum fyrir hrun skráður aðaleigandi fyrirtækisins. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Landsbankinn fer fram á að tvö rannsóknarskip Neptune ehf. á Akureyri verði seld á nauðungaruppboði, upp í kröfur sem nema um 95 milljónum króna. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir verkefnaskort hafa einkennt reksturinn síðustu ár en á von á nýju hlutafé og aukinni vinnu. „Ytri aðstæður hafa verið ansi þungar síðustu þrjú árin eða svo vegna gengisbreytinga og lækkunar olíuverðs. Við erum búin að vera í mikilli endurskipulagningu síðustu tólf til sextán mánuði og lækkað kostnað. Við erum að fá inn nýtt hlutafé en það eru tafir á greiðslu þess en við vonum að það gangi upp á næstu dögum og þá verður þetta gert upp,“ segir Jón Ólafsson, framkvæmdastjóri Neptune. Um er að ræða skipin Neptune EA 41 og Poseidon EA 303 sem bæði eru gamlir togarar sem var breytt í rannsóknarskip á árunum 2008 til 2010. Þegar Neptune var breytt var það stærsta verkefni Slippsins á Akureyri frá árinu 1993. Áhafnir þeirra hafa síðustu ár sinnt verkefnum við botnrannsóknir fyrir rússnesk, bresk og önnur erlend fyrirtæki sem reisa vindmyllur eða leggja olíuleiðslur. Skipin eru nú bundin við bryggju á Englandi, annað þeirra í Hull og hitt í Norwich. „Skipin eru núna bæði í verkefnum við Bretlandseyjar í rannsóknarvinnu fyrir vindmyllugarða. Það eru erlendir aðilar sem eru að fjárfesta hjá okkur og það sýnir að það er bjart yfir rekstrinum. Við sjáum fram á góða verkefnastöðu á árinu 2018,“ segir Jón og vill ekki gefa upp hvaðan fjárfestarnir koma. Neptune var rekið með 3,3 milljóna evra tapi árið 2015 samkvæmt nýjasta ársreikningi fyrirtækisins. Það er í dag í 85 prósenta eigu kýpverska félagsins Sea Investment Ltd. Að sögn Jóns mun félagið nánast alfarið verða í eigu erlendra fjárfesta þegar hlutafjáraukningunni lýkur. Magnús Þorsteinsson, fjárfestir og fyrrverandi hluthafi í eignarhaldsfélaginu Samson, var á árunum fyrir hrun skráður aðaleigandi fyrirtækisins.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira