Þriðjungs verðlækkun á síld gríðarlegt högg Kristján Már Unnarsson skrifar 17. september 2017 20:55 Ásgeir Gunnarsson, framkvæmdastjóri veiða og vinnslu hjá Skinney-Þinganesi. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Útgerðir standa frammi fyrir yfir þrjátíu prósenta verðfalli á síldarafurðum. Makrílvertíðin er nú langt komin og uppsjávarflotinn byrjaður að færa sig yfir í síldveiðar. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Ásgeir Gunnarsson, framkvæmdastjóra veiða og vinnslu hjá Skinney-Þinganesi á Höfn. Á Hornafirði var verið að landa 900 tonnum af síld úr Ásgrími Halldórssyni, skipi Skinneyjar-Þinganess. Síldin veiddist á Héraðsflóa en hún fer beint á færiböndin í afkastamiklu vinnsluhúsi þessa stærsta atvinnufyrirtækis Hornfirðinga.Frá Höfn í Hornafirði. Ásgrímur Halldórsson við bryggju með sildarfarm. Vinnsluhús Skinneyjar-Þinganess við hliðina.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Jóna Eðvalds er hitt uppsjávarskip fyrirtækisins en þau eru langt komin með makrílveiðar, sem hófust upp úr miðjum júlí. Makrílvertíðin hefur gengið einstaklega vel þetta árið hjá Hornfirðingum, að sögn Ásgeirs. „Við vorum fljótir að taka makrílinn. Hann var stutt hérna frá, góður fiskur. Nú er það bara síldin næstu vikur,“ sagði Ásgeir, en eftir að viðtalið var tekið framlengdi fyrirtækið raunar makrílvertíðinni með viðbótarkvóta. Í vinnsluhúsinu sáum við norsk-íslensku síldina renna í gegnum vinnslulínuna, í framhaldinu kemur íslenska síldin. Svo kemur loðnan í janúar. „Við erum ekkert smeykir þó að loðnan finnist ekki að hausti til. Eins og við sáum í vetur, þá er nóg af henni. Við erum bjartsýnir á að það verði áfram.“Norsk íslenska síldin á vinnslulínunni hjá Skinney-Þinganesi.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Það er helst vð sýnatöku sem mannshöndin snertir á síldinni, annars er sjálfvirknin orðin allsráðandi í þessari hátæknivinnslu, þar sem verkefnin snúast um að láta tækin vinna vinnuna. En þótt veiðar og vinnsla gangi að óskum, þá er einn hængur á: Verðin sem fást fyrir afurðirnar eru ekki þau sömu og áður. „Til að mynda er síldin núna niður um 30 til 35 prósent milli ára, sem er náttúrlega gríðarlegt högg, því kvótar eru ekkert stórir. Það er ekki síst út af pólitískum aðstæðum í heiminum, - í Bandaríkjunum, - Rússland er lokað á okkur - og í Evrópu er það Brexit. Þannig að þetta hefur allt mikil áhrif,“ segir Ásgeir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá Hornafirði: Mest lesið Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aldin Dynamics er Vaxtarsproti ársins Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Sjá meira
Útgerðir standa frammi fyrir yfir þrjátíu prósenta verðfalli á síldarafurðum. Makrílvertíðin er nú langt komin og uppsjávarflotinn byrjaður að færa sig yfir í síldveiðar. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Ásgeir Gunnarsson, framkvæmdastjóra veiða og vinnslu hjá Skinney-Þinganesi á Höfn. Á Hornafirði var verið að landa 900 tonnum af síld úr Ásgrími Halldórssyni, skipi Skinneyjar-Þinganess. Síldin veiddist á Héraðsflóa en hún fer beint á færiböndin í afkastamiklu vinnsluhúsi þessa stærsta atvinnufyrirtækis Hornfirðinga.Frá Höfn í Hornafirði. Ásgrímur Halldórsson við bryggju með sildarfarm. Vinnsluhús Skinneyjar-Þinganess við hliðina.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Jóna Eðvalds er hitt uppsjávarskip fyrirtækisins en þau eru langt komin með makrílveiðar, sem hófust upp úr miðjum júlí. Makrílvertíðin hefur gengið einstaklega vel þetta árið hjá Hornfirðingum, að sögn Ásgeirs. „Við vorum fljótir að taka makrílinn. Hann var stutt hérna frá, góður fiskur. Nú er það bara síldin næstu vikur,“ sagði Ásgeir, en eftir að viðtalið var tekið framlengdi fyrirtækið raunar makrílvertíðinni með viðbótarkvóta. Í vinnsluhúsinu sáum við norsk-íslensku síldina renna í gegnum vinnslulínuna, í framhaldinu kemur íslenska síldin. Svo kemur loðnan í janúar. „Við erum ekkert smeykir þó að loðnan finnist ekki að hausti til. Eins og við sáum í vetur, þá er nóg af henni. Við erum bjartsýnir á að það verði áfram.“Norsk íslenska síldin á vinnslulínunni hjá Skinney-Þinganesi.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Það er helst vð sýnatöku sem mannshöndin snertir á síldinni, annars er sjálfvirknin orðin allsráðandi í þessari hátæknivinnslu, þar sem verkefnin snúast um að láta tækin vinna vinnuna. En þótt veiðar og vinnsla gangi að óskum, þá er einn hængur á: Verðin sem fást fyrir afurðirnar eru ekki þau sömu og áður. „Til að mynda er síldin núna niður um 30 til 35 prósent milli ára, sem er náttúrlega gríðarlegt högg, því kvótar eru ekkert stórir. Það er ekki síst út af pólitískum aðstæðum í heiminum, - í Bandaríkjunum, - Rússland er lokað á okkur - og í Evrópu er það Brexit. Þannig að þetta hefur allt mikil áhrif,“ segir Ásgeir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá Hornafirði:
Mest lesið Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aldin Dynamics er Vaxtarsproti ársins Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Sjá meira