Bilun hjá 1984: Um 97 prósent vefja komnir upp aftur Daníel Freyr Birkisson skrifar 24. nóvember 2017 10:57 Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri 1984. Vísir „Staðan er allt önnur,“ segir Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri vefhýsingarfyrirtækisins 1984. Þúsundir vefja hrundu í síðustu viku vegna bilunar í vélbúnaði sem gerði það að verkum að fjölmargir íslenskir vefir og þóstþjónusta lá niðri. „Við erum komnir með svona 97 prósent vefsíðna upp aftur. Þetta eru í heildina svona um 7.300 svæði og það er erfitt að segja til um nákvæma tölu en við erum komin með 6.950 [vefsvæði] upp aftur,“ segir Mörður. Fyrirtækið er búið að setja upp póstþjónustu aftur og er unnið að því að afrita eldri póstinn inn í ný pósthólf fólks. „Það er bara að verða hálfnað og við stefnum að því að klára þá afritun í dag eða á morgun – jafnvel í einhverjum undantekningatilvikum á sunnudag.“ Fyrirtækinu hefur borist mikil hjálp í kjölfar bilunarinnar. „Hér hafa komið fyrrum starfsmenn. Við höfum notið einstakrar hjálpar samstarfsfyrirtækja á borð við Nýherja og Símafélagsins. Þeir eru búnir að senda til okkar sína hæfustu menn sem hafa unnið hér dag og nótt með okkur. Þetta er búið að vera gríðarlega erfitt og við höfum unnið hér 20-22 tíma á dag. Við tökum skyldur okkar gífurlega alvarlega hérna. Þetta fólk og fyrirtæki hafa staðið með okkur í þessu.“ Meðal þeirra sem réttu 1984 hjálparhönd voru þingmenn Pírata Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy en Mörður segir þá hafa starfað hjá fyrirtækinu áður fyrr og væru nú bara í sjálfboðavinnu.Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy réttu 1984 hjálparhönd í síðustu viku.Mynd/1984Manngæskan með ólíkindumStarfsmenn fyrirtækisins hafa einnig mætt miklum skilningi og þolinmæði frá viðskiptavinum segir Mörður. „Þetta er bara ótrúlegt. Manngæskan og þolinmæðin sem að við fáum að njóta er með algjörum ólíkindum. Við stöndum bara hálfskælandi hérna við erum svo hrærð.“ Að lokum vill Mörður koma því á framfæri að sumir vefir gætu innihaldið villur. „Ef vefurinn virkar ekki biðjum við fólk að senda tölvupóst á 1984@1984.is og við skoðum hvert einasta mál. Það er svakalegt verk að koma 7.000 vefjum upp aftur. Það er alltaf eitthvað sem misferst við svoleiðis og við viljum heyra frá viðskiptavinum og laga það strax.“ Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
„Staðan er allt önnur,“ segir Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri vefhýsingarfyrirtækisins 1984. Þúsundir vefja hrundu í síðustu viku vegna bilunar í vélbúnaði sem gerði það að verkum að fjölmargir íslenskir vefir og þóstþjónusta lá niðri. „Við erum komnir með svona 97 prósent vefsíðna upp aftur. Þetta eru í heildina svona um 7.300 svæði og það er erfitt að segja til um nákvæma tölu en við erum komin með 6.950 [vefsvæði] upp aftur,“ segir Mörður. Fyrirtækið er búið að setja upp póstþjónustu aftur og er unnið að því að afrita eldri póstinn inn í ný pósthólf fólks. „Það er bara að verða hálfnað og við stefnum að því að klára þá afritun í dag eða á morgun – jafnvel í einhverjum undantekningatilvikum á sunnudag.“ Fyrirtækinu hefur borist mikil hjálp í kjölfar bilunarinnar. „Hér hafa komið fyrrum starfsmenn. Við höfum notið einstakrar hjálpar samstarfsfyrirtækja á borð við Nýherja og Símafélagsins. Þeir eru búnir að senda til okkar sína hæfustu menn sem hafa unnið hér dag og nótt með okkur. Þetta er búið að vera gríðarlega erfitt og við höfum unnið hér 20-22 tíma á dag. Við tökum skyldur okkar gífurlega alvarlega hérna. Þetta fólk og fyrirtæki hafa staðið með okkur í þessu.“ Meðal þeirra sem réttu 1984 hjálparhönd voru þingmenn Pírata Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy en Mörður segir þá hafa starfað hjá fyrirtækinu áður fyrr og væru nú bara í sjálfboðavinnu.Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy réttu 1984 hjálparhönd í síðustu viku.Mynd/1984Manngæskan með ólíkindumStarfsmenn fyrirtækisins hafa einnig mætt miklum skilningi og þolinmæði frá viðskiptavinum segir Mörður. „Þetta er bara ótrúlegt. Manngæskan og þolinmæðin sem að við fáum að njóta er með algjörum ólíkindum. Við stöndum bara hálfskælandi hérna við erum svo hrærð.“ Að lokum vill Mörður koma því á framfæri að sumir vefir gætu innihaldið villur. „Ef vefurinn virkar ekki biðjum við fólk að senda tölvupóst á 1984@1984.is og við skoðum hvert einasta mál. Það er svakalegt verk að koma 7.000 vefjum upp aftur. Það er alltaf eitthvað sem misferst við svoleiðis og við viljum heyra frá viðskiptavinum og laga það strax.“
Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira