Körfubolti

Snorri lengi frá

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Snorri í leik gegn Haukum fyrr á tímabilinu.
Snorri í leik gegn Haukum fyrr á tímabilinu. vísir/anton
Snorri Hrafnkelsson, leikmaður Þórs Þ. í Domino's deild karla, leikur ekki með liðinu á næstunni.

Snorri greindist með einkirningssótt í síðustu viku og lék ekki með Þórsurum í sigrinum á Valsmönnum í gær. Karfan.is greinir frá.

Það getur tekið langan tíma að jafna sig á þessum veikum og endurheimta fyrri styrk.

Snorri kom til Þórs frá KR fyrir tímabilið. Hann hefur skorað 6,0 stig og tekið 2,9 fráköst að meðaltali í leik í vetur.

Þórsarar sitja í 11. sæti Domino's deildarinnar með fjögur stig eftir átta umferðir.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.