Lífseigir miðlar Stjórnarmaðurinn skrifar 19. nóvember 2017 11:00 Þýski stórmarkaðsrisinn Lidl hefur náð eftirtektarverðum árangri undanfarin ár, og hefur í auknum mæli beint sjónum sínum út fyrir heimalandið. Lidl hefur á einungis fimm árum náð því að vera fimmti stærsti stórmarkaðurinn á Bretlandi að því er varðar veltu, og er aukinheldur sá sem verið hefur að bæta við sig mestri markaðshlutdeild. Söluaukning félagsins milli ára nam þannig 18% á þriðja fjórðungi þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra. Ljóst er því að markaðsdeild Lidl er að gera eitthvað rétt. Því var eftirtektarvert að heyra markaðsstjóra félagsins láta hafa eftir sér að Lidl legði langmesta áherslu á auglýsingar í því sem kalla má hefðbundnum miðlum, það er sjónvarpi, útvarpi og prentmiðlum. Þar telur markaðsstjórinn að mestur árangur náist, og að mest fáist fyrir þá peninga sem lagðir eru til markaðsmála. Hvað nýmiðla varðar, og þá á hann fyrst og fremst við vélrænar auglýsingar á netinu sem birst geta bæði á vefmiðlum eða á samfélagsmiðlum, þá telur hann þá dýra og að erfitt sé að mæla árangur. Athyglisvert er að bera þessa reynslu markaðsstjórans og Lidl saman við nýlegar tölur um auglýsingatekjur íslenskra fjölmiðla, en þar kemur fram að auglýsingatekjurnar voru helmingi minni að raunvirði árið 2015 en árið 2007 þegar þær náðu sögulegu hámarki. Nú er ljóst, þótt ekki liggi fyrir opinberar tölur, að auglýsingakaup hafa ekki dregist saman á Íslandi sem þessu nemur. Því má gera ráð fyrir því að það sem upp á vantar, og mögulega meira til, hafi runnið í auglýsingar á netinu ýmiss konar, t.d. til samfélagsmiðla á borð við Facebook, Instagram, Snapchat eða YouTube. Kaka innlendra vefmiðla er hins vegar enn mjög smá. Í þessu samhengi er sú nálgun Samkeppniseftirlitsins að skilgreina erlenda samfélagsmiðla ekki sem keppinauta hefðbundinna fjölmiðla í besta falli hlægileg. Auðvitað starfa þessir aðilar á sama markaði og keppa um sömu auglýsendur. Þessar nýju tölur um auglýsingar eru lifandi vitnisburður um það. Hitt er annað mál að orð markaðsstjóra Lidl benda til þess að þróunin sé mögulega ekki óafturkræf. Ef það er reynsla þess fyrirtækis á Bretlandseyjum sem hefur verið í mestri markaðssókn að hefðbundnir miðlar virki best, þá hljóta aðrir að upplifa það sama eða að minnsta kosti að veita ummælunum eftirtekt. Er hitt ekki líklegra að sannleikurinn liggi einhvers staðar á miðri leið? Hefðbundnir fjölmiðlar lifa vissulega í breyttum heimi, en þeir eru langt í frá dauðir úr öllum æðum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Þýski stórmarkaðsrisinn Lidl hefur náð eftirtektarverðum árangri undanfarin ár, og hefur í auknum mæli beint sjónum sínum út fyrir heimalandið. Lidl hefur á einungis fimm árum náð því að vera fimmti stærsti stórmarkaðurinn á Bretlandi að því er varðar veltu, og er aukinheldur sá sem verið hefur að bæta við sig mestri markaðshlutdeild. Söluaukning félagsins milli ára nam þannig 18% á þriðja fjórðungi þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra. Ljóst er því að markaðsdeild Lidl er að gera eitthvað rétt. Því var eftirtektarvert að heyra markaðsstjóra félagsins láta hafa eftir sér að Lidl legði langmesta áherslu á auglýsingar í því sem kalla má hefðbundnum miðlum, það er sjónvarpi, útvarpi og prentmiðlum. Þar telur markaðsstjórinn að mestur árangur náist, og að mest fáist fyrir þá peninga sem lagðir eru til markaðsmála. Hvað nýmiðla varðar, og þá á hann fyrst og fremst við vélrænar auglýsingar á netinu sem birst geta bæði á vefmiðlum eða á samfélagsmiðlum, þá telur hann þá dýra og að erfitt sé að mæla árangur. Athyglisvert er að bera þessa reynslu markaðsstjórans og Lidl saman við nýlegar tölur um auglýsingatekjur íslenskra fjölmiðla, en þar kemur fram að auglýsingatekjurnar voru helmingi minni að raunvirði árið 2015 en árið 2007 þegar þær náðu sögulegu hámarki. Nú er ljóst, þótt ekki liggi fyrir opinberar tölur, að auglýsingakaup hafa ekki dregist saman á Íslandi sem þessu nemur. Því má gera ráð fyrir því að það sem upp á vantar, og mögulega meira til, hafi runnið í auglýsingar á netinu ýmiss konar, t.d. til samfélagsmiðla á borð við Facebook, Instagram, Snapchat eða YouTube. Kaka innlendra vefmiðla er hins vegar enn mjög smá. Í þessu samhengi er sú nálgun Samkeppniseftirlitsins að skilgreina erlenda samfélagsmiðla ekki sem keppinauta hefðbundinna fjölmiðla í besta falli hlægileg. Auðvitað starfa þessir aðilar á sama markaði og keppa um sömu auglýsendur. Þessar nýju tölur um auglýsingar eru lifandi vitnisburður um það. Hitt er annað mál að orð markaðsstjóra Lidl benda til þess að þróunin sé mögulega ekki óafturkræf. Ef það er reynsla þess fyrirtækis á Bretlandseyjum sem hefur verið í mestri markaðssókn að hefðbundnir miðlar virki best, þá hljóta aðrir að upplifa það sama eða að minnsta kosti að veita ummælunum eftirtekt. Er hitt ekki líklegra að sannleikurinn liggi einhvers staðar á miðri leið? Hefðbundnir fjölmiðlar lifa vissulega í breyttum heimi, en þeir eru langt í frá dauðir úr öllum æðum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira