Viðskipti innlent

Útsendingum ÍNN hætt í kvöld

Birgir Olgeirsson skrifar
Ingvi Hrafn Jónsson hefur um árabil verið andlit ÍNN þar sem hann hefur meðal annars stýrt þættinum Hrafnaþing.
Ingvi Hrafn Jónsson hefur um árabil verið andlit ÍNN þar sem hann hefur meðal annars stýrt þættinum Hrafnaþing. Vísir
Stjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN hafa ákveðið að leggja stöðina niður og verður útsendingum hennar hætt í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt er á Facebook-síðu sjónvarpsstöðvarinnar.

Þar segir að sjónvarpsstöðin hafi glímt við mikinn rekstrar- og skuldavanda um árabil. Tækjabúnaðurinn þarfnist endurnýjunar og ljóst sé að stöðin verði ekki rekin áfram nema nýtt fjármagn komi til. Hlutafé í ÍNN var meðal þess sem Frjáls fjölmiðlun keypti af Pressunni í haust.

Niðurstaðan nú er sameiginleg milli stjórnar Pressunnar og eiganda Frjálsrar fjölmiðlunar, en bæði félögin hafa lagt ÍNN til fjármagn undanfarin misseri.

ÍNN hóf útsendingar 2. október árið 2007 og fagnaði því nýverið 10 ára afmæli.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×