37 daga einvígi loksins lokið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. nóvember 2017 07:30 Ágúst Elí varði tvö víti í vítakastkeppninni umdeildu. vísir/eyþór Einvígi FH og St. Pétursborgar í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta lauk loks í gær, rúmum mánuði eftir að það byrjaði. FH bar þá sigurorð af rússneska liðinu, 3-4, í vítakastkeppni. Sem kunnugt er þurftu FH-ingar að ferðast alla leiðina til St. Pétursborgar til að mæta heimamönnum í vítakeppni. Ferðin til St. Pétursborgar gekk ekki hnökralaust fyrir sig því besta vítaskytta FH, Einar Rafn Eiðsson, fékk upphaflega ekki sæti í flugvélinni á leiðinni til Rússlands. Hann komst þó á endanum á áfangastað og skoraði úr sínu víti í vítakeppninni. FH-ingar fengu enga draumabyrjun í vítakeppninni. Viktor Babkin skoraði úr fyrsta víti Rússanna en Ásbjörn Friðriksson skaut í utanverð samskeytin í fyrsta víti FH. Þá var komið að Ágústi Elí Björgvinssyni, markverði FH. Hann varði tvö næstu víti St. Pétursborgar og eftir að Einar Rafn og Óðinn Þór Ríkharðsson skoruðu úr sínum vítum var FH komið með frumkvæðið. „Ég hafði ekki áhyggjur. Menn geta klikkað á vítum. Ég hafði trú á markmönnunum okkar, að þeir myndu taka 1-2 víti,“ sagði Halldór Sigfússon, þjálfari FH, í samtali við Fréttablaðið í gær. Liðin skoruðu bæði úr sínum vítum í 4. umferðinni og Dmitrii Kiselev jafnaði svo metin í 3-3 þegar hann skoraði úr síðasta víti St. Pétursborgar. Ísak Rafnsson fékk tækifæri til að tryggja FH sigur sem og hann gerði. Þessi mikli FH-ingur sýndi stáltaugar á vítalínunni og skaut sínum mönnum áfram. Eftir 37 daga einvígi, tvær ferðir til St. Pétursborgar, kærur og alls konar rugl eru FH-ingar komnir áfram í 3. umferð EHF-bikarsins þar sem þeir mæta Tatran Presov, meisturunum frá Slóvakíu. Það var gott að klára þetta. Vissulega er það miklu skemmtilegra að fara heim með sigur í farteskinu,“ sagði Halldór sigurreifur. Handbolti Tengdar fréttir Sjáðu fagnaðarlæti FH-inga eftir að Ísak skoraði | Myndband Sem kunnugt er hafði FH betur gegn St. Pétursborg í vítakastkeppni ytra í morgun. 12. nóvember 2017 13:45 FH-ingar unnu vítakeppnina sögulegu og eru komnir áfram | Sjáðu vítakeppnina FH er komið áfram í 3. umferð EHF-bikarsins í handbolta eftir sigur á St. Pétursborg í vítakastkeppni, 3-4, ytra í morgun. 12. nóvember 2017 09:00 Halldór: Hafði trú á markmönnunum okkar Halldór Sigfússon, þjálfari FH, var að vonum ánægður eftir sigur Fimleikafélagsins á St. Pétursborg í umdeildri vítakastkeppni í morgun. 12. nóvember 2017 09:52 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Sjá meira
Einvígi FH og St. Pétursborgar í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta lauk loks í gær, rúmum mánuði eftir að það byrjaði. FH bar þá sigurorð af rússneska liðinu, 3-4, í vítakastkeppni. Sem kunnugt er þurftu FH-ingar að ferðast alla leiðina til St. Pétursborgar til að mæta heimamönnum í vítakeppni. Ferðin til St. Pétursborgar gekk ekki hnökralaust fyrir sig því besta vítaskytta FH, Einar Rafn Eiðsson, fékk upphaflega ekki sæti í flugvélinni á leiðinni til Rússlands. Hann komst þó á endanum á áfangastað og skoraði úr sínu víti í vítakeppninni. FH-ingar fengu enga draumabyrjun í vítakeppninni. Viktor Babkin skoraði úr fyrsta víti Rússanna en Ásbjörn Friðriksson skaut í utanverð samskeytin í fyrsta víti FH. Þá var komið að Ágústi Elí Björgvinssyni, markverði FH. Hann varði tvö næstu víti St. Pétursborgar og eftir að Einar Rafn og Óðinn Þór Ríkharðsson skoruðu úr sínum vítum var FH komið með frumkvæðið. „Ég hafði ekki áhyggjur. Menn geta klikkað á vítum. Ég hafði trú á markmönnunum okkar, að þeir myndu taka 1-2 víti,“ sagði Halldór Sigfússon, þjálfari FH, í samtali við Fréttablaðið í gær. Liðin skoruðu bæði úr sínum vítum í 4. umferðinni og Dmitrii Kiselev jafnaði svo metin í 3-3 þegar hann skoraði úr síðasta víti St. Pétursborgar. Ísak Rafnsson fékk tækifæri til að tryggja FH sigur sem og hann gerði. Þessi mikli FH-ingur sýndi stáltaugar á vítalínunni og skaut sínum mönnum áfram. Eftir 37 daga einvígi, tvær ferðir til St. Pétursborgar, kærur og alls konar rugl eru FH-ingar komnir áfram í 3. umferð EHF-bikarsins þar sem þeir mæta Tatran Presov, meisturunum frá Slóvakíu. Það var gott að klára þetta. Vissulega er það miklu skemmtilegra að fara heim með sigur í farteskinu,“ sagði Halldór sigurreifur.
Handbolti Tengdar fréttir Sjáðu fagnaðarlæti FH-inga eftir að Ísak skoraði | Myndband Sem kunnugt er hafði FH betur gegn St. Pétursborg í vítakastkeppni ytra í morgun. 12. nóvember 2017 13:45 FH-ingar unnu vítakeppnina sögulegu og eru komnir áfram | Sjáðu vítakeppnina FH er komið áfram í 3. umferð EHF-bikarsins í handbolta eftir sigur á St. Pétursborg í vítakastkeppni, 3-4, ytra í morgun. 12. nóvember 2017 09:00 Halldór: Hafði trú á markmönnunum okkar Halldór Sigfússon, þjálfari FH, var að vonum ánægður eftir sigur Fimleikafélagsins á St. Pétursborg í umdeildri vítakastkeppni í morgun. 12. nóvember 2017 09:52 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Sjá meira
Sjáðu fagnaðarlæti FH-inga eftir að Ísak skoraði | Myndband Sem kunnugt er hafði FH betur gegn St. Pétursborg í vítakastkeppni ytra í morgun. 12. nóvember 2017 13:45
FH-ingar unnu vítakeppnina sögulegu og eru komnir áfram | Sjáðu vítakeppnina FH er komið áfram í 3. umferð EHF-bikarsins í handbolta eftir sigur á St. Pétursborg í vítakastkeppni, 3-4, ytra í morgun. 12. nóvember 2017 09:00
Halldór: Hafði trú á markmönnunum okkar Halldór Sigfússon, þjálfari FH, var að vonum ánægður eftir sigur Fimleikafélagsins á St. Pétursborg í umdeildri vítakastkeppni í morgun. 12. nóvember 2017 09:52