Kísilverið kostar Arion banka um 200 milljónir á mánuði Hörður Ægisson skrifar 22. nóvember 2017 06:00 Slökkt hefur verið á ofni United Silicon og framleiðsla legið niðri í verksmiðjunni um langt skeið. vísir/eyþór Kostnaður vegna reksturs United Silicon hefur að jafnaði numið í kringum 200 milljónir króna í hverjum mánuði frá því að kísilverksmiðjan fékk heimild til greiðslustöðvunar um miðjan ágúst síðastliðinn, samkvæmt heimildum Markaðarins. Það er Arion banki, stærsti hluthafi félagsins, sem ábyrgist rekstur kísilverksmiðjunnar á greiðslustöðvunartímanum og stendur því undir öllum kostnaði. Þar munar mest um greiðslur vegna launa- og raforkukostnaðar en einnig hefur bankinn þurft að leggja til umtalsverða fjármuni vegna greiningarvinnu og tæknilegrar úttektar í tengslum við fjárhagslega óreiðu og rekstrarerfiðleika fyrirtækisins. Slökkt hefur verið á ofni verksmiðjunnar og framleiðsla legið niðri frá því í lok ágústmánaðar þegar Umhverfisstofnun ákvað að stöðva starfsemi kísilversins. Eitt ár er liðið frá því að verksmiðja United Silicon í Helguvík var ræst en frá þeim tíma hefur hvorki gengið né rekið. Tvívegis hefur komið upp eldur í verksmiðjunni og þá hafa fjölmargar kvartanir borist Umhverfisstofnun vegna mengunar frá kísilverinu. Í afkomutilkynningu Arion banka í síðustu viku var haft eftir Höskuldi Ólafssyni bankastjóra að nú liggi fyrir að verksmiðjan hafi ekki verið fullkláruð þegar hún var gangsett í nóvember í fyrra. Heildarkostnaður Arion banka vegna reksturs United Silicon á greiðslustöðvunartímanum, sem rennur út 4. desember næstkomandi, mun því samtals nema yfir 600 milljónum króna. Gert er ráð fyrir því að það taki einhverja mánuði að koma verksmiðjunni í þannig stand að hægt verði að hefja þar framleiðslu á kísilmálmi. Bankinn hefur sagt að það þurfi að leggja til „verulega fjármuni“ til að fullklára verksmiðjuna en samkvæmt heimildum Markaðarins hleypur sú upphæð á milljörðum króna. Ekki er útilokað að United Silicon verði sett í þrot í byrjun næsta mánaðar þegar greiðslustöðvunartímabili félagsins lýkur.Afskrifað samtals 4,8 milljarða Arion banki lánaði fyrirtækinu samtals um 8 milljarða króna. Um miðjan septembermánuð síðastliðinn gekk bankinn að veðum í félaginu og eignaðist um leið tvo þriðju hluta í verksmiðjunni. Í síðustu viku tilkynnti Arion banki að hann hefði fært niður lán, kröfur og aðrar eignir sem tengjast United Silicon að fjárhæð 3,7 milljarðar en áður hafði bankinn afskrifað að fullu hlutafé sitt í félaginu sem hafði verið bókfært á um milljarð króna. Útistandandi skuldbinding Arion banka í dag gagnvart kísilverksmiðjunni nemur um 5,4 milljörðum sem er um 2,4 prósent af eigin fé bankans. Arion banki kærði Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon, til héraðssaksóknara í liðnum mánuði vegna gruns um refsiverða háttsemi. Bankinn hefur ekki viljað svara því á hvaða mögulegu meintu brotum kæran byggist. Mánuði áður hafði stjórn fyrirtækisins kært Magnús til héraðssaksóknara vegna gruns um meint stórfelld auðgunarbrot og skjalafals allt frá árinu 2014, eða þegar framkvæmdir við kísilverið hófust. Magnús hefur mótmælt þeim ásökunum og sagt þær „rangar og tilhæfulausar“. Í lok september fór stjórn kísilversins fram á kyrrsetningu á eignum Magnúsar hér á landi sem Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu samþykkti. Var það gert vegna bótakröfu sem fyrirtækið gerir á hendur Magnúsi. Stjórnin telur hann hafa dregið sér um hálfan milljarð króna með fölsuðum og tilhæfulausum reikningum. Magnús, ásamt þremur öðrum fyrrverandi hluthöfum kísilversins, hefur farið fram á að Héraðsdómur Reykjavíkur ógildi ákvörðun sýslumannsins um að synja beiðni þeirra um lögbann á yfirtöku Arion banka á hlutabréfum þeirra í fyrirtækinu.Fréttin birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Kostnaður vegna reksturs United Silicon hefur að jafnaði numið í kringum 200 milljónir króna í hverjum mánuði frá því að kísilverksmiðjan fékk heimild til greiðslustöðvunar um miðjan ágúst síðastliðinn, samkvæmt heimildum Markaðarins. Það er Arion banki, stærsti hluthafi félagsins, sem ábyrgist rekstur kísilverksmiðjunnar á greiðslustöðvunartímanum og stendur því undir öllum kostnaði. Þar munar mest um greiðslur vegna launa- og raforkukostnaðar en einnig hefur bankinn þurft að leggja til umtalsverða fjármuni vegna greiningarvinnu og tæknilegrar úttektar í tengslum við fjárhagslega óreiðu og rekstrarerfiðleika fyrirtækisins. Slökkt hefur verið á ofni verksmiðjunnar og framleiðsla legið niðri frá því í lok ágústmánaðar þegar Umhverfisstofnun ákvað að stöðva starfsemi kísilversins. Eitt ár er liðið frá því að verksmiðja United Silicon í Helguvík var ræst en frá þeim tíma hefur hvorki gengið né rekið. Tvívegis hefur komið upp eldur í verksmiðjunni og þá hafa fjölmargar kvartanir borist Umhverfisstofnun vegna mengunar frá kísilverinu. Í afkomutilkynningu Arion banka í síðustu viku var haft eftir Höskuldi Ólafssyni bankastjóra að nú liggi fyrir að verksmiðjan hafi ekki verið fullkláruð þegar hún var gangsett í nóvember í fyrra. Heildarkostnaður Arion banka vegna reksturs United Silicon á greiðslustöðvunartímanum, sem rennur út 4. desember næstkomandi, mun því samtals nema yfir 600 milljónum króna. Gert er ráð fyrir því að það taki einhverja mánuði að koma verksmiðjunni í þannig stand að hægt verði að hefja þar framleiðslu á kísilmálmi. Bankinn hefur sagt að það þurfi að leggja til „verulega fjármuni“ til að fullklára verksmiðjuna en samkvæmt heimildum Markaðarins hleypur sú upphæð á milljörðum króna. Ekki er útilokað að United Silicon verði sett í þrot í byrjun næsta mánaðar þegar greiðslustöðvunartímabili félagsins lýkur.Afskrifað samtals 4,8 milljarða Arion banki lánaði fyrirtækinu samtals um 8 milljarða króna. Um miðjan septembermánuð síðastliðinn gekk bankinn að veðum í félaginu og eignaðist um leið tvo þriðju hluta í verksmiðjunni. Í síðustu viku tilkynnti Arion banki að hann hefði fært niður lán, kröfur og aðrar eignir sem tengjast United Silicon að fjárhæð 3,7 milljarðar en áður hafði bankinn afskrifað að fullu hlutafé sitt í félaginu sem hafði verið bókfært á um milljarð króna. Útistandandi skuldbinding Arion banka í dag gagnvart kísilverksmiðjunni nemur um 5,4 milljörðum sem er um 2,4 prósent af eigin fé bankans. Arion banki kærði Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon, til héraðssaksóknara í liðnum mánuði vegna gruns um refsiverða háttsemi. Bankinn hefur ekki viljað svara því á hvaða mögulegu meintu brotum kæran byggist. Mánuði áður hafði stjórn fyrirtækisins kært Magnús til héraðssaksóknara vegna gruns um meint stórfelld auðgunarbrot og skjalafals allt frá árinu 2014, eða þegar framkvæmdir við kísilverið hófust. Magnús hefur mótmælt þeim ásökunum og sagt þær „rangar og tilhæfulausar“. Í lok september fór stjórn kísilversins fram á kyrrsetningu á eignum Magnúsar hér á landi sem Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu samþykkti. Var það gert vegna bótakröfu sem fyrirtækið gerir á hendur Magnúsi. Stjórnin telur hann hafa dregið sér um hálfan milljarð króna með fölsuðum og tilhæfulausum reikningum. Magnús, ásamt þremur öðrum fyrrverandi hluthöfum kísilversins, hefur farið fram á að Héraðsdómur Reykjavíkur ógildi ákvörðun sýslumannsins um að synja beiðni þeirra um lögbann á yfirtöku Arion banka á hlutabréfum þeirra í fyrirtækinu.Fréttin birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira