Bilun hjá 1984: Um 97 prósent vefja komnir upp aftur Daníel Freyr Birkisson skrifar 24. nóvember 2017 10:57 Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri 1984. Vísir „Staðan er allt önnur,“ segir Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri vefhýsingarfyrirtækisins 1984. Þúsundir vefja hrundu í síðustu viku vegna bilunar í vélbúnaði sem gerði það að verkum að fjölmargir íslenskir vefir og þóstþjónusta lá niðri. „Við erum komnir með svona 97 prósent vefsíðna upp aftur. Þetta eru í heildina svona um 7.300 svæði og það er erfitt að segja til um nákvæma tölu en við erum komin með 6.950 [vefsvæði] upp aftur,“ segir Mörður. Fyrirtækið er búið að setja upp póstþjónustu aftur og er unnið að því að afrita eldri póstinn inn í ný pósthólf fólks. „Það er bara að verða hálfnað og við stefnum að því að klára þá afritun í dag eða á morgun – jafnvel í einhverjum undantekningatilvikum á sunnudag.“ Fyrirtækinu hefur borist mikil hjálp í kjölfar bilunarinnar. „Hér hafa komið fyrrum starfsmenn. Við höfum notið einstakrar hjálpar samstarfsfyrirtækja á borð við Nýherja og Símafélagsins. Þeir eru búnir að senda til okkar sína hæfustu menn sem hafa unnið hér dag og nótt með okkur. Þetta er búið að vera gríðarlega erfitt og við höfum unnið hér 20-22 tíma á dag. Við tökum skyldur okkar gífurlega alvarlega hérna. Þetta fólk og fyrirtæki hafa staðið með okkur í þessu.“ Meðal þeirra sem réttu 1984 hjálparhönd voru þingmenn Pírata Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy en Mörður segir þá hafa starfað hjá fyrirtækinu áður fyrr og væru nú bara í sjálfboðavinnu.Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy réttu 1984 hjálparhönd í síðustu viku.Mynd/1984Manngæskan með ólíkindumStarfsmenn fyrirtækisins hafa einnig mætt miklum skilningi og þolinmæði frá viðskiptavinum segir Mörður. „Þetta er bara ótrúlegt. Manngæskan og þolinmæðin sem að við fáum að njóta er með algjörum ólíkindum. Við stöndum bara hálfskælandi hérna við erum svo hrærð.“ Að lokum vill Mörður koma því á framfæri að sumir vefir gætu innihaldið villur. „Ef vefurinn virkar ekki biðjum við fólk að senda tölvupóst á 1984@1984.is og við skoðum hvert einasta mál. Það er svakalegt verk að koma 7.000 vefjum upp aftur. Það er alltaf eitthvað sem misferst við svoleiðis og við viljum heyra frá viðskiptavinum og laga það strax.“ Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
„Staðan er allt önnur,“ segir Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri vefhýsingarfyrirtækisins 1984. Þúsundir vefja hrundu í síðustu viku vegna bilunar í vélbúnaði sem gerði það að verkum að fjölmargir íslenskir vefir og þóstþjónusta lá niðri. „Við erum komnir með svona 97 prósent vefsíðna upp aftur. Þetta eru í heildina svona um 7.300 svæði og það er erfitt að segja til um nákvæma tölu en við erum komin með 6.950 [vefsvæði] upp aftur,“ segir Mörður. Fyrirtækið er búið að setja upp póstþjónustu aftur og er unnið að því að afrita eldri póstinn inn í ný pósthólf fólks. „Það er bara að verða hálfnað og við stefnum að því að klára þá afritun í dag eða á morgun – jafnvel í einhverjum undantekningatilvikum á sunnudag.“ Fyrirtækinu hefur borist mikil hjálp í kjölfar bilunarinnar. „Hér hafa komið fyrrum starfsmenn. Við höfum notið einstakrar hjálpar samstarfsfyrirtækja á borð við Nýherja og Símafélagsins. Þeir eru búnir að senda til okkar sína hæfustu menn sem hafa unnið hér dag og nótt með okkur. Þetta er búið að vera gríðarlega erfitt og við höfum unnið hér 20-22 tíma á dag. Við tökum skyldur okkar gífurlega alvarlega hérna. Þetta fólk og fyrirtæki hafa staðið með okkur í þessu.“ Meðal þeirra sem réttu 1984 hjálparhönd voru þingmenn Pírata Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy en Mörður segir þá hafa starfað hjá fyrirtækinu áður fyrr og væru nú bara í sjálfboðavinnu.Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy réttu 1984 hjálparhönd í síðustu viku.Mynd/1984Manngæskan með ólíkindumStarfsmenn fyrirtækisins hafa einnig mætt miklum skilningi og þolinmæði frá viðskiptavinum segir Mörður. „Þetta er bara ótrúlegt. Manngæskan og þolinmæðin sem að við fáum að njóta er með algjörum ólíkindum. Við stöndum bara hálfskælandi hérna við erum svo hrærð.“ Að lokum vill Mörður koma því á framfæri að sumir vefir gætu innihaldið villur. „Ef vefurinn virkar ekki biðjum við fólk að senda tölvupóst á 1984@1984.is og við skoðum hvert einasta mál. Það er svakalegt verk að koma 7.000 vefjum upp aftur. Það er alltaf eitthvað sem misferst við svoleiðis og við viljum heyra frá viðskiptavinum og laga það strax.“
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira