Björgólfur hefur ekki trú á spádómi forstjóra Ryan Air Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. september 2017 15:30 Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, telur að fyrirtækið muni stækka um helming á næstu tíu árum. Vísir/Valgarður Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segist ekki hafa trú á því að flugvélamarkaðurinn muni breytast á þá leið að lággjaldaflugfélögum muni fækka til muna og öll viðskipti færast á hendur nokkurra risa. Björgólfur var til svars í nýjum viðtalsþætti Íslandsbanka sem var birtur á Facebook-síðu bankans í dag. Michael O’Leary, forstjóri Ryan Air, sagði í viðtali við The Scotsman á dögunum að eftir fimm ár yrðu líklega bara fimm risar sem sinntu flugþjónustu í Evrópu. Nefndi hann Ryanair, British Airways, Lufthansa, Air France - KLM og mögulega EasyJet. Ástæðan væri sú mikla pressa að bjóða upp á lág verð. „Það getur vel verið að þetta þróist út í fimm stóra spilara á markaðnum en ég hef ekki trú á því að það verði raunin,“ sagði Björgólfur.Rétt byrjaður þegar hrunið skall á O’Leary hefur haft orð á því að flugfargjöld verði engin í framtíðinni. Eitthvað sem Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air, hefur sömuleiðis minnst á í viðtölum. „Forstjóri Ryan Air hefur sagt að fluggjöldin yrðu frí í framtíðinni. Það hafa reyndar fleiri talað um það. Ég hef svo sem ekki fundið neitt á minni stuttu ævi sem er frítt í þessum heimi. Á einhverju þurfa viðkomandi aðilar að lifa,“ segir Björgólfur sem hefur starfað í tíu ár hjá félaginu. Hann hóf störf á því herrans ári 2008 sem oft hefur verið kennt við hrun. „Þetta byrjaði mjög leiðinlega. Ég byrjaði í janúar 2008 og þá var kominn nasaþefur af hruni sem skall á í október. Félagið var ekki nægilega sterkt til að takast á við það sem gerðist þá. Langsterkasti hlutinn var starfsfólkið og reynslan innan félagsins. Fólk sem hafði kynnst meðbyr og mótbyr reyndist mjög vel á þessum tíma. Þetta var ekki skemmtileg byrjun en mikil áskorun sem fer í reynslubankann.“Viðtalið í heild má sjá hér að neðan. Fréttir af flugi Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segist ekki hafa trú á því að flugvélamarkaðurinn muni breytast á þá leið að lággjaldaflugfélögum muni fækka til muna og öll viðskipti færast á hendur nokkurra risa. Björgólfur var til svars í nýjum viðtalsþætti Íslandsbanka sem var birtur á Facebook-síðu bankans í dag. Michael O’Leary, forstjóri Ryan Air, sagði í viðtali við The Scotsman á dögunum að eftir fimm ár yrðu líklega bara fimm risar sem sinntu flugþjónustu í Evrópu. Nefndi hann Ryanair, British Airways, Lufthansa, Air France - KLM og mögulega EasyJet. Ástæðan væri sú mikla pressa að bjóða upp á lág verð. „Það getur vel verið að þetta þróist út í fimm stóra spilara á markaðnum en ég hef ekki trú á því að það verði raunin,“ sagði Björgólfur.Rétt byrjaður þegar hrunið skall á O’Leary hefur haft orð á því að flugfargjöld verði engin í framtíðinni. Eitthvað sem Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air, hefur sömuleiðis minnst á í viðtölum. „Forstjóri Ryan Air hefur sagt að fluggjöldin yrðu frí í framtíðinni. Það hafa reyndar fleiri talað um það. Ég hef svo sem ekki fundið neitt á minni stuttu ævi sem er frítt í þessum heimi. Á einhverju þurfa viðkomandi aðilar að lifa,“ segir Björgólfur sem hefur starfað í tíu ár hjá félaginu. Hann hóf störf á því herrans ári 2008 sem oft hefur verið kennt við hrun. „Þetta byrjaði mjög leiðinlega. Ég byrjaði í janúar 2008 og þá var kominn nasaþefur af hruni sem skall á í október. Félagið var ekki nægilega sterkt til að takast á við það sem gerðist þá. Langsterkasti hlutinn var starfsfólkið og reynslan innan félagsins. Fólk sem hafði kynnst meðbyr og mótbyr reyndist mjög vel á þessum tíma. Þetta var ekki skemmtileg byrjun en mikil áskorun sem fer í reynslubankann.“Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.
Fréttir af flugi Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira