Meðallaun standa í stað en arðgreiðslur hækka Kristinn Ingi Jónsson skrifar 20. september 2017 08:00 Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku. Af smærri fjármálafyrirtækjum landsins voru hæstu launin í fyrra greidd af bankanum, en meðallaun starfsmanna námu um 1.613 þúsundum króna á mánuði. Til viðbótar greiddi Kvika ríflega 400 milljónir króna í arð, fyrst og fremst til lykilstarfsmanna bankans. Mynd/Kvika Meðallaun starfsmanna smærri fjármálafyrirtækja landsins stóðu nokkurn veginn í stað á milli áranna 2015 og 2016 en hins vegar hækkuðu arð- og kaupaukagreiðslur til starfsmannanna umtalsvert á milli ára. Starfsmenn í fyrirtækjunum Arctica Finance, Fossum mörkuðum, GAMMA, Íslenskum verðbréfum, Kviku og Virðingu fengu almennt að meðaltali á bilinu 780 þúsund til 1.610 þúsund krónur í laun á mánuði í fyrra. Hæstu launin voru greidd af Kviku, en meðalmánaðarlaun starfsmanna bankans námu liðlega 1.610 þúsundum króna á síðasta ári. Lækkuðu þau um 100 þúsund krónur á milli ára. Til viðbótar greiddi bankann ríflega 400 milljónir króna í arð til hluthafa í B-flokki, sem eru fyrst og fremst lykilstarfsmenn bankans. Meðallaun starfsmanna fjármálafyrirtækjanna sex, sem athugun Markaðarins nær til, námu um 1.265 þúsundum króna á mánuði í fyrra borið saman við 1.230 þúsund krónur árið 2015. Upplýsingarnar byggja á ársreikningum fyrirtækjanna um heildarlaun og meðalfjölda starfsmanna á síðasta ári. Launagreiðslurnar taka að jafnaði ekki tillit til mögulegra arð- eða kaupaukagreiðslna sem starfsmenn sumra fyrirtækjanna kunna að hafa fengið í sinn hlut. Starfsmenn Fossa fengu að meðaltali um 1.325 þúsund krónur í mánaðarlaun í fyrra, en við bætast arðgreiðslur sem hluthafar í B-flokki, sem eru lykilstjórnendur fyrirtækisins, fengu í sinn hlut. Ekki er vitað hverjar þær voru. Fyrirtækið hóf starfsemi í apríl árið 2015. Starfsmenn GAMMA fengu 1.389 þúsund krónur að meðaltali í laun á mánuði í fyrra og hækkuðu meðallaunin lítillega, eða um 40 þúsund krónur, á milli ára. Hins vegar snarhækkuðu arðgreiðslur fyrirtækisins til hluthafa á milli ára. Alls námu þær 300 milljónum króna í fyrra borið saman við 100 milljónir árið 2015. Stærstu hluthafar GAMMA eru þeir Gísli Hauksson stjórnarformaður og Agnar Tómas Möller, framkvæmdastjóri sjóða, en þeir eiga hvor um sig 30,97 prósenta hlut. Fyrirtækið hefur vaxið hröðum skrefum umliðin ár, en eignir í stýringu voru um 115 milljarðar króna í lok síðasta ár. Var starfsmannafjöldinn að meðaltali 21 á árinu.Lægstu launin hjá Arctica Athygli vekur að lægstu launin í fyrra voru greidd af Arctica Finance, en meðalmánaðarlaun starfsmanna fyrirtækisins voru tæplega 780 þúsund krónur borið saman við 912 þúsund krónur árið 2015. Hins vegar ber að hafa í huga að fyrirtækið greiðir arð til starfsmanna sinna, sem eru jafnframt hluthafar, en ekki kemur fram í ársreikningi Arctica hver arðurinn var í fyrra. Hlutafé fyrirtækisins skiptist í fjóra flokka, A-, B-, C- og D-flokk, og er misjafnt eftir starfsmönnum til hvaða flokks þeir teljast og hve mikinn arð þeir fá í sinn hlut. Hagnaður Arctica Finance nam tæplega 500 milljónum í fyrra og jókst um meira en 300 milljónir frá árinu 2015.Starfsmenn Íslenskra verðbréfa fengu að meðaltali 1.230 þúsund krónur í mánaðarlaun í fyrra, en meðallaunin voru 1.137 þúsund krónur árið áður. Fyrirtækið greiddi 70 milljónir króna í arð til hluthafa á síðasta ári, en hluthafarnir eru einkum lífeyrissjóðir og fagfjárfestar, en ekki starfsmenn. Ekkert kaupaukakerfi er fyrir hendi fyrir starfsmenn fyrirtækisins. Þá fengu starfsmenn Virðingar 1.254 þúsund krónur að meðaltali í mánaðarlaun í fyrra samanborið við 1.041 þúsund krónur árið 2015. Fyrirtækið gjaldfærði 98,6 milljónir króna á síðasta ári vegna kaupaukakerfis starfsmanna, sem er að öllu leyti byggt upp eftir forskrift Fjármálaeftirlitsins, og er sú fjárhæð innifalin í ofangreindum meðallaunum.Vel yfir meðallaunum Mörg smærri fjármálafyrirtæki hafa á undanförnum árum leitað leiða til þess að hagræða í rekstri með sameiningum við önnur fyrirtæki. Þannig sameinuðust MP banki og Straumur fjárfestingarbanki undir nafni Kviku um mitt ár 2015 og þá hefur Kvika keypt allt hlutafé í Virðingu. Sameinað félag Kviku og Virðingar verður eitt umsvifamesta fyrirtæki landsins á eignastýringarmarkaði með um 280 milljarða króna í stýringu. Launakjör starfsmanna fjármálafyrirtækjanna sex, sem athugun Markaðarins tekur til, eru töluvert betri en meðallaun starfsfólks í fjármálageiranum almennt. Í nýjustu launakönnun Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, sem var gerð í febrúar á síðasta ári, kom fram að meðaltal heildarlauna félagsmanna samtakanna í fullu starfi hafi verið 692 þúsund krónur á mánuði. Höfðu launin þá hækkað um 18 prósent frá því að síðasta könnun var gerð árið 2013.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira
Meðallaun starfsmanna smærri fjármálafyrirtækja landsins stóðu nokkurn veginn í stað á milli áranna 2015 og 2016 en hins vegar hækkuðu arð- og kaupaukagreiðslur til starfsmannanna umtalsvert á milli ára. Starfsmenn í fyrirtækjunum Arctica Finance, Fossum mörkuðum, GAMMA, Íslenskum verðbréfum, Kviku og Virðingu fengu almennt að meðaltali á bilinu 780 þúsund til 1.610 þúsund krónur í laun á mánuði í fyrra. Hæstu launin voru greidd af Kviku, en meðalmánaðarlaun starfsmanna bankans námu liðlega 1.610 þúsundum króna á síðasta ári. Lækkuðu þau um 100 þúsund krónur á milli ára. Til viðbótar greiddi bankann ríflega 400 milljónir króna í arð til hluthafa í B-flokki, sem eru fyrst og fremst lykilstarfsmenn bankans. Meðallaun starfsmanna fjármálafyrirtækjanna sex, sem athugun Markaðarins nær til, námu um 1.265 þúsundum króna á mánuði í fyrra borið saman við 1.230 þúsund krónur árið 2015. Upplýsingarnar byggja á ársreikningum fyrirtækjanna um heildarlaun og meðalfjölda starfsmanna á síðasta ári. Launagreiðslurnar taka að jafnaði ekki tillit til mögulegra arð- eða kaupaukagreiðslna sem starfsmenn sumra fyrirtækjanna kunna að hafa fengið í sinn hlut. Starfsmenn Fossa fengu að meðaltali um 1.325 þúsund krónur í mánaðarlaun í fyrra, en við bætast arðgreiðslur sem hluthafar í B-flokki, sem eru lykilstjórnendur fyrirtækisins, fengu í sinn hlut. Ekki er vitað hverjar þær voru. Fyrirtækið hóf starfsemi í apríl árið 2015. Starfsmenn GAMMA fengu 1.389 þúsund krónur að meðaltali í laun á mánuði í fyrra og hækkuðu meðallaunin lítillega, eða um 40 þúsund krónur, á milli ára. Hins vegar snarhækkuðu arðgreiðslur fyrirtækisins til hluthafa á milli ára. Alls námu þær 300 milljónum króna í fyrra borið saman við 100 milljónir árið 2015. Stærstu hluthafar GAMMA eru þeir Gísli Hauksson stjórnarformaður og Agnar Tómas Möller, framkvæmdastjóri sjóða, en þeir eiga hvor um sig 30,97 prósenta hlut. Fyrirtækið hefur vaxið hröðum skrefum umliðin ár, en eignir í stýringu voru um 115 milljarðar króna í lok síðasta ár. Var starfsmannafjöldinn að meðaltali 21 á árinu.Lægstu launin hjá Arctica Athygli vekur að lægstu launin í fyrra voru greidd af Arctica Finance, en meðalmánaðarlaun starfsmanna fyrirtækisins voru tæplega 780 þúsund krónur borið saman við 912 þúsund krónur árið 2015. Hins vegar ber að hafa í huga að fyrirtækið greiðir arð til starfsmanna sinna, sem eru jafnframt hluthafar, en ekki kemur fram í ársreikningi Arctica hver arðurinn var í fyrra. Hlutafé fyrirtækisins skiptist í fjóra flokka, A-, B-, C- og D-flokk, og er misjafnt eftir starfsmönnum til hvaða flokks þeir teljast og hve mikinn arð þeir fá í sinn hlut. Hagnaður Arctica Finance nam tæplega 500 milljónum í fyrra og jókst um meira en 300 milljónir frá árinu 2015.Starfsmenn Íslenskra verðbréfa fengu að meðaltali 1.230 þúsund krónur í mánaðarlaun í fyrra, en meðallaunin voru 1.137 þúsund krónur árið áður. Fyrirtækið greiddi 70 milljónir króna í arð til hluthafa á síðasta ári, en hluthafarnir eru einkum lífeyrissjóðir og fagfjárfestar, en ekki starfsmenn. Ekkert kaupaukakerfi er fyrir hendi fyrir starfsmenn fyrirtækisins. Þá fengu starfsmenn Virðingar 1.254 þúsund krónur að meðaltali í mánaðarlaun í fyrra samanborið við 1.041 þúsund krónur árið 2015. Fyrirtækið gjaldfærði 98,6 milljónir króna á síðasta ári vegna kaupaukakerfis starfsmanna, sem er að öllu leyti byggt upp eftir forskrift Fjármálaeftirlitsins, og er sú fjárhæð innifalin í ofangreindum meðallaunum.Vel yfir meðallaunum Mörg smærri fjármálafyrirtæki hafa á undanförnum árum leitað leiða til þess að hagræða í rekstri með sameiningum við önnur fyrirtæki. Þannig sameinuðust MP banki og Straumur fjárfestingarbanki undir nafni Kviku um mitt ár 2015 og þá hefur Kvika keypt allt hlutafé í Virðingu. Sameinað félag Kviku og Virðingar verður eitt umsvifamesta fyrirtæki landsins á eignastýringarmarkaði með um 280 milljarða króna í stýringu. Launakjör starfsmanna fjármálafyrirtækjanna sex, sem athugun Markaðarins tekur til, eru töluvert betri en meðallaun starfsfólks í fjármálageiranum almennt. Í nýjustu launakönnun Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, sem var gerð í febrúar á síðasta ári, kom fram að meðaltal heildarlauna félagsmanna samtakanna í fullu starfi hafi verið 692 þúsund krónur á mánuði. Höfðu launin þá hækkað um 18 prósent frá því að síðasta könnun var gerð árið 2013.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira