Körfubolti

Snorri lengi frá

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Snorri í leik gegn Haukum fyrr á tímabilinu.
Snorri í leik gegn Haukum fyrr á tímabilinu. vísir/anton

Snorri Hrafnkelsson, leikmaður Þórs Þ. í Domino's deild karla, leikur ekki með liðinu á næstunni.

Snorri greindist með einkirningssótt í síðustu viku og lék ekki með Þórsurum í sigrinum á Valsmönnum í gær. Karfan.is greinir frá.

Það getur tekið langan tíma að jafna sig á þessum veikum og endurheimta fyrri styrk.

Snorri kom til Þórs frá KR fyrir tímabilið. Hann hefur skorað 6,0 stig og tekið 2,9 fráköst að meðaltali í leik í vetur.

Þórsarar sitja í 11. sæti Domino's deildarinnar með fjögur stig eftir átta umferðir.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.