Körfubolti

Hester byrjaður í endurhæfingu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Antonio Hester.
Antonio Hester. Vísir/Anton

Antonio Hester er ekki eins illa meiddur og fyrst var haldið, en hann er ekki brotinn á ökkla.

Þetta kom fram í Domino's Körfuboltakvöldi í gærkvöld og var staðfest af Stefáni Jónssyni, formanni körfuboltadeildar Tindastóls, í samtali við feyki.is.

Hester meiddist í sigri Tindastóls á Keflavík í sjöttu umferðinni. Eftir röntgenmyndatöku var talið að hann hefði ökklabrotnað og yrði lengi frá.

Nú er hins vegar komið í ljós að myndin hafi sýnt áverka gamalla meiðsla, þar sem ómmynd sýndi að Hester hafi sloppið við brot.

Stefán sagði Hester þegar byrjaðan í endurhæfingu og verði kominn til baka mun fyrr en talið var.

Pétur Rúnar Birgisson, sem fór á kostum í sigrinum á Keflavík, meiddist í leik Stólanna og Þórs Þ. á fimmtudag. Meiðsli hans eru ekki talin alvarleg.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.