Þriðjungs verðlækkun á síld gríðarlegt högg Kristján Már Unnarsson skrifar 17. september 2017 20:55 Ásgeir Gunnarsson, framkvæmdastjóri veiða og vinnslu hjá Skinney-Þinganesi. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Útgerðir standa frammi fyrir yfir þrjátíu prósenta verðfalli á síldarafurðum. Makrílvertíðin er nú langt komin og uppsjávarflotinn byrjaður að færa sig yfir í síldveiðar. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Ásgeir Gunnarsson, framkvæmdastjóra veiða og vinnslu hjá Skinney-Þinganesi á Höfn. Á Hornafirði var verið að landa 900 tonnum af síld úr Ásgrími Halldórssyni, skipi Skinneyjar-Þinganess. Síldin veiddist á Héraðsflóa en hún fer beint á færiböndin í afkastamiklu vinnsluhúsi þessa stærsta atvinnufyrirtækis Hornfirðinga.Frá Höfn í Hornafirði. Ásgrímur Halldórsson við bryggju með sildarfarm. Vinnsluhús Skinneyjar-Þinganess við hliðina.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Jóna Eðvalds er hitt uppsjávarskip fyrirtækisins en þau eru langt komin með makrílveiðar, sem hófust upp úr miðjum júlí. Makrílvertíðin hefur gengið einstaklega vel þetta árið hjá Hornfirðingum, að sögn Ásgeirs. „Við vorum fljótir að taka makrílinn. Hann var stutt hérna frá, góður fiskur. Nú er það bara síldin næstu vikur,“ sagði Ásgeir, en eftir að viðtalið var tekið framlengdi fyrirtækið raunar makrílvertíðinni með viðbótarkvóta. Í vinnsluhúsinu sáum við norsk-íslensku síldina renna í gegnum vinnslulínuna, í framhaldinu kemur íslenska síldin. Svo kemur loðnan í janúar. „Við erum ekkert smeykir þó að loðnan finnist ekki að hausti til. Eins og við sáum í vetur, þá er nóg af henni. Við erum bjartsýnir á að það verði áfram.“Norsk íslenska síldin á vinnslulínunni hjá Skinney-Þinganesi.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Það er helst vð sýnatöku sem mannshöndin snertir á síldinni, annars er sjálfvirknin orðin allsráðandi í þessari hátæknivinnslu, þar sem verkefnin snúast um að láta tækin vinna vinnuna. En þótt veiðar og vinnsla gangi að óskum, þá er einn hængur á: Verðin sem fást fyrir afurðirnar eru ekki þau sömu og áður. „Til að mynda er síldin núna niður um 30 til 35 prósent milli ára, sem er náttúrlega gríðarlegt högg, því kvótar eru ekkert stórir. Það er ekki síst út af pólitískum aðstæðum í heiminum, - í Bandaríkjunum, - Rússland er lokað á okkur - og í Evrópu er það Brexit. Þannig að þetta hefur allt mikil áhrif,“ segir Ásgeir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá Hornafirði: Mest lesið Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Útgerðir standa frammi fyrir yfir þrjátíu prósenta verðfalli á síldarafurðum. Makrílvertíðin er nú langt komin og uppsjávarflotinn byrjaður að færa sig yfir í síldveiðar. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Ásgeir Gunnarsson, framkvæmdastjóra veiða og vinnslu hjá Skinney-Þinganesi á Höfn. Á Hornafirði var verið að landa 900 tonnum af síld úr Ásgrími Halldórssyni, skipi Skinneyjar-Þinganess. Síldin veiddist á Héraðsflóa en hún fer beint á færiböndin í afkastamiklu vinnsluhúsi þessa stærsta atvinnufyrirtækis Hornfirðinga.Frá Höfn í Hornafirði. Ásgrímur Halldórsson við bryggju með sildarfarm. Vinnsluhús Skinneyjar-Þinganess við hliðina.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Jóna Eðvalds er hitt uppsjávarskip fyrirtækisins en þau eru langt komin með makrílveiðar, sem hófust upp úr miðjum júlí. Makrílvertíðin hefur gengið einstaklega vel þetta árið hjá Hornfirðingum, að sögn Ásgeirs. „Við vorum fljótir að taka makrílinn. Hann var stutt hérna frá, góður fiskur. Nú er það bara síldin næstu vikur,“ sagði Ásgeir, en eftir að viðtalið var tekið framlengdi fyrirtækið raunar makrílvertíðinni með viðbótarkvóta. Í vinnsluhúsinu sáum við norsk-íslensku síldina renna í gegnum vinnslulínuna, í framhaldinu kemur íslenska síldin. Svo kemur loðnan í janúar. „Við erum ekkert smeykir þó að loðnan finnist ekki að hausti til. Eins og við sáum í vetur, þá er nóg af henni. Við erum bjartsýnir á að það verði áfram.“Norsk íslenska síldin á vinnslulínunni hjá Skinney-Þinganesi.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Það er helst vð sýnatöku sem mannshöndin snertir á síldinni, annars er sjálfvirknin orðin allsráðandi í þessari hátæknivinnslu, þar sem verkefnin snúast um að láta tækin vinna vinnuna. En þótt veiðar og vinnsla gangi að óskum, þá er einn hængur á: Verðin sem fást fyrir afurðirnar eru ekki þau sömu og áður. „Til að mynda er síldin núna niður um 30 til 35 prósent milli ára, sem er náttúrlega gríðarlegt högg, því kvótar eru ekkert stórir. Það er ekki síst út af pólitískum aðstæðum í heiminum, - í Bandaríkjunum, - Rússland er lokað á okkur - og í Evrópu er það Brexit. Þannig að þetta hefur allt mikil áhrif,“ segir Ásgeir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá Hornafirði:
Mest lesið Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira