Lýður hættir sem stjórnarformaður Bakkavarar Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. október 2017 06:58 Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir keyptu 51% í Bakkavör í janúar 2016. Lýður Guðmundsson, annar aðaleiganda Bakkavarar Group Limited, er sagður ætla að stíga til hliðar sem stjórnarformaður fyrirtækisins. Fyrrverandi forstjóri leikafangaverslunarinnar Hamleys, sem er stjórnarmaður í Bakkavör, mun taka við stöðu formanns. Breytingin er sögð gerð í aðdraganda skráningar Bakkavarar á hlutabréfamarkað í Lundúnum og telja heimildarmenn Reuters að fyrirtækið gæti verið metið á rúmlega 280 milljarða króna. Orðrómur um skráningu Bakkavarar, sem einblínir á framleiðslu tilbúinna máltíða, hefur verið hávær frá því í upphafi árs. The Sunday Times greindi frá fyrirætlununum um miðjan janúar en forsvarsmenn fyrirtækisins hafa ekki viljað tjá sig um málið. Engu að síður er búist við því að tilkynnt verði um skráninguna fljótlega, jafnvel í næstu viku, enda hafi fjöldi stórra fjármálafyrirtækja; á borð við Morgan Stanley, HSBC, Barclays, Citigroup, Rabobank og Peel Hunt, unnið að henni undanfarna mánuði.Burke við stjórnvölinn er Baugur keypti Samhliða skráningunni verði tilkynnt um stjórnarformannsbreytinguna. Lýður dragi sig í hlé og Simon Burke komi í hans stað. Er breytingin sögð í frétt Reuters gerð í samræmi við bresk lög sem kalli á óháðan stjórnarformann. Burke ætti að vera öllum hnútum kunnugur í fyrirtækinu enda hefur hann setið í stjórn þess frá því í desember. Hann fór með tögl og hagldir í Hamleys þegar Baugur keypti leikfangaverslunina árið 2003. Það er nú í eigu hins kínverska C. Banner. Lýður og bróðir hans, Ágúst Guðmundsson, eiga meirihluta í Bakkavör en Ágúst er jafnframt forstjóri fyrirtækisins. Bræðurnir gerðu ásamt Baupost Group tilboð í um 1,5 prósenta hlut í Bakkavör Group í febrúar í fyrra. Hluturinn var í eigu 2.800 íslenskra hluthafa og metinn á 900 milljónir króna. Bræðurnir og meðfjárfestar þeirra höfðu þá nýverið náð nánast fullum yfirráðum yfir Bakkavör á ný. Tengdar fréttir Segja Bakkavör á leið í Kauphöll Fjölmiðlar í Bretlandi hafa síðustu daga greint frá því að breska matvælafyrirtækið Bakkavör Group Limited stefni á hlutabréfamarkað í Lundúnum. Forsvarsmenn fyrirtækisins, sem er að meirihluta í eigu bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona, hafa ekki viljað tjá sig um orðróminn. 19. janúar 2017 07:00 Bakkavararbræður kaupa í Bakkavör Félag í eigu bræðranna Ágústs Guðmundssonar og Lýðs Guðmundssonar hefur keypt um 46 prósenta hlut BG12 í Bakkavör. Kaupverðið er rúmir 147 milljónir punda. 25. janúar 2016 08:08 Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Samstarf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Sjá meira
Lýður Guðmundsson, annar aðaleiganda Bakkavarar Group Limited, er sagður ætla að stíga til hliðar sem stjórnarformaður fyrirtækisins. Fyrrverandi forstjóri leikafangaverslunarinnar Hamleys, sem er stjórnarmaður í Bakkavör, mun taka við stöðu formanns. Breytingin er sögð gerð í aðdraganda skráningar Bakkavarar á hlutabréfamarkað í Lundúnum og telja heimildarmenn Reuters að fyrirtækið gæti verið metið á rúmlega 280 milljarða króna. Orðrómur um skráningu Bakkavarar, sem einblínir á framleiðslu tilbúinna máltíða, hefur verið hávær frá því í upphafi árs. The Sunday Times greindi frá fyrirætlununum um miðjan janúar en forsvarsmenn fyrirtækisins hafa ekki viljað tjá sig um málið. Engu að síður er búist við því að tilkynnt verði um skráninguna fljótlega, jafnvel í næstu viku, enda hafi fjöldi stórra fjármálafyrirtækja; á borð við Morgan Stanley, HSBC, Barclays, Citigroup, Rabobank og Peel Hunt, unnið að henni undanfarna mánuði.Burke við stjórnvölinn er Baugur keypti Samhliða skráningunni verði tilkynnt um stjórnarformannsbreytinguna. Lýður dragi sig í hlé og Simon Burke komi í hans stað. Er breytingin sögð í frétt Reuters gerð í samræmi við bresk lög sem kalli á óháðan stjórnarformann. Burke ætti að vera öllum hnútum kunnugur í fyrirtækinu enda hefur hann setið í stjórn þess frá því í desember. Hann fór með tögl og hagldir í Hamleys þegar Baugur keypti leikfangaverslunina árið 2003. Það er nú í eigu hins kínverska C. Banner. Lýður og bróðir hans, Ágúst Guðmundsson, eiga meirihluta í Bakkavör en Ágúst er jafnframt forstjóri fyrirtækisins. Bræðurnir gerðu ásamt Baupost Group tilboð í um 1,5 prósenta hlut í Bakkavör Group í febrúar í fyrra. Hluturinn var í eigu 2.800 íslenskra hluthafa og metinn á 900 milljónir króna. Bræðurnir og meðfjárfestar þeirra höfðu þá nýverið náð nánast fullum yfirráðum yfir Bakkavör á ný.
Tengdar fréttir Segja Bakkavör á leið í Kauphöll Fjölmiðlar í Bretlandi hafa síðustu daga greint frá því að breska matvælafyrirtækið Bakkavör Group Limited stefni á hlutabréfamarkað í Lundúnum. Forsvarsmenn fyrirtækisins, sem er að meirihluta í eigu bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona, hafa ekki viljað tjá sig um orðróminn. 19. janúar 2017 07:00 Bakkavararbræður kaupa í Bakkavör Félag í eigu bræðranna Ágústs Guðmundssonar og Lýðs Guðmundssonar hefur keypt um 46 prósenta hlut BG12 í Bakkavör. Kaupverðið er rúmir 147 milljónir punda. 25. janúar 2016 08:08 Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Samstarf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Sjá meira
Segja Bakkavör á leið í Kauphöll Fjölmiðlar í Bretlandi hafa síðustu daga greint frá því að breska matvælafyrirtækið Bakkavör Group Limited stefni á hlutabréfamarkað í Lundúnum. Forsvarsmenn fyrirtækisins, sem er að meirihluta í eigu bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona, hafa ekki viljað tjá sig um orðróminn. 19. janúar 2017 07:00
Bakkavararbræður kaupa í Bakkavör Félag í eigu bræðranna Ágústs Guðmundssonar og Lýðs Guðmundssonar hefur keypt um 46 prósenta hlut BG12 í Bakkavör. Kaupverðið er rúmir 147 milljónir punda. 25. janúar 2016 08:08