MS ætlar að breyta mysu í vín innan tveggja ára Haraldur Guðmundsson skrifar 19. október 2017 06:00 Ný verksmiðja Heilsupróteins á Sauðárkróki verður vígð á laugardag. Mjólkursamsalan (MS) og Kaupfélag Skagfirðinga stefna að framleiðslu á etanóli eða alkóhóli úr mjólkursykri mysu innan tveggja ára. Verður hún hluti af nýrri verksmiðju dótturfélags fyrirtækjanna tveggja á Sauðárkróki og nýtt til framleiðslu á vínanda, iðnaðarspíra og mögulega lífrænu eldsneyti. Ari Ewdald, forstjóri MS.„Þær niðurstöður sem liggja fyrir lofa mjög góðu og við erum fullviss um að það verði af þessu verkefni. Þetta eru hátt í 2.500 tonn af þurrefni, eða sykri úr mysunni, á ári og það eru ýmsir möguleikar,“ segir Ari Edwald, forstjóri MS og stjórnarformaður dótturfélagsins Heilsupróteins ehf. Etanólframleiðslan mun að sögn Ara nema um einni og hálfri milljón lítra á ári og í fyrstu að mestu seld öðrum fyrirtækjum til iðnaðarnota. Íslenskir áfengisframleiðendur geti þá þróað vörur úr alíslenskum spíra. MS hefur unnið að verkefninu síðan 2015 og meðal annars í samstarfi við Matís, Háskólann á Akureyri, danska tækniháskólann DTU og áfengisframleiðandann íslenska Foss Distillery. Fréttablaðið fjallaði um hugmyndina í nóvember 2015. Kom þá fram að mesti ávinningurinn myndi fylgja framleiðslu á vínanda. „Við sem að þessu stöndum teljum að það verði meginviðfangsefni mjólkuriðnaðarins á næstu áratugum að þróa frekari neytendavörur úr þessum hráefnum,“ segir Ari en próteinduft úr mysu verður framleitt í fyrsta áfanga verksmiðjunnar. „Foss Distillery er aðalsamstarfsaðili okkar í etanólverkefninu og það er verið að skoða einnig vörur frá öðrum frumkvöðlum. Til dæmis verður í vígsluathöfn verksmiðjunnar boðið upp á mjólkurlíkjör frá fyrirtækinu Jöklu sem hefur þróað tvær tegundir af slíkum drykk. Um er að ræða fimmfalt meira magn af etanóli en notað er til áfengisframleiðslu á einu ári á Íslandi. Það eru ýmis tækifæri í vörumerkjum á neytendamarkaði en þetta mun skýrast fljótlega og verða tilbúið innan tveggja ára,“ segir Ari. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Mjólkursamsalan (MS) og Kaupfélag Skagfirðinga stefna að framleiðslu á etanóli eða alkóhóli úr mjólkursykri mysu innan tveggja ára. Verður hún hluti af nýrri verksmiðju dótturfélags fyrirtækjanna tveggja á Sauðárkróki og nýtt til framleiðslu á vínanda, iðnaðarspíra og mögulega lífrænu eldsneyti. Ari Ewdald, forstjóri MS.„Þær niðurstöður sem liggja fyrir lofa mjög góðu og við erum fullviss um að það verði af þessu verkefni. Þetta eru hátt í 2.500 tonn af þurrefni, eða sykri úr mysunni, á ári og það eru ýmsir möguleikar,“ segir Ari Edwald, forstjóri MS og stjórnarformaður dótturfélagsins Heilsupróteins ehf. Etanólframleiðslan mun að sögn Ara nema um einni og hálfri milljón lítra á ári og í fyrstu að mestu seld öðrum fyrirtækjum til iðnaðarnota. Íslenskir áfengisframleiðendur geti þá þróað vörur úr alíslenskum spíra. MS hefur unnið að verkefninu síðan 2015 og meðal annars í samstarfi við Matís, Háskólann á Akureyri, danska tækniháskólann DTU og áfengisframleiðandann íslenska Foss Distillery. Fréttablaðið fjallaði um hugmyndina í nóvember 2015. Kom þá fram að mesti ávinningurinn myndi fylgja framleiðslu á vínanda. „Við sem að þessu stöndum teljum að það verði meginviðfangsefni mjólkuriðnaðarins á næstu áratugum að þróa frekari neytendavörur úr þessum hráefnum,“ segir Ari en próteinduft úr mysu verður framleitt í fyrsta áfanga verksmiðjunnar. „Foss Distillery er aðalsamstarfsaðili okkar í etanólverkefninu og það er verið að skoða einnig vörur frá öðrum frumkvöðlum. Til dæmis verður í vígsluathöfn verksmiðjunnar boðið upp á mjólkurlíkjör frá fyrirtækinu Jöklu sem hefur þróað tvær tegundir af slíkum drykk. Um er að ræða fimmfalt meira magn af etanóli en notað er til áfengisframleiðslu á einu ári á Íslandi. Það eru ýmis tækifæri í vörumerkjum á neytendamarkaði en þetta mun skýrast fljótlega og verða tilbúið innan tveggja ára,“ segir Ari.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira