Íslenskt skyr í útrás til Asíu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. september 2017 20:00 MS tapaði í sumar einkaréttinum á skyri í Finnlandi og hafði áður tapað sömu réttindum í Svíþjóð. Forstjóri MS segir fyrirtækið búið að sætta sig við niðurstöðuna og leggur áherslu á sókn á nýja markaði með nýtt vörumerki. Í sumar féllst finnskur dómstóll á kröfu sænska mjólkurframleiðandans Arla um að fella úr gildi einkarétt Mjólkursamsölunnar á orðinu skyr. Sænska einkaleyfastofan hefur áður komist að sömu niðurstöðu en skyrið er þó enn skráð vörumerki MS í Noregi. Forstjóri MS segir stjórnendum fyrirtækisins hafa fyrir nokkru orðið það ljóst að finna þyrfti nýtt vörumerki, sem er Ísey skyr. „Það var náttúrulega ágætt meðan var að njóta þessarar verndar í Finnlandi fyrir orðmerkið skyr en við höfum alveg gert okkur grein fyrir því að það væri erfiðleikum bundið núna þegar við erum að fara land úr landi," segir Ari Edwald, forstjóri MS. Það hefur lengi andað köldu milli Arla og MS vegna skyrsölu í Evrópu. Arla hefur tekið upp auglýsingar hér á landi og gengu stjórnendur svo langt að segja starfsemina vera á Höfn á Íslandi. MS svaraði þá fyrir þetta með eigin auglýsingu. Ari segir MS hafa samið við Arla um að málarekstri sé lokið í Finnlandi og telur markaðssetningu þeirra ekki hafa stefnt sérstöðu íslenska skyrsins í hættu. „Við höfum ekki gert athugasemdir við þá nema bara þegar þeir fara rangt með. Eins og á heimasíðu sinni um að þeir væru á Íslandi. Þá höfum við svona skrifað inn á það. En annars höfum við ekki verið að elta ólar við það," segir Ari. MS hefur verið í örri útrás en í fyrra seldi fyrirtækið um þrettán þúsund tonn af skyri á erlendri grundu samanborið við þrjú þúsund tonn á Íslandi. Þar sem MS hefur lokið þessari baráttu er áframhaldandi sókn á nýja markaði með nýtt vörumerki framundan. Til stendur að skrifa undir samninga í Japan eftir tvær vikur. „Við erum að skoða núna Benelux löndin; Lúxemborg, Holland, Belgíu, Frakkland og förum fljótlega af stað á Ítalíu. Og það er bara vinna í gangi víða, líkt og í Rússlandi og Kína. Síðan eru samningar mjög langt komnir í Japan," segir Ari. Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
MS tapaði í sumar einkaréttinum á skyri í Finnlandi og hafði áður tapað sömu réttindum í Svíþjóð. Forstjóri MS segir fyrirtækið búið að sætta sig við niðurstöðuna og leggur áherslu á sókn á nýja markaði með nýtt vörumerki. Í sumar féllst finnskur dómstóll á kröfu sænska mjólkurframleiðandans Arla um að fella úr gildi einkarétt Mjólkursamsölunnar á orðinu skyr. Sænska einkaleyfastofan hefur áður komist að sömu niðurstöðu en skyrið er þó enn skráð vörumerki MS í Noregi. Forstjóri MS segir stjórnendum fyrirtækisins hafa fyrir nokkru orðið það ljóst að finna þyrfti nýtt vörumerki, sem er Ísey skyr. „Það var náttúrulega ágætt meðan var að njóta þessarar verndar í Finnlandi fyrir orðmerkið skyr en við höfum alveg gert okkur grein fyrir því að það væri erfiðleikum bundið núna þegar við erum að fara land úr landi," segir Ari Edwald, forstjóri MS. Það hefur lengi andað köldu milli Arla og MS vegna skyrsölu í Evrópu. Arla hefur tekið upp auglýsingar hér á landi og gengu stjórnendur svo langt að segja starfsemina vera á Höfn á Íslandi. MS svaraði þá fyrir þetta með eigin auglýsingu. Ari segir MS hafa samið við Arla um að málarekstri sé lokið í Finnlandi og telur markaðssetningu þeirra ekki hafa stefnt sérstöðu íslenska skyrsins í hættu. „Við höfum ekki gert athugasemdir við þá nema bara þegar þeir fara rangt með. Eins og á heimasíðu sinni um að þeir væru á Íslandi. Þá höfum við svona skrifað inn á það. En annars höfum við ekki verið að elta ólar við það," segir Ari. MS hefur verið í örri útrás en í fyrra seldi fyrirtækið um þrettán þúsund tonn af skyri á erlendri grundu samanborið við þrjú þúsund tonn á Íslandi. Þar sem MS hefur lokið þessari baráttu er áframhaldandi sókn á nýja markaði með nýtt vörumerki framundan. Til stendur að skrifa undir samninga í Japan eftir tvær vikur. „Við erum að skoða núna Benelux löndin; Lúxemborg, Holland, Belgíu, Frakkland og förum fljótlega af stað á Ítalíu. Og það er bara vinna í gangi víða, líkt og í Rússlandi og Kína. Síðan eru samningar mjög langt komnir í Japan," segir Ari.
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira