Viðskipti innlent

Lítið ber á nýbyggingum

Sæunn Gísladóttir skrifar
Einungis 515 eins og tveggja ára íbúðir voru seldar á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2016.
Einungis 515 eins og tveggja ára íbúðir voru seldar á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2016. Vísir/Andri Marinó
Nýbyggðar íbúðir eru ekki mikið áberandi í sölutölum enn sem komið er. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans sem kom út í gær.

Samkvæmt þinglýsingargögnum voru einungis seldar 515 eins og tveggja ára íbúðir á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2016 og 532 á árinu 2015. Það sem af er árinu hafa einungis verið seldar um 250 nýjar íbúðir. Sé litið á sams konar tölur frá stærstu bæjunum á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2007 sést að mun meira var selt af nýjum íbúðum á því ári.

Fram kemur í Hagsjánni að almennt sé talið að það þurfi 1.800 til 2.000 nýjar íbúðir inn á markaðinn á höfuðborgarsvæðinu í venjulegu árferði en að meira þurfi einmitt nú til þess að mæta uppsafnaðri þörf. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×