Þriðjungs verðlækkun á síld gríðarlegt högg Kristján Már Unnarsson skrifar 17. september 2017 20:55 Ásgeir Gunnarsson, framkvæmdastjóri veiða og vinnslu hjá Skinney-Þinganesi. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Útgerðir standa frammi fyrir yfir þrjátíu prósenta verðfalli á síldarafurðum. Makrílvertíðin er nú langt komin og uppsjávarflotinn byrjaður að færa sig yfir í síldveiðar. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Ásgeir Gunnarsson, framkvæmdastjóra veiða og vinnslu hjá Skinney-Þinganesi á Höfn. Á Hornafirði var verið að landa 900 tonnum af síld úr Ásgrími Halldórssyni, skipi Skinneyjar-Þinganess. Síldin veiddist á Héraðsflóa en hún fer beint á færiböndin í afkastamiklu vinnsluhúsi þessa stærsta atvinnufyrirtækis Hornfirðinga.Frá Höfn í Hornafirði. Ásgrímur Halldórsson við bryggju með sildarfarm. Vinnsluhús Skinneyjar-Þinganess við hliðina.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Jóna Eðvalds er hitt uppsjávarskip fyrirtækisins en þau eru langt komin með makrílveiðar, sem hófust upp úr miðjum júlí. Makrílvertíðin hefur gengið einstaklega vel þetta árið hjá Hornfirðingum, að sögn Ásgeirs. „Við vorum fljótir að taka makrílinn. Hann var stutt hérna frá, góður fiskur. Nú er það bara síldin næstu vikur,“ sagði Ásgeir, en eftir að viðtalið var tekið framlengdi fyrirtækið raunar makrílvertíðinni með viðbótarkvóta. Í vinnsluhúsinu sáum við norsk-íslensku síldina renna í gegnum vinnslulínuna, í framhaldinu kemur íslenska síldin. Svo kemur loðnan í janúar. „Við erum ekkert smeykir þó að loðnan finnist ekki að hausti til. Eins og við sáum í vetur, þá er nóg af henni. Við erum bjartsýnir á að það verði áfram.“Norsk íslenska síldin á vinnslulínunni hjá Skinney-Þinganesi.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Það er helst vð sýnatöku sem mannshöndin snertir á síldinni, annars er sjálfvirknin orðin allsráðandi í þessari hátæknivinnslu, þar sem verkefnin snúast um að láta tækin vinna vinnuna. En þótt veiðar og vinnsla gangi að óskum, þá er einn hængur á: Verðin sem fást fyrir afurðirnar eru ekki þau sömu og áður. „Til að mynda er síldin núna niður um 30 til 35 prósent milli ára, sem er náttúrlega gríðarlegt högg, því kvótar eru ekkert stórir. Það er ekki síst út af pólitískum aðstæðum í heiminum, - í Bandaríkjunum, - Rússland er lokað á okkur - og í Evrópu er það Brexit. Þannig að þetta hefur allt mikil áhrif,“ segir Ásgeir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá Hornafirði: Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Sjá meira
Útgerðir standa frammi fyrir yfir þrjátíu prósenta verðfalli á síldarafurðum. Makrílvertíðin er nú langt komin og uppsjávarflotinn byrjaður að færa sig yfir í síldveiðar. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Ásgeir Gunnarsson, framkvæmdastjóra veiða og vinnslu hjá Skinney-Þinganesi á Höfn. Á Hornafirði var verið að landa 900 tonnum af síld úr Ásgrími Halldórssyni, skipi Skinneyjar-Þinganess. Síldin veiddist á Héraðsflóa en hún fer beint á færiböndin í afkastamiklu vinnsluhúsi þessa stærsta atvinnufyrirtækis Hornfirðinga.Frá Höfn í Hornafirði. Ásgrímur Halldórsson við bryggju með sildarfarm. Vinnsluhús Skinneyjar-Þinganess við hliðina.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Jóna Eðvalds er hitt uppsjávarskip fyrirtækisins en þau eru langt komin með makrílveiðar, sem hófust upp úr miðjum júlí. Makrílvertíðin hefur gengið einstaklega vel þetta árið hjá Hornfirðingum, að sögn Ásgeirs. „Við vorum fljótir að taka makrílinn. Hann var stutt hérna frá, góður fiskur. Nú er það bara síldin næstu vikur,“ sagði Ásgeir, en eftir að viðtalið var tekið framlengdi fyrirtækið raunar makrílvertíðinni með viðbótarkvóta. Í vinnsluhúsinu sáum við norsk-íslensku síldina renna í gegnum vinnslulínuna, í framhaldinu kemur íslenska síldin. Svo kemur loðnan í janúar. „Við erum ekkert smeykir þó að loðnan finnist ekki að hausti til. Eins og við sáum í vetur, þá er nóg af henni. Við erum bjartsýnir á að það verði áfram.“Norsk íslenska síldin á vinnslulínunni hjá Skinney-Þinganesi.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Það er helst vð sýnatöku sem mannshöndin snertir á síldinni, annars er sjálfvirknin orðin allsráðandi í þessari hátæknivinnslu, þar sem verkefnin snúast um að láta tækin vinna vinnuna. En þótt veiðar og vinnsla gangi að óskum, þá er einn hængur á: Verðin sem fást fyrir afurðirnar eru ekki þau sömu og áður. „Til að mynda er síldin núna niður um 30 til 35 prósent milli ára, sem er náttúrlega gríðarlegt högg, því kvótar eru ekkert stórir. Það er ekki síst út af pólitískum aðstæðum í heiminum, - í Bandaríkjunum, - Rússland er lokað á okkur - og í Evrópu er það Brexit. Þannig að þetta hefur allt mikil áhrif,“ segir Ásgeir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá Hornafirði:
Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Sjá meira