Handbolti

Brjálaða Íslendingnum að þakka að ég er kominn í form lífs míns

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mensah Larsen og Guðjón Valur eru hér saman í leik gegn Kiel.
Mensah Larsen og Guðjón Valur eru hér saman í leik gegn Kiel. vísir/getty
Danski landsliðsmaðurinn Mads Mensah Larsen hefur aldrei verið í betra formi og hann segir að íslenska landsliðsfyrirliðanum, Guðjóni Val Sigurðssyni, sé fyrir að þakka.

Mensah Larsen átti ekki sérstaka leiktíð með Rhein-Neckar Löwen í fyrra og varð því að rífa sig upp. Hann hætti að gera það sem þurfti til á æfingum og setti sér hærri markmið enda ekki í nægilega góðu formi. Hann þurfti ekki að leita langt til þess að finna innblástur og aðstoð.

„Við erum með brjálaðan Íslending í vinstra horninu hjá okkur sem æfir frekar mikið. Ég fór því að æfa með honum til þess að komast í betra form. Þar byrjaði þetta allt saman. Ég fór svo að eyða tíma í lyftingasalnum eftir æfingar,“ segir Mensah Larsen sem augljóslega er þakklátur hinum 38 ára gamla Guðjóni fyrir innblásturinn.

Hann hefur aldrei verið léttari og bæði félagslið hans sem og danska landsliðið nýtur nú góðs af því.

Lesa má viðtalið við danska landsliðsmanninn í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×