Lars segir óþarfi að óttast nýju stjórnina Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. nóvember 2017 06:48 Lars Christensen hefur meðal annars skrifað pistla í Markaðinn, fylgirit Fréttablaðsins, um árabil. VÍSIR/GVA Íslendingar ættu ekki að þurfa að óttast þá ríkisstjórn sem nú er í smíðum ef marka má fjármálaráðgjafann og fyrrverandi aðalhagfræðing Danske Bank, Lars Christensen. „Ísland verður ekki gjörbreytt frá því sem það er í dag.“ Ætla má af umfjöllun Bloomberg um stjórnarmyndunarviðræðurnar sem nú standa yfir að Íslendingar megi eiga von á umtalsverðum umskiptum í stjórnmálunum. „Ungur vinstrisinni mun þurfa að reiða sig á kerfisandstöðuflokkinn Pírata til að halda tæpum meirihluta,“ er inntakið og Samfylkingin og Framsókn því næst kynnt til sögunnar. Eitt stærsta verkefni nýrrar stjórnar verði ekki síst að koma böndum á „ofhitnandi ferðamannaiðnað“ sem drífur áfram hagvöxt - en líka upp húsnæðisverðið. „Fjögurra flokka viðræður verða flóknar og óvíst er að þær takist,“ en engu að síður sé „veik samsteypu- eða minnihlutastjórn vel möguleg,“ að mati Fitch Ratings, sem vísað er til á Bloomberg.Danski sjáandinn Þar er jafnframt rætt við Lars, sem kynntur er til sögunnar sem einn fyrstu greinandanna sem sá fyrir efnahagshrunið á Íslandi árið 2008. Lars segir að hin nýja stjórn þurfi ekki síður að líta til kjaramálanna en kröfur um síhækkandi laun muni hafa áhrif á verðbólgu og peningastefnu landsins. Engu að síður ættu fjárfestar að vera nokkuð óhræddir. „Við höfum séð á öðrum Norðurlöndum að mið-vinstristjórnir eiga það til að standa vörð um nokkuð frjálsan markaðsbúskap,“ að sögn þess danska.Umfjöllunina má nálgast hér. Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Íslendingar ættu ekki að þurfa að óttast þá ríkisstjórn sem nú er í smíðum ef marka má fjármálaráðgjafann og fyrrverandi aðalhagfræðing Danske Bank, Lars Christensen. „Ísland verður ekki gjörbreytt frá því sem það er í dag.“ Ætla má af umfjöllun Bloomberg um stjórnarmyndunarviðræðurnar sem nú standa yfir að Íslendingar megi eiga von á umtalsverðum umskiptum í stjórnmálunum. „Ungur vinstrisinni mun þurfa að reiða sig á kerfisandstöðuflokkinn Pírata til að halda tæpum meirihluta,“ er inntakið og Samfylkingin og Framsókn því næst kynnt til sögunnar. Eitt stærsta verkefni nýrrar stjórnar verði ekki síst að koma böndum á „ofhitnandi ferðamannaiðnað“ sem drífur áfram hagvöxt - en líka upp húsnæðisverðið. „Fjögurra flokka viðræður verða flóknar og óvíst er að þær takist,“ en engu að síður sé „veik samsteypu- eða minnihlutastjórn vel möguleg,“ að mati Fitch Ratings, sem vísað er til á Bloomberg.Danski sjáandinn Þar er jafnframt rætt við Lars, sem kynntur er til sögunnar sem einn fyrstu greinandanna sem sá fyrir efnahagshrunið á Íslandi árið 2008. Lars segir að hin nýja stjórn þurfi ekki síður að líta til kjaramálanna en kröfur um síhækkandi laun muni hafa áhrif á verðbólgu og peningastefnu landsins. Engu að síður ættu fjárfestar að vera nokkuð óhræddir. „Við höfum séð á öðrum Norðurlöndum að mið-vinstristjórnir eiga það til að standa vörð um nokkuð frjálsan markaðsbúskap,“ að sögn þess danska.Umfjöllunina má nálgast hér.
Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira