Körfubolti

Óvænt tap hjá toppliði Borås

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jakob í leik með Borås.
Jakob í leik með Borås. mynd/borås
Jakob Örn Sigurðarson og félagar hans í sænska körfuboltaliðinu Borås misstigu sig mjög óvænt í kvöld.

Borås á toppi deildarinnar og fékk næstneðsta lið deildarinnar, Uppsala, í heimsókn. Það átti að vera þægilegt kvöld hjá Jakobi og félögum. Svo fór nú ekki.

Uppsala vann nefnilega þriggja stiga sigur, 79-82. Jabok reyndi að jafna leikinn með þriggja stiga skoti undir lokin en skotið vildi ekki niður.

Okkar maður endaði annars með 12 stig, 4 fráköst og eina stoðsendingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×