Lífseigir miðlar Stjórnarmaðurinn skrifar 19. nóvember 2017 11:00 Þýski stórmarkaðsrisinn Lidl hefur náð eftirtektarverðum árangri undanfarin ár, og hefur í auknum mæli beint sjónum sínum út fyrir heimalandið. Lidl hefur á einungis fimm árum náð því að vera fimmti stærsti stórmarkaðurinn á Bretlandi að því er varðar veltu, og er aukinheldur sá sem verið hefur að bæta við sig mestri markaðshlutdeild. Söluaukning félagsins milli ára nam þannig 18% á þriðja fjórðungi þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra. Ljóst er því að markaðsdeild Lidl er að gera eitthvað rétt. Því var eftirtektarvert að heyra markaðsstjóra félagsins láta hafa eftir sér að Lidl legði langmesta áherslu á auglýsingar í því sem kalla má hefðbundnum miðlum, það er sjónvarpi, útvarpi og prentmiðlum. Þar telur markaðsstjórinn að mestur árangur náist, og að mest fáist fyrir þá peninga sem lagðir eru til markaðsmála. Hvað nýmiðla varðar, og þá á hann fyrst og fremst við vélrænar auglýsingar á netinu sem birst geta bæði á vefmiðlum eða á samfélagsmiðlum, þá telur hann þá dýra og að erfitt sé að mæla árangur. Athyglisvert er að bera þessa reynslu markaðsstjórans og Lidl saman við nýlegar tölur um auglýsingatekjur íslenskra fjölmiðla, en þar kemur fram að auglýsingatekjurnar voru helmingi minni að raunvirði árið 2015 en árið 2007 þegar þær náðu sögulegu hámarki. Nú er ljóst, þótt ekki liggi fyrir opinberar tölur, að auglýsingakaup hafa ekki dregist saman á Íslandi sem þessu nemur. Því má gera ráð fyrir því að það sem upp á vantar, og mögulega meira til, hafi runnið í auglýsingar á netinu ýmiss konar, t.d. til samfélagsmiðla á borð við Facebook, Instagram, Snapchat eða YouTube. Kaka innlendra vefmiðla er hins vegar enn mjög smá. Í þessu samhengi er sú nálgun Samkeppniseftirlitsins að skilgreina erlenda samfélagsmiðla ekki sem keppinauta hefðbundinna fjölmiðla í besta falli hlægileg. Auðvitað starfa þessir aðilar á sama markaði og keppa um sömu auglýsendur. Þessar nýju tölur um auglýsingar eru lifandi vitnisburður um það. Hitt er annað mál að orð markaðsstjóra Lidl benda til þess að þróunin sé mögulega ekki óafturkræf. Ef það er reynsla þess fyrirtækis á Bretlandseyjum sem hefur verið í mestri markaðssókn að hefðbundnir miðlar virki best, þá hljóta aðrir að upplifa það sama eða að minnsta kosti að veita ummælunum eftirtekt. Er hitt ekki líklegra að sannleikurinn liggi einhvers staðar á miðri leið? Hefðbundnir fjölmiðlar lifa vissulega í breyttum heimi, en þeir eru langt í frá dauðir úr öllum æðum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Þýski stórmarkaðsrisinn Lidl hefur náð eftirtektarverðum árangri undanfarin ár, og hefur í auknum mæli beint sjónum sínum út fyrir heimalandið. Lidl hefur á einungis fimm árum náð því að vera fimmti stærsti stórmarkaðurinn á Bretlandi að því er varðar veltu, og er aukinheldur sá sem verið hefur að bæta við sig mestri markaðshlutdeild. Söluaukning félagsins milli ára nam þannig 18% á þriðja fjórðungi þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra. Ljóst er því að markaðsdeild Lidl er að gera eitthvað rétt. Því var eftirtektarvert að heyra markaðsstjóra félagsins láta hafa eftir sér að Lidl legði langmesta áherslu á auglýsingar í því sem kalla má hefðbundnum miðlum, það er sjónvarpi, útvarpi og prentmiðlum. Þar telur markaðsstjórinn að mestur árangur náist, og að mest fáist fyrir þá peninga sem lagðir eru til markaðsmála. Hvað nýmiðla varðar, og þá á hann fyrst og fremst við vélrænar auglýsingar á netinu sem birst geta bæði á vefmiðlum eða á samfélagsmiðlum, þá telur hann þá dýra og að erfitt sé að mæla árangur. Athyglisvert er að bera þessa reynslu markaðsstjórans og Lidl saman við nýlegar tölur um auglýsingatekjur íslenskra fjölmiðla, en þar kemur fram að auglýsingatekjurnar voru helmingi minni að raunvirði árið 2015 en árið 2007 þegar þær náðu sögulegu hámarki. Nú er ljóst, þótt ekki liggi fyrir opinberar tölur, að auglýsingakaup hafa ekki dregist saman á Íslandi sem þessu nemur. Því má gera ráð fyrir því að það sem upp á vantar, og mögulega meira til, hafi runnið í auglýsingar á netinu ýmiss konar, t.d. til samfélagsmiðla á borð við Facebook, Instagram, Snapchat eða YouTube. Kaka innlendra vefmiðla er hins vegar enn mjög smá. Í þessu samhengi er sú nálgun Samkeppniseftirlitsins að skilgreina erlenda samfélagsmiðla ekki sem keppinauta hefðbundinna fjölmiðla í besta falli hlægileg. Auðvitað starfa þessir aðilar á sama markaði og keppa um sömu auglýsendur. Þessar nýju tölur um auglýsingar eru lifandi vitnisburður um það. Hitt er annað mál að orð markaðsstjóra Lidl benda til þess að þróunin sé mögulega ekki óafturkræf. Ef það er reynsla þess fyrirtækis á Bretlandseyjum sem hefur verið í mestri markaðssókn að hefðbundnir miðlar virki best, þá hljóta aðrir að upplifa það sama eða að minnsta kosti að veita ummælunum eftirtekt. Er hitt ekki líklegra að sannleikurinn liggi einhvers staðar á miðri leið? Hefðbundnir fjölmiðlar lifa vissulega í breyttum heimi, en þeir eru langt í frá dauðir úr öllum æðum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira