Góðar fréttir Auður Guðjónsdóttir skrifar 1. nóvember 2017 07:00 Í upphafi þessa árs lagði Lilja Alfreðsdóttir, þáverandi utanríkisráðherra, til við Norrænu ráðherranefndina að fylgja eftir tilvísunum í taugakerfið í stefnuyfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna áranna 2015-2030 og láta greina og samkeyra gagnabanka á norrænu taugavísindasviði með gervigreind. Markmiðið væri að leita að sameiginlegu mynstri í innihaldi bankanna sem hjálpað gæti læknavísindunum að skilja betur hvernig taugakerfið starfar og komast með því nær lækningu. Tillögu Lilju var vel tekið hjá ráðherranefndinni og leitaði nefndin eftir áliti NordForsk sem fjármagnar og liðkar fyrir norrænu samstarfi á sviði rannsókna og rannsóknarinnviða. Álit framkvæmdastjóra NordForsk barst fyrir skömmu og þar kemur fram að stofnunin telji mjög mikilvægt að efla norrænt samstarf á sviði taugaskaða og sjúkdóma og með pólitísku átaki á því sviði ætti að vera hægt að hrinda umræddri tillögu tiltölulega fljótt í framkvæmd. Nú ríður á að íslenskir embættismenn, þingmenn og ráðherrar haldi málinu á lofti á norrænum vettvangi. Ástæða þess að Lilja lagði fram tillöguna var að Ísland náði ofangreindri tilvísun í taugakerfið inn í stefnuyfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna árið 2015 eftir mikla vinnu margra Íslendinga. Með því var hún að freista þess að afla stuðnings Norðurlandaþjóðanna við taugakerfið og festa það þar með í sessi hjá Sameinuðu þjóðunum sem eitt af þeim málum sem heimurinn þarf að taka á. Eins og fólk veit gengur erfiðlega að finna lækningu við skemmdum í taugakerfinu þrátt fyrir að mikið sé rannsakað. Heimurinn er fullur af gömlum og nýjum rannsóknum sem þarf að skoða í stóra samhenginu. Þess vegna þarf að nálgast taugakerfið á breiðari grundvelli en verið hefur og nýta til þess hina nýju gervigreind. Vonandi bera Norðurlönd gæfu til að ríða á vaðið og stuðla þar með að stórstígum framförum á taugavísindasviði. Höfundur er stjórnarformaður Mænuskaðastofnunar Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Í upphafi þessa árs lagði Lilja Alfreðsdóttir, þáverandi utanríkisráðherra, til við Norrænu ráðherranefndina að fylgja eftir tilvísunum í taugakerfið í stefnuyfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna áranna 2015-2030 og láta greina og samkeyra gagnabanka á norrænu taugavísindasviði með gervigreind. Markmiðið væri að leita að sameiginlegu mynstri í innihaldi bankanna sem hjálpað gæti læknavísindunum að skilja betur hvernig taugakerfið starfar og komast með því nær lækningu. Tillögu Lilju var vel tekið hjá ráðherranefndinni og leitaði nefndin eftir áliti NordForsk sem fjármagnar og liðkar fyrir norrænu samstarfi á sviði rannsókna og rannsóknarinnviða. Álit framkvæmdastjóra NordForsk barst fyrir skömmu og þar kemur fram að stofnunin telji mjög mikilvægt að efla norrænt samstarf á sviði taugaskaða og sjúkdóma og með pólitísku átaki á því sviði ætti að vera hægt að hrinda umræddri tillögu tiltölulega fljótt í framkvæmd. Nú ríður á að íslenskir embættismenn, þingmenn og ráðherrar haldi málinu á lofti á norrænum vettvangi. Ástæða þess að Lilja lagði fram tillöguna var að Ísland náði ofangreindri tilvísun í taugakerfið inn í stefnuyfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna árið 2015 eftir mikla vinnu margra Íslendinga. Með því var hún að freista þess að afla stuðnings Norðurlandaþjóðanna við taugakerfið og festa það þar með í sessi hjá Sameinuðu þjóðunum sem eitt af þeim málum sem heimurinn þarf að taka á. Eins og fólk veit gengur erfiðlega að finna lækningu við skemmdum í taugakerfinu þrátt fyrir að mikið sé rannsakað. Heimurinn er fullur af gömlum og nýjum rannsóknum sem þarf að skoða í stóra samhenginu. Þess vegna þarf að nálgast taugakerfið á breiðari grundvelli en verið hefur og nýta til þess hina nýju gervigreind. Vonandi bera Norðurlönd gæfu til að ríða á vaðið og stuðla þar með að stórstígum framförum á taugavísindasviði. Höfundur er stjórnarformaður Mænuskaðastofnunar Íslands.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun