Viðskipti innlent

Google áfrýjar metsekt Evrópusambandsins

Atli Ísleifsson skrifar
Google var sektað fyrir brot á samkeppnislögum sambandsins.
Google var sektað fyrir brot á samkeppnislögum sambandsins. Vísir/AFP

Bandaríski tæknirisinn Google hefur áfrýjað sektinni sem Evrópusambandið dæmdi hann til að greiða í júní síðastliðinn vegna samkeppnisbrota. Sektin hljóðaði upp á 2,42 milljarða evra, eða um 309 milljarða króna á núvirði. Forture greinir frá.

Google var sektað fyrir brot á samkeppnislögum sambandsins og sagði í dómi framkvæmdastjórnarinnar að tölvurisinn hafi veitt eigin netverslun forgang umfram aðrar í leitarvél sinni.

Framkvæmdastjórn ESB hefur aldrei í sögunni sektað fyrirtæki um eins háa upphæð, en rannsókn ESB hófst fyrir sjö árum síðan.

Talið er málið kunni að verða til meðferðar hjá Evrópudómstólnum í nokkur ár áður en niðurstaða næst.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
2,4
9
460.500
MAREL
2,11
21
654.042
EIK
1,75
5
182.750
HAGA
1,17
10
543.240
SKEL
0,99
2
24.540

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,57
1
5.402
KVIKA
-0,66
2
38.617
SJOVA
-0,27
1
27.525
ICEAIR
-0,22
5
3.403
ARION
-0,13
12
146.263
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.