Þriðjungs verðlækkun á síld gríðarlegt högg Kristján Már Unnarsson skrifar 17. september 2017 20:55 Ásgeir Gunnarsson, framkvæmdastjóri veiða og vinnslu hjá Skinney-Þinganesi. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Útgerðir standa frammi fyrir yfir þrjátíu prósenta verðfalli á síldarafurðum. Makrílvertíðin er nú langt komin og uppsjávarflotinn byrjaður að færa sig yfir í síldveiðar. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Ásgeir Gunnarsson, framkvæmdastjóra veiða og vinnslu hjá Skinney-Þinganesi á Höfn. Á Hornafirði var verið að landa 900 tonnum af síld úr Ásgrími Halldórssyni, skipi Skinneyjar-Þinganess. Síldin veiddist á Héraðsflóa en hún fer beint á færiböndin í afkastamiklu vinnsluhúsi þessa stærsta atvinnufyrirtækis Hornfirðinga.Frá Höfn í Hornafirði. Ásgrímur Halldórsson við bryggju með sildarfarm. Vinnsluhús Skinneyjar-Þinganess við hliðina.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Jóna Eðvalds er hitt uppsjávarskip fyrirtækisins en þau eru langt komin með makrílveiðar, sem hófust upp úr miðjum júlí. Makrílvertíðin hefur gengið einstaklega vel þetta árið hjá Hornfirðingum, að sögn Ásgeirs. „Við vorum fljótir að taka makrílinn. Hann var stutt hérna frá, góður fiskur. Nú er það bara síldin næstu vikur,“ sagði Ásgeir, en eftir að viðtalið var tekið framlengdi fyrirtækið raunar makrílvertíðinni með viðbótarkvóta. Í vinnsluhúsinu sáum við norsk-íslensku síldina renna í gegnum vinnslulínuna, í framhaldinu kemur íslenska síldin. Svo kemur loðnan í janúar. „Við erum ekkert smeykir þó að loðnan finnist ekki að hausti til. Eins og við sáum í vetur, þá er nóg af henni. Við erum bjartsýnir á að það verði áfram.“Norsk íslenska síldin á vinnslulínunni hjá Skinney-Þinganesi.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Það er helst vð sýnatöku sem mannshöndin snertir á síldinni, annars er sjálfvirknin orðin allsráðandi í þessari hátæknivinnslu, þar sem verkefnin snúast um að láta tækin vinna vinnuna. En þótt veiðar og vinnsla gangi að óskum, þá er einn hængur á: Verðin sem fást fyrir afurðirnar eru ekki þau sömu og áður. „Til að mynda er síldin núna niður um 30 til 35 prósent milli ára, sem er náttúrlega gríðarlegt högg, því kvótar eru ekkert stórir. Það er ekki síst út af pólitískum aðstæðum í heiminum, - í Bandaríkjunum, - Rússland er lokað á okkur - og í Evrópu er það Brexit. Þannig að þetta hefur allt mikil áhrif,“ segir Ásgeir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá Hornafirði: Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Kjartan Hansson ráðinn forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Útgerðir standa frammi fyrir yfir þrjátíu prósenta verðfalli á síldarafurðum. Makrílvertíðin er nú langt komin og uppsjávarflotinn byrjaður að færa sig yfir í síldveiðar. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Ásgeir Gunnarsson, framkvæmdastjóra veiða og vinnslu hjá Skinney-Þinganesi á Höfn. Á Hornafirði var verið að landa 900 tonnum af síld úr Ásgrími Halldórssyni, skipi Skinneyjar-Þinganess. Síldin veiddist á Héraðsflóa en hún fer beint á færiböndin í afkastamiklu vinnsluhúsi þessa stærsta atvinnufyrirtækis Hornfirðinga.Frá Höfn í Hornafirði. Ásgrímur Halldórsson við bryggju með sildarfarm. Vinnsluhús Skinneyjar-Þinganess við hliðina.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Jóna Eðvalds er hitt uppsjávarskip fyrirtækisins en þau eru langt komin með makrílveiðar, sem hófust upp úr miðjum júlí. Makrílvertíðin hefur gengið einstaklega vel þetta árið hjá Hornfirðingum, að sögn Ásgeirs. „Við vorum fljótir að taka makrílinn. Hann var stutt hérna frá, góður fiskur. Nú er það bara síldin næstu vikur,“ sagði Ásgeir, en eftir að viðtalið var tekið framlengdi fyrirtækið raunar makrílvertíðinni með viðbótarkvóta. Í vinnsluhúsinu sáum við norsk-íslensku síldina renna í gegnum vinnslulínuna, í framhaldinu kemur íslenska síldin. Svo kemur loðnan í janúar. „Við erum ekkert smeykir þó að loðnan finnist ekki að hausti til. Eins og við sáum í vetur, þá er nóg af henni. Við erum bjartsýnir á að það verði áfram.“Norsk íslenska síldin á vinnslulínunni hjá Skinney-Þinganesi.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Það er helst vð sýnatöku sem mannshöndin snertir á síldinni, annars er sjálfvirknin orðin allsráðandi í þessari hátæknivinnslu, þar sem verkefnin snúast um að láta tækin vinna vinnuna. En þótt veiðar og vinnsla gangi að óskum, þá er einn hængur á: Verðin sem fást fyrir afurðirnar eru ekki þau sömu og áður. „Til að mynda er síldin núna niður um 30 til 35 prósent milli ára, sem er náttúrlega gríðarlegt högg, því kvótar eru ekkert stórir. Það er ekki síst út af pólitískum aðstæðum í heiminum, - í Bandaríkjunum, - Rússland er lokað á okkur - og í Evrópu er það Brexit. Þannig að þetta hefur allt mikil áhrif,“ segir Ásgeir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá Hornafirði:
Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Kjartan Hansson ráðinn forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira