Útgefandi Viðskiptablaðsins kaupir Frjálsa verslun Atli Ísleifsson skrifar 26. október 2017 15:32 Forsvarsmenn Heims hafa um nokkurt skeið leitað nýrra eigenda að Frjálsri verslun. Vísir/atli Myllusetur, útgáfufélag Viðskiptablaðsins, hefur keypt viðskiptatímaritið Frjálsa verslun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Myllusetri og segir að framtíðarútgáfa Frjálsrar verslunar sé í mótun enda stutt síðan gengið var frá kaupunum. Fréttablaðið greindi frá því í sumar að viðræður um kaup stæðu yfir. Í tilkynningunni kemur fram að auk þess að gefa út tímarit hefur Frjáls verslun gefið út bók um 300 stærstu fyrirtæki landsins sem mun koma út í næsta mánuði. „Myllusetur gefur út Viðskiptablaðið og fjölda sérblaða sem því tengjast. Í Viðskiptablaðinu er lögð áhersla á fréttir úr viðskiptalífinu og umfjöllun um efnahags- og þjóðmál. Auk frétta eru í blaðinu fjölbreytt viðtöl, úttektir og pistlar. Undir merkjum Viðskiptablaðsins eru einnig gefin út tvö tímarit á hverju ári en það eru Áramót og Frumkvöðlar. Myllusetur gefur einnig út Fiskifréttir, sem er sérblað um sjávarútvegsmál. Undir merkjum Fiskifrétta eru gefið út eitt veglegt tímarit á haustmánuðum. Þá kemur sérstakt Kvótablað út í upphafi hvers fiskveiðiárs og bókin Íslenska sjómannaalmanakið er gefin út í lok hvers árs. Auk þess að gefa út prentmiðla heldur Myllusetur úti vefmiðlunum vb.is og fiskifréttir.is,“ segir í tilkynningunni. Forsvarsmenn Heims hafa um nokkurt skeið leitað nýrra eigenda að Frjálsri verslun. Þau systkini Jóhannes, Jón og Steinunn tóku við rekstri félagsins af föður sínum, Benedikt Jóhannessyni fjármálaráðherra, í lok síðasta árs. Fjölmiðlar Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Sjá meira
Myllusetur, útgáfufélag Viðskiptablaðsins, hefur keypt viðskiptatímaritið Frjálsa verslun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Myllusetri og segir að framtíðarútgáfa Frjálsrar verslunar sé í mótun enda stutt síðan gengið var frá kaupunum. Fréttablaðið greindi frá því í sumar að viðræður um kaup stæðu yfir. Í tilkynningunni kemur fram að auk þess að gefa út tímarit hefur Frjáls verslun gefið út bók um 300 stærstu fyrirtæki landsins sem mun koma út í næsta mánuði. „Myllusetur gefur út Viðskiptablaðið og fjölda sérblaða sem því tengjast. Í Viðskiptablaðinu er lögð áhersla á fréttir úr viðskiptalífinu og umfjöllun um efnahags- og þjóðmál. Auk frétta eru í blaðinu fjölbreytt viðtöl, úttektir og pistlar. Undir merkjum Viðskiptablaðsins eru einnig gefin út tvö tímarit á hverju ári en það eru Áramót og Frumkvöðlar. Myllusetur gefur einnig út Fiskifréttir, sem er sérblað um sjávarútvegsmál. Undir merkjum Fiskifrétta eru gefið út eitt veglegt tímarit á haustmánuðum. Þá kemur sérstakt Kvótablað út í upphafi hvers fiskveiðiárs og bókin Íslenska sjómannaalmanakið er gefin út í lok hvers árs. Auk þess að gefa út prentmiðla heldur Myllusetur úti vefmiðlunum vb.is og fiskifréttir.is,“ segir í tilkynningunni. Forsvarsmenn Heims hafa um nokkurt skeið leitað nýrra eigenda að Frjálsri verslun. Þau systkini Jóhannes, Jón og Steinunn tóku við rekstri félagsins af föður sínum, Benedikt Jóhannessyni fjármálaráðherra, í lok síðasta árs.
Fjölmiðlar Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Sjá meira