MS ætlar að breyta mysu í vín innan tveggja ára Haraldur Guðmundsson skrifar 19. október 2017 06:00 Ný verksmiðja Heilsupróteins á Sauðárkróki verður vígð á laugardag. Mjólkursamsalan (MS) og Kaupfélag Skagfirðinga stefna að framleiðslu á etanóli eða alkóhóli úr mjólkursykri mysu innan tveggja ára. Verður hún hluti af nýrri verksmiðju dótturfélags fyrirtækjanna tveggja á Sauðárkróki og nýtt til framleiðslu á vínanda, iðnaðarspíra og mögulega lífrænu eldsneyti. Ari Ewdald, forstjóri MS.„Þær niðurstöður sem liggja fyrir lofa mjög góðu og við erum fullviss um að það verði af þessu verkefni. Þetta eru hátt í 2.500 tonn af þurrefni, eða sykri úr mysunni, á ári og það eru ýmsir möguleikar,“ segir Ari Edwald, forstjóri MS og stjórnarformaður dótturfélagsins Heilsupróteins ehf. Etanólframleiðslan mun að sögn Ara nema um einni og hálfri milljón lítra á ári og í fyrstu að mestu seld öðrum fyrirtækjum til iðnaðarnota. Íslenskir áfengisframleiðendur geti þá þróað vörur úr alíslenskum spíra. MS hefur unnið að verkefninu síðan 2015 og meðal annars í samstarfi við Matís, Háskólann á Akureyri, danska tækniháskólann DTU og áfengisframleiðandann íslenska Foss Distillery. Fréttablaðið fjallaði um hugmyndina í nóvember 2015. Kom þá fram að mesti ávinningurinn myndi fylgja framleiðslu á vínanda. „Við sem að þessu stöndum teljum að það verði meginviðfangsefni mjólkuriðnaðarins á næstu áratugum að þróa frekari neytendavörur úr þessum hráefnum,“ segir Ari en próteinduft úr mysu verður framleitt í fyrsta áfanga verksmiðjunnar. „Foss Distillery er aðalsamstarfsaðili okkar í etanólverkefninu og það er verið að skoða einnig vörur frá öðrum frumkvöðlum. Til dæmis verður í vígsluathöfn verksmiðjunnar boðið upp á mjólkurlíkjör frá fyrirtækinu Jöklu sem hefur þróað tvær tegundir af slíkum drykk. Um er að ræða fimmfalt meira magn af etanóli en notað er til áfengisframleiðslu á einu ári á Íslandi. Það eru ýmis tækifæri í vörumerkjum á neytendamarkaði en þetta mun skýrast fljótlega og verða tilbúið innan tveggja ára,“ segir Ari. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Mjólkursamsalan (MS) og Kaupfélag Skagfirðinga stefna að framleiðslu á etanóli eða alkóhóli úr mjólkursykri mysu innan tveggja ára. Verður hún hluti af nýrri verksmiðju dótturfélags fyrirtækjanna tveggja á Sauðárkróki og nýtt til framleiðslu á vínanda, iðnaðarspíra og mögulega lífrænu eldsneyti. Ari Ewdald, forstjóri MS.„Þær niðurstöður sem liggja fyrir lofa mjög góðu og við erum fullviss um að það verði af þessu verkefni. Þetta eru hátt í 2.500 tonn af þurrefni, eða sykri úr mysunni, á ári og það eru ýmsir möguleikar,“ segir Ari Edwald, forstjóri MS og stjórnarformaður dótturfélagsins Heilsupróteins ehf. Etanólframleiðslan mun að sögn Ara nema um einni og hálfri milljón lítra á ári og í fyrstu að mestu seld öðrum fyrirtækjum til iðnaðarnota. Íslenskir áfengisframleiðendur geti þá þróað vörur úr alíslenskum spíra. MS hefur unnið að verkefninu síðan 2015 og meðal annars í samstarfi við Matís, Háskólann á Akureyri, danska tækniháskólann DTU og áfengisframleiðandann íslenska Foss Distillery. Fréttablaðið fjallaði um hugmyndina í nóvember 2015. Kom þá fram að mesti ávinningurinn myndi fylgja framleiðslu á vínanda. „Við sem að þessu stöndum teljum að það verði meginviðfangsefni mjólkuriðnaðarins á næstu áratugum að þróa frekari neytendavörur úr þessum hráefnum,“ segir Ari en próteinduft úr mysu verður framleitt í fyrsta áfanga verksmiðjunnar. „Foss Distillery er aðalsamstarfsaðili okkar í etanólverkefninu og það er verið að skoða einnig vörur frá öðrum frumkvöðlum. Til dæmis verður í vígsluathöfn verksmiðjunnar boðið upp á mjólkurlíkjör frá fyrirtækinu Jöklu sem hefur þróað tvær tegundir af slíkum drykk. Um er að ræða fimmfalt meira magn af etanóli en notað er til áfengisframleiðslu á einu ári á Íslandi. Það eru ýmis tækifæri í vörumerkjum á neytendamarkaði en þetta mun skýrast fljótlega og verða tilbúið innan tveggja ára,“ segir Ari.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira