Heimsþekktir fjárfestar fjárfesta í íslenskum sprota Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. nóvember 2017 07:17 Liðsmenn Authenteq eru kátir þessa dagana. Authenteq Íslenska sprotafyrirtækið Authenteq, sem hefur unnið í þróun á rafrænum skilríkjum sem hægt er að nota hvar sem er á internetinu, fékk á dögunum fjárfestingu frá þremur mikilsmetnum fjárfestum á sviði tæknisprota. Hlutafjáraukningin var 135 milljónir króna í þessari fjármögnunarumferð en áður hafði fyrirtækið fengið myndarlega styrki frá Tækniþróunarsjóði og Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Fjárfestarnir þrír komu úr Sílíkondalnum, Lundúnum og Berlín en um er að ræða líklega þrjár af stærstu tæknisprotaborgum heims. Í tilkynningu frá Authenteq eru fjárfestarnir kynntir til sögunnar. „Þekktastur af þeim er sjálfsagt fjárfestirinn Tim Draper sem á fjárfestingafélagið Draper Associates, en Tim hefur fjárfest í mörgum af þekktustu tæknifyrirtækjum heims og var fyrsti fjárfestir í Tesla, Skype, Box, Hotmail og Twitch, ásamt kínverska tæknirisanum Baidu.“ Einnig fjárfesti Initial Capital frá London í Authenteq en eigendur þess stofnuðu Playfish. „Þeir hafa verið umsvifamiklir á tölvuleikjamarkaði og meðal annars frumfjárfestar í Supercell frá Finlandi,“ segir í tilkynningunni. Einnig tóku þátt í fjármögnunni þýski fjárfestingahópurinn Cavalry Ventures sem er í eigu stofnanda m.a. Delivery Hero og eru staðsettir í Berlín. Haft er eftir Kára Þór Rúnarssyni, framkvæmdastjóra og stofnanda Authenteq, í tilkynningunni að mikil ánægja ríki í herbúðum fyrirtækisins með fjárfestana þrjá. Kári Þór Rúnarsson„Við lögðum einnig mikla áherslu á að fá fjárfesta sem sjálfir hafa reynslu af því að stofna og reka sprotafyrirtæki og því að stækka hratt á alþjóðlegum markaði,“ segir Kári. Hann telur að margt megi gagnrýna í sprotaumhverfinu á Íslandi - „svo sem aðgang að reyndum fjárfestum sem koma með meira verðmæti en bara pening, og svo blessuðu krónuna, en við værum ekki komnir þetta langt ef ekki væri gríðarlega öflugur stuðningur við sprotafyrirtæki sem eru að taka sín fyrstu skref hér. Þar má helst nefna ómetanlegan stuðning frá Tækniþróunarsjóði og Nýsköpunarmiðstöð Íslands,” segir Kári um frumkvöðlaumhverfið á Íslandi. Fjármagnið verður nýtt til að stækka teymið og undirbúa útgáfu á lausninni fyrir alþjóðlegan markað en fjölmörg fyrirtæki hafa sýnt lausninni áhuga. „Við höfum verið svo heppin að hingað til höfum við ekki þurft að sækja út á við til að selja þar sem fyrirtæki hafa haft samband við okkur af fyrra bragði ólm í að nýta sér lausnina. Við munum þó nýta fjármagnið í að bæta við markaðs- og sölufólki enda er núna lögð áhersla á að stækka og gera Authenteq að auðkenningarstaðli fyrir internet viðskipti og samskipti,” segir Kári að lokum. Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Íslenska sprotafyrirtækið Authenteq, sem hefur unnið í þróun á rafrænum skilríkjum sem hægt er að nota hvar sem er á internetinu, fékk á dögunum fjárfestingu frá þremur mikilsmetnum fjárfestum á sviði tæknisprota. Hlutafjáraukningin var 135 milljónir króna í þessari fjármögnunarumferð en áður hafði fyrirtækið fengið myndarlega styrki frá Tækniþróunarsjóði og Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Fjárfestarnir þrír komu úr Sílíkondalnum, Lundúnum og Berlín en um er að ræða líklega þrjár af stærstu tæknisprotaborgum heims. Í tilkynningu frá Authenteq eru fjárfestarnir kynntir til sögunnar. „Þekktastur af þeim er sjálfsagt fjárfestirinn Tim Draper sem á fjárfestingafélagið Draper Associates, en Tim hefur fjárfest í mörgum af þekktustu tæknifyrirtækjum heims og var fyrsti fjárfestir í Tesla, Skype, Box, Hotmail og Twitch, ásamt kínverska tæknirisanum Baidu.“ Einnig fjárfesti Initial Capital frá London í Authenteq en eigendur þess stofnuðu Playfish. „Þeir hafa verið umsvifamiklir á tölvuleikjamarkaði og meðal annars frumfjárfestar í Supercell frá Finlandi,“ segir í tilkynningunni. Einnig tóku þátt í fjármögnunni þýski fjárfestingahópurinn Cavalry Ventures sem er í eigu stofnanda m.a. Delivery Hero og eru staðsettir í Berlín. Haft er eftir Kára Þór Rúnarssyni, framkvæmdastjóra og stofnanda Authenteq, í tilkynningunni að mikil ánægja ríki í herbúðum fyrirtækisins með fjárfestana þrjá. Kári Þór Rúnarsson„Við lögðum einnig mikla áherslu á að fá fjárfesta sem sjálfir hafa reynslu af því að stofna og reka sprotafyrirtæki og því að stækka hratt á alþjóðlegum markaði,“ segir Kári. Hann telur að margt megi gagnrýna í sprotaumhverfinu á Íslandi - „svo sem aðgang að reyndum fjárfestum sem koma með meira verðmæti en bara pening, og svo blessuðu krónuna, en við værum ekki komnir þetta langt ef ekki væri gríðarlega öflugur stuðningur við sprotafyrirtæki sem eru að taka sín fyrstu skref hér. Þar má helst nefna ómetanlegan stuðning frá Tækniþróunarsjóði og Nýsköpunarmiðstöð Íslands,” segir Kári um frumkvöðlaumhverfið á Íslandi. Fjármagnið verður nýtt til að stækka teymið og undirbúa útgáfu á lausninni fyrir alþjóðlegan markað en fjölmörg fyrirtæki hafa sýnt lausninni áhuga. „Við höfum verið svo heppin að hingað til höfum við ekki þurft að sækja út á við til að selja þar sem fyrirtæki hafa haft samband við okkur af fyrra bragði ólm í að nýta sér lausnina. Við munum þó nýta fjármagnið í að bæta við markaðs- og sölufólki enda er núna lögð áhersla á að stækka og gera Authenteq að auðkenningarstaðli fyrir internet viðskipti og samskipti,” segir Kári að lokum.
Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira