Þjóðhagsspá Íslandsbanka 2017: Hápunkti hagsveiflunnar náð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2017 12:45 Miklar framkvæmdir standa yfir í miðbæ Reykjavíkur en krönum hefur fjölgað mikið á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár til marks um hagvöxtinn sem Íslandsbanki telur að hafi náð hámarki í fyrra. Vísir/Vilhelm Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að talsvert muni hægja á hagvexti á komandi misserum. Hann verði 4,5% í ár en 2,8% á næsta ári. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Þjóðhagsspá bankans í ár sem kynnt var á fjármálaþingi bankans á Nordica í hádeginu í dag. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, kynnti spána á fundinum. Talið er að hagvöxturinn hafi náð hámarki í fyrra þegar hann var 7,4%. „Vöxturinn hefur hvílt á hratt vaxandi ferðaþjónustu, aukinni fjárfestingu í þann geira sem og almennt meðal atvinnuvega, vaxandi kaupmætti heimila og farsælli lausn á þeim vandamálum sem fall meginhluta fjármálakerfisins skapaði í lok síðasta áratugar.“ Bankinn spáir því að verðbólga muni fara yfir markmið Seðlabankans á næsta ári, verði 1,9% í ár, 3,0% árið 2018 og 2,8% árið 2019. Þá muni hægja á vexti kaupmáttar launa sem verði 5,0% í ár og 2,9% á næsta ári.Heimilin í landinu munu taka við hagvaxtarboltanum að mati greiningardeildarinnar. Aðalatriðin úr spá Íslandsbanka sem afhent var á fjármálaþingi bankans í hádeginu.Vöxtur einkaneyslu nái hámarki í ár og verði 8,0% en minnki á næsta ári og verði 5,0%. Þá verði áframhaldandi viðskiptaafgangur drifinn af vexti ferðaþjónustunnar sem muni nema 4,8% af VLF (vergri landsframleiðslu) í ár en minnki svo í 3,9% á næsta ári. Spáð er að 2,3 milljónir ferðamanna muni heimsækja Ísland á árinu 2017 sem jafngildir um 30% fjölgun milli ára. Ferðaþjónustan mun að mati bankans skila um 45% af öllum gjaldeyristekjum þjóðarbúsins í ár, samanborið við 39% í fyrra. Til samanburðar er gert ráð fyrir því að sjávarútvegur og áliðnaður skili samtals 31% gjaldeyristekna þjóðarbúsins. Gert er ráð fyrir hröðum vexti í íbúðafjárfestingu sem verði 27% í ár og 20% á næsta ári. Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Fleiri fréttir Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Sjá meira
Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að talsvert muni hægja á hagvexti á komandi misserum. Hann verði 4,5% í ár en 2,8% á næsta ári. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Þjóðhagsspá bankans í ár sem kynnt var á fjármálaþingi bankans á Nordica í hádeginu í dag. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, kynnti spána á fundinum. Talið er að hagvöxturinn hafi náð hámarki í fyrra þegar hann var 7,4%. „Vöxturinn hefur hvílt á hratt vaxandi ferðaþjónustu, aukinni fjárfestingu í þann geira sem og almennt meðal atvinnuvega, vaxandi kaupmætti heimila og farsælli lausn á þeim vandamálum sem fall meginhluta fjármálakerfisins skapaði í lok síðasta áratugar.“ Bankinn spáir því að verðbólga muni fara yfir markmið Seðlabankans á næsta ári, verði 1,9% í ár, 3,0% árið 2018 og 2,8% árið 2019. Þá muni hægja á vexti kaupmáttar launa sem verði 5,0% í ár og 2,9% á næsta ári.Heimilin í landinu munu taka við hagvaxtarboltanum að mati greiningardeildarinnar. Aðalatriðin úr spá Íslandsbanka sem afhent var á fjármálaþingi bankans í hádeginu.Vöxtur einkaneyslu nái hámarki í ár og verði 8,0% en minnki á næsta ári og verði 5,0%. Þá verði áframhaldandi viðskiptaafgangur drifinn af vexti ferðaþjónustunnar sem muni nema 4,8% af VLF (vergri landsframleiðslu) í ár en minnki svo í 3,9% á næsta ári. Spáð er að 2,3 milljónir ferðamanna muni heimsækja Ísland á árinu 2017 sem jafngildir um 30% fjölgun milli ára. Ferðaþjónustan mun að mati bankans skila um 45% af öllum gjaldeyristekjum þjóðarbúsins í ár, samanborið við 39% í fyrra. Til samanburðar er gert ráð fyrir því að sjávarútvegur og áliðnaður skili samtals 31% gjaldeyristekna þjóðarbúsins. Gert er ráð fyrir hröðum vexti í íbúðafjárfestingu sem verði 27% í ár og 20% á næsta ári.
Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Fleiri fréttir Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Sjá meira