Þriðjungs verðlækkun á síld gríðarlegt högg Kristján Már Unnarsson skrifar 17. september 2017 20:55 Ásgeir Gunnarsson, framkvæmdastjóri veiða og vinnslu hjá Skinney-Þinganesi. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Útgerðir standa frammi fyrir yfir þrjátíu prósenta verðfalli á síldarafurðum. Makrílvertíðin er nú langt komin og uppsjávarflotinn byrjaður að færa sig yfir í síldveiðar. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Ásgeir Gunnarsson, framkvæmdastjóra veiða og vinnslu hjá Skinney-Þinganesi á Höfn. Á Hornafirði var verið að landa 900 tonnum af síld úr Ásgrími Halldórssyni, skipi Skinneyjar-Þinganess. Síldin veiddist á Héraðsflóa en hún fer beint á færiböndin í afkastamiklu vinnsluhúsi þessa stærsta atvinnufyrirtækis Hornfirðinga.Frá Höfn í Hornafirði. Ásgrímur Halldórsson við bryggju með sildarfarm. Vinnsluhús Skinneyjar-Þinganess við hliðina.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Jóna Eðvalds er hitt uppsjávarskip fyrirtækisins en þau eru langt komin með makrílveiðar, sem hófust upp úr miðjum júlí. Makrílvertíðin hefur gengið einstaklega vel þetta árið hjá Hornfirðingum, að sögn Ásgeirs. „Við vorum fljótir að taka makrílinn. Hann var stutt hérna frá, góður fiskur. Nú er það bara síldin næstu vikur,“ sagði Ásgeir, en eftir að viðtalið var tekið framlengdi fyrirtækið raunar makrílvertíðinni með viðbótarkvóta. Í vinnsluhúsinu sáum við norsk-íslensku síldina renna í gegnum vinnslulínuna, í framhaldinu kemur íslenska síldin. Svo kemur loðnan í janúar. „Við erum ekkert smeykir þó að loðnan finnist ekki að hausti til. Eins og við sáum í vetur, þá er nóg af henni. Við erum bjartsýnir á að það verði áfram.“Norsk íslenska síldin á vinnslulínunni hjá Skinney-Þinganesi.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Það er helst vð sýnatöku sem mannshöndin snertir á síldinni, annars er sjálfvirknin orðin allsráðandi í þessari hátæknivinnslu, þar sem verkefnin snúast um að láta tækin vinna vinnuna. En þótt veiðar og vinnsla gangi að óskum, þá er einn hængur á: Verðin sem fást fyrir afurðirnar eru ekki þau sömu og áður. „Til að mynda er síldin núna niður um 30 til 35 prósent milli ára, sem er náttúrlega gríðarlegt högg, því kvótar eru ekkert stórir. Það er ekki síst út af pólitískum aðstæðum í heiminum, - í Bandaríkjunum, - Rússland er lokað á okkur - og í Evrópu er það Brexit. Þannig að þetta hefur allt mikil áhrif,“ segir Ásgeir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá Hornafirði: Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Útgerðir standa frammi fyrir yfir þrjátíu prósenta verðfalli á síldarafurðum. Makrílvertíðin er nú langt komin og uppsjávarflotinn byrjaður að færa sig yfir í síldveiðar. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Ásgeir Gunnarsson, framkvæmdastjóra veiða og vinnslu hjá Skinney-Þinganesi á Höfn. Á Hornafirði var verið að landa 900 tonnum af síld úr Ásgrími Halldórssyni, skipi Skinneyjar-Þinganess. Síldin veiddist á Héraðsflóa en hún fer beint á færiböndin í afkastamiklu vinnsluhúsi þessa stærsta atvinnufyrirtækis Hornfirðinga.Frá Höfn í Hornafirði. Ásgrímur Halldórsson við bryggju með sildarfarm. Vinnsluhús Skinneyjar-Þinganess við hliðina.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Jóna Eðvalds er hitt uppsjávarskip fyrirtækisins en þau eru langt komin með makrílveiðar, sem hófust upp úr miðjum júlí. Makrílvertíðin hefur gengið einstaklega vel þetta árið hjá Hornfirðingum, að sögn Ásgeirs. „Við vorum fljótir að taka makrílinn. Hann var stutt hérna frá, góður fiskur. Nú er það bara síldin næstu vikur,“ sagði Ásgeir, en eftir að viðtalið var tekið framlengdi fyrirtækið raunar makrílvertíðinni með viðbótarkvóta. Í vinnsluhúsinu sáum við norsk-íslensku síldina renna í gegnum vinnslulínuna, í framhaldinu kemur íslenska síldin. Svo kemur loðnan í janúar. „Við erum ekkert smeykir þó að loðnan finnist ekki að hausti til. Eins og við sáum í vetur, þá er nóg af henni. Við erum bjartsýnir á að það verði áfram.“Norsk íslenska síldin á vinnslulínunni hjá Skinney-Þinganesi.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Það er helst vð sýnatöku sem mannshöndin snertir á síldinni, annars er sjálfvirknin orðin allsráðandi í þessari hátæknivinnslu, þar sem verkefnin snúast um að láta tækin vinna vinnuna. En þótt veiðar og vinnsla gangi að óskum, þá er einn hængur á: Verðin sem fást fyrir afurðirnar eru ekki þau sömu og áður. „Til að mynda er síldin núna niður um 30 til 35 prósent milli ára, sem er náttúrlega gríðarlegt högg, því kvótar eru ekkert stórir. Það er ekki síst út af pólitískum aðstæðum í heiminum, - í Bandaríkjunum, - Rússland er lokað á okkur - og í Evrópu er það Brexit. Þannig að þetta hefur allt mikil áhrif,“ segir Ásgeir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá Hornafirði:
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira