Arion og lífeyrissjóðirnir taka yfir 98% í United Silicon Haraldur Guðmundsson skrifar 20. september 2017 15:00 United Silicon er í greiðslustöðvun. Vísir/Vilhelm Arion banki og fimm lífeyrissjóðir hafa tekið yfir 98,13 prósent af hlutafé kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Þetta var niðurstaða hluthafafundar félagsins sem fór fram í gær. Á fundinum var Þórður Ólafur Þórðarson, starfsmaður Arion banka, kjörinn nýr stjórnarmaður en auk hans skipa áfram stjórnina þau Jakob Bjarnason, stjórnarformaður United Silicon, og Sigrún Ragna Ólafsdóttir. Doron Beeri Sanders, fyrrverandi stjórnarformaður verksmiðjunnar, hætti þá í stjórn félagsins. Þar sat hann fyrir hönd hollenska hrávörufyrirtækisins Bit Fondel sem hefur einkarétt á sölu á kísilmálmi United Silicon í gegnum Silicon Mineral Ventures sem tók þátt í stofnun kísilversins. Stofnendur United Silicon, þar á meðal Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, og hollenska fyrirtækið, eru því ekki lengur hluthafar í verksmiðjunni. Hin 1,87 prósentin í félaginu eru í eigu Kastalabrekku ehf. en eigandi þess er lögmannsstofan Veritas lögmenn. Þar starfar Friðbjörn Eiríkur Garðarsson, hálfbróðir Magnúsar, sem átti þátt í stofnun United Silicon. Arion, stærsti lánveitandi kísilversins, sem er með um átta milljarða króna útistandandi vegna þess, gekk fyrr í september að veðum og tók yfir hlutabréf stærsta eiganda verksmiðjunnar sem voru áður í eigu Bit Fondel, tengdra félaga og annarra stofnenda United. Þeir fimm lífeyrissjóðir sem um ræðir eru Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Festa lífeyrissjóður, Eftirlaunasjóður atvinnuflugmanna, Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðarbanka Íslands og Eftirlaunasjóður Reykjanesbæjar. Stjórn United Silicon hefur líkt og komið hefur fram kært Magnús Garðarsson til embættis héraðssaksóknara. Tengdar fréttir Stofnendur United Silicon út í kuldann Driffjaðrirnar í stofnun United Silicon hafa misst stjórnarsæti og þriðjungshlut í verksmiðjunni. Fulltrúi hollenska fyrirtækisins Bit Fondel fer líklega úr stjórn á næstu dögum. 13. september 2017 06:00 Magnús talinn hafa svikið áfram eftir starfslok Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður vegna meints skjalafals og fjárdráttar. Talinn hafa falsað reikninga frá fyrirtæki á Ítalíu. 12. september 2017 06:00 Magnús sendir frá sér aðra tilkynningu: „Ekkert annað en mjög skítugur slagur um eignarhald“ Magnús Ólafur Garðarsson, stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur sent frá sér aðra tilkynningu vegna kæru sem stjórn United Silicon lagði fram á hendur honum í gær vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. 12. september 2017 17:58 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira
Arion banki og fimm lífeyrissjóðir hafa tekið yfir 98,13 prósent af hlutafé kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Þetta var niðurstaða hluthafafundar félagsins sem fór fram í gær. Á fundinum var Þórður Ólafur Þórðarson, starfsmaður Arion banka, kjörinn nýr stjórnarmaður en auk hans skipa áfram stjórnina þau Jakob Bjarnason, stjórnarformaður United Silicon, og Sigrún Ragna Ólafsdóttir. Doron Beeri Sanders, fyrrverandi stjórnarformaður verksmiðjunnar, hætti þá í stjórn félagsins. Þar sat hann fyrir hönd hollenska hrávörufyrirtækisins Bit Fondel sem hefur einkarétt á sölu á kísilmálmi United Silicon í gegnum Silicon Mineral Ventures sem tók þátt í stofnun kísilversins. Stofnendur United Silicon, þar á meðal Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, og hollenska fyrirtækið, eru því ekki lengur hluthafar í verksmiðjunni. Hin 1,87 prósentin í félaginu eru í eigu Kastalabrekku ehf. en eigandi þess er lögmannsstofan Veritas lögmenn. Þar starfar Friðbjörn Eiríkur Garðarsson, hálfbróðir Magnúsar, sem átti þátt í stofnun United Silicon. Arion, stærsti lánveitandi kísilversins, sem er með um átta milljarða króna útistandandi vegna þess, gekk fyrr í september að veðum og tók yfir hlutabréf stærsta eiganda verksmiðjunnar sem voru áður í eigu Bit Fondel, tengdra félaga og annarra stofnenda United. Þeir fimm lífeyrissjóðir sem um ræðir eru Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Festa lífeyrissjóður, Eftirlaunasjóður atvinnuflugmanna, Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðarbanka Íslands og Eftirlaunasjóður Reykjanesbæjar. Stjórn United Silicon hefur líkt og komið hefur fram kært Magnús Garðarsson til embættis héraðssaksóknara.
Tengdar fréttir Stofnendur United Silicon út í kuldann Driffjaðrirnar í stofnun United Silicon hafa misst stjórnarsæti og þriðjungshlut í verksmiðjunni. Fulltrúi hollenska fyrirtækisins Bit Fondel fer líklega úr stjórn á næstu dögum. 13. september 2017 06:00 Magnús talinn hafa svikið áfram eftir starfslok Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður vegna meints skjalafals og fjárdráttar. Talinn hafa falsað reikninga frá fyrirtæki á Ítalíu. 12. september 2017 06:00 Magnús sendir frá sér aðra tilkynningu: „Ekkert annað en mjög skítugur slagur um eignarhald“ Magnús Ólafur Garðarsson, stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur sent frá sér aðra tilkynningu vegna kæru sem stjórn United Silicon lagði fram á hendur honum í gær vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. 12. september 2017 17:58 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira
Stofnendur United Silicon út í kuldann Driffjaðrirnar í stofnun United Silicon hafa misst stjórnarsæti og þriðjungshlut í verksmiðjunni. Fulltrúi hollenska fyrirtækisins Bit Fondel fer líklega úr stjórn á næstu dögum. 13. september 2017 06:00
Magnús talinn hafa svikið áfram eftir starfslok Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður vegna meints skjalafals og fjárdráttar. Talinn hafa falsað reikninga frá fyrirtæki á Ítalíu. 12. september 2017 06:00
Magnús sendir frá sér aðra tilkynningu: „Ekkert annað en mjög skítugur slagur um eignarhald“ Magnús Ólafur Garðarsson, stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur sent frá sér aðra tilkynningu vegna kæru sem stjórn United Silicon lagði fram á hendur honum í gær vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. 12. september 2017 17:58
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur