Björgólfur hefur ekki trú á spádómi forstjóra Ryan Air Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. september 2017 15:30 Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, telur að fyrirtækið muni stækka um helming á næstu tíu árum. Vísir/Valgarður Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segist ekki hafa trú á því að flugvélamarkaðurinn muni breytast á þá leið að lággjaldaflugfélögum muni fækka til muna og öll viðskipti færast á hendur nokkurra risa. Björgólfur var til svars í nýjum viðtalsþætti Íslandsbanka sem var birtur á Facebook-síðu bankans í dag. Michael O’Leary, forstjóri Ryan Air, sagði í viðtali við The Scotsman á dögunum að eftir fimm ár yrðu líklega bara fimm risar sem sinntu flugþjónustu í Evrópu. Nefndi hann Ryanair, British Airways, Lufthansa, Air France - KLM og mögulega EasyJet. Ástæðan væri sú mikla pressa að bjóða upp á lág verð. „Það getur vel verið að þetta þróist út í fimm stóra spilara á markaðnum en ég hef ekki trú á því að það verði raunin,“ sagði Björgólfur.Rétt byrjaður þegar hrunið skall á O’Leary hefur haft orð á því að flugfargjöld verði engin í framtíðinni. Eitthvað sem Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air, hefur sömuleiðis minnst á í viðtölum. „Forstjóri Ryan Air hefur sagt að fluggjöldin yrðu frí í framtíðinni. Það hafa reyndar fleiri talað um það. Ég hef svo sem ekki fundið neitt á minni stuttu ævi sem er frítt í þessum heimi. Á einhverju þurfa viðkomandi aðilar að lifa,“ segir Björgólfur sem hefur starfað í tíu ár hjá félaginu. Hann hóf störf á því herrans ári 2008 sem oft hefur verið kennt við hrun. „Þetta byrjaði mjög leiðinlega. Ég byrjaði í janúar 2008 og þá var kominn nasaþefur af hruni sem skall á í október. Félagið var ekki nægilega sterkt til að takast á við það sem gerðist þá. Langsterkasti hlutinn var starfsfólkið og reynslan innan félagsins. Fólk sem hafði kynnst meðbyr og mótbyr reyndist mjög vel á þessum tíma. Þetta var ekki skemmtileg byrjun en mikil áskorun sem fer í reynslubankann.“Viðtalið í heild má sjá hér að neðan. Fréttir af flugi Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyf og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Sjá meira
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segist ekki hafa trú á því að flugvélamarkaðurinn muni breytast á þá leið að lággjaldaflugfélögum muni fækka til muna og öll viðskipti færast á hendur nokkurra risa. Björgólfur var til svars í nýjum viðtalsþætti Íslandsbanka sem var birtur á Facebook-síðu bankans í dag. Michael O’Leary, forstjóri Ryan Air, sagði í viðtali við The Scotsman á dögunum að eftir fimm ár yrðu líklega bara fimm risar sem sinntu flugþjónustu í Evrópu. Nefndi hann Ryanair, British Airways, Lufthansa, Air France - KLM og mögulega EasyJet. Ástæðan væri sú mikla pressa að bjóða upp á lág verð. „Það getur vel verið að þetta þróist út í fimm stóra spilara á markaðnum en ég hef ekki trú á því að það verði raunin,“ sagði Björgólfur.Rétt byrjaður þegar hrunið skall á O’Leary hefur haft orð á því að flugfargjöld verði engin í framtíðinni. Eitthvað sem Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air, hefur sömuleiðis minnst á í viðtölum. „Forstjóri Ryan Air hefur sagt að fluggjöldin yrðu frí í framtíðinni. Það hafa reyndar fleiri talað um það. Ég hef svo sem ekki fundið neitt á minni stuttu ævi sem er frítt í þessum heimi. Á einhverju þurfa viðkomandi aðilar að lifa,“ segir Björgólfur sem hefur starfað í tíu ár hjá félaginu. Hann hóf störf á því herrans ári 2008 sem oft hefur verið kennt við hrun. „Þetta byrjaði mjög leiðinlega. Ég byrjaði í janúar 2008 og þá var kominn nasaþefur af hruni sem skall á í október. Félagið var ekki nægilega sterkt til að takast á við það sem gerðist þá. Langsterkasti hlutinn var starfsfólkið og reynslan innan félagsins. Fólk sem hafði kynnst meðbyr og mótbyr reyndist mjög vel á þessum tíma. Þetta var ekki skemmtileg byrjun en mikil áskorun sem fer í reynslubankann.“Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.
Fréttir af flugi Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyf og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Sjá meira