Brim sakar lögmann Logos um að hafa í hótunum við starfsmann Kristinn Ingi Jónsson skrifar 30. ágúst 2017 08:30 Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, segir erlenda vogunarsjóði "svífast einskis í innheimtu krafna“ hér á landi. Forsvarsmenn sjávarútvegsfélagsins Brims hafa kvartað til úrskurðarnefndar lögmanna vegna framgöngu Ólafs Eiríkssonar, lögmanns eignarhaldsfélagsins Glitnis HoldCo, sem var stofnað á grunni eigna slitabús Glitnis banka í lok árs 2015, en þeir saka lögmanninn um að hafa haft í hótunum við fyrrverandi starfsmann Brims sem er tilvonandi vitni í dómsmáli sem Glitnir hefur höfðað á hendur félaginu. Forstjóri Brims segir erlenda vogunarsjóði „svífast einskis í innheimtu krafna“ hér á landi. Ólafur segist í samtali við Markaðinn hafna umræddum ásökunum sem röngum. Málið sé til meðferðar hjá úrskurðarnefndinni og telur hann því ekki rétt að ræða efnisatriði þess nánar. Allir nefndarmenn úrskurðarnefndarinnar lýstu sig vanhæfa til þess að taka kvörtunina fyrir og á eftir að finna varamenn í þeirra stað. Er því óvíst á þessari stundu hvenær úrskurður verður kveðinn upp í málinu. Hlutverk nefndarinnar er meðal annars að fjalla um kvartanir á hendur lögmönnum vegna háttsemi sem kann að stríða gegn lögum eða siðareglum Lögmannafélags Íslands. Málið á rætur að rekja til deilna á milli slitastjórnar Glitnis, síðar Glitnis HoldCo, og Brims vegna á fjórða tug afleiðusamninga sem gerðir voru haustið 2008, skömmu fyrir fall bankakerfisins. Slitastjórnin höfðaði mál á hendur Brimi sumarið 2012 og gerði kröfu um greiðslu á tæpum tveimur milljörðum króna ásamt dráttarvöxtum. Málið var hins vegar fellt niður í byrjun síðasta árs þar sem lögmaður Glitnis sótti ekki þing. Í kjölfarið höfðaði Glitnir að nýju mál sem byggt er á sömu kröfu, umræddum tveimur milljörðum, og verður það tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust. Forsvarsmenn Brims hafna öllum kröfum Glitnis, en í nýbirtum ársreikningi félagsins fyrir síðasta ár er tekið fram að ljóst sé „að enginn starfsmaður Brims hafi beðið um eða gert 23 af 31 samningi sem gerð er krafa um að greiða og mynda um níutíu prósent af kröfu Glitnis HoldCo ehf.“. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, segir að í fyrra málinu, sem Glitnir höfðaði árið 2012, hafi slitastjórnin byggt stefnuna á því að tiltekinn starfsmaður Brims hafi gert umrædda afleiðusamninga við bankann haustið 2008. „Það tók okkur fjögur ár að fá símtölin sem áttu sér stað á milli starfsmanna Brims og Glitnis á sínum tíma. Það þurfti úrskurð Hæstaréttar til þess að við fengjum að hlusta á símtölin og þar kom skýrt fram að þessi tiltekni starfsmaður, sem þeir sögðu að hefði gert samningana, var hættur störfum. Í kjölfarið breyttu þeir stefnunni og höfðuðu nýtt mál þar sem þeir héldu því fram að annar fyrrverandi starfsmaður Brims hefði gert samningana,“ segir Guðmundur. Því hafi Brim hafnað. Umræddur starfsmaður hafi ekki gert neina samninga og ekki einu sinni haft umboð til þess.Ólafur Eiríksson, einn eiganda að Logos, er lögmaður Glitnis gegn Brim.Guðmundur segir lögmann Glitnis HoldCo þá hafa sent starfsmanninum fyrrverandi bréf. Þar hafi starfsmanninum verið hótað því að hann yrði gerður persónulega ábyrgur fyrir umræddum samningum vegna þess að hann hafi ekki haft umboð til þess að skrifa undir þá fyrir hönd Brims. Brim hafi ekki getað sætt sig við slíkar hótanir og því ákveðið að kvarta til úrskurðarnefndar lögmanna. Starfsmaðurinn fyrrverandi, sem er auk þess tilvonandi vitni í dómsmáli Glitnis gegn Brimi, hafi einnig kvartað til nefndarinnar. Guðmundur segir málið hafa hvílt eins og mara yfir félaginu í á níunda ár. „Það er búið að snúa sönnunarbyrðinni við í þessu máli. Þeir þurfa ekki lengur að sanna að samningur hafi verið gerður í málinu. Það erum við sem þurfum að verja okkur,“ segir Guðmundur. Ljóst sé að erlendir vogunarsjóðir, sem hafi keypt þrotabú gömlu bankanna, svífist einskis við að innheimta kröfur hér á landi. „Við erum bara í rimmu við vogunarsjóði.“ Þess má geta að Brimi var á síðasta ári gert af Hæstarétti Íslands að greiða gamla Landsbankanum 756 milljónir króna vegna skiptasamninga.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira
Forsvarsmenn sjávarútvegsfélagsins Brims hafa kvartað til úrskurðarnefndar lögmanna vegna framgöngu Ólafs Eiríkssonar, lögmanns eignarhaldsfélagsins Glitnis HoldCo, sem var stofnað á grunni eigna slitabús Glitnis banka í lok árs 2015, en þeir saka lögmanninn um að hafa haft í hótunum við fyrrverandi starfsmann Brims sem er tilvonandi vitni í dómsmáli sem Glitnir hefur höfðað á hendur félaginu. Forstjóri Brims segir erlenda vogunarsjóði „svífast einskis í innheimtu krafna“ hér á landi. Ólafur segist í samtali við Markaðinn hafna umræddum ásökunum sem röngum. Málið sé til meðferðar hjá úrskurðarnefndinni og telur hann því ekki rétt að ræða efnisatriði þess nánar. Allir nefndarmenn úrskurðarnefndarinnar lýstu sig vanhæfa til þess að taka kvörtunina fyrir og á eftir að finna varamenn í þeirra stað. Er því óvíst á þessari stundu hvenær úrskurður verður kveðinn upp í málinu. Hlutverk nefndarinnar er meðal annars að fjalla um kvartanir á hendur lögmönnum vegna háttsemi sem kann að stríða gegn lögum eða siðareglum Lögmannafélags Íslands. Málið á rætur að rekja til deilna á milli slitastjórnar Glitnis, síðar Glitnis HoldCo, og Brims vegna á fjórða tug afleiðusamninga sem gerðir voru haustið 2008, skömmu fyrir fall bankakerfisins. Slitastjórnin höfðaði mál á hendur Brimi sumarið 2012 og gerði kröfu um greiðslu á tæpum tveimur milljörðum króna ásamt dráttarvöxtum. Málið var hins vegar fellt niður í byrjun síðasta árs þar sem lögmaður Glitnis sótti ekki þing. Í kjölfarið höfðaði Glitnir að nýju mál sem byggt er á sömu kröfu, umræddum tveimur milljörðum, og verður það tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust. Forsvarsmenn Brims hafna öllum kröfum Glitnis, en í nýbirtum ársreikningi félagsins fyrir síðasta ár er tekið fram að ljóst sé „að enginn starfsmaður Brims hafi beðið um eða gert 23 af 31 samningi sem gerð er krafa um að greiða og mynda um níutíu prósent af kröfu Glitnis HoldCo ehf.“. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, segir að í fyrra málinu, sem Glitnir höfðaði árið 2012, hafi slitastjórnin byggt stefnuna á því að tiltekinn starfsmaður Brims hafi gert umrædda afleiðusamninga við bankann haustið 2008. „Það tók okkur fjögur ár að fá símtölin sem áttu sér stað á milli starfsmanna Brims og Glitnis á sínum tíma. Það þurfti úrskurð Hæstaréttar til þess að við fengjum að hlusta á símtölin og þar kom skýrt fram að þessi tiltekni starfsmaður, sem þeir sögðu að hefði gert samningana, var hættur störfum. Í kjölfarið breyttu þeir stefnunni og höfðuðu nýtt mál þar sem þeir héldu því fram að annar fyrrverandi starfsmaður Brims hefði gert samningana,“ segir Guðmundur. Því hafi Brim hafnað. Umræddur starfsmaður hafi ekki gert neina samninga og ekki einu sinni haft umboð til þess.Ólafur Eiríksson, einn eiganda að Logos, er lögmaður Glitnis gegn Brim.Guðmundur segir lögmann Glitnis HoldCo þá hafa sent starfsmanninum fyrrverandi bréf. Þar hafi starfsmanninum verið hótað því að hann yrði gerður persónulega ábyrgur fyrir umræddum samningum vegna þess að hann hafi ekki haft umboð til þess að skrifa undir þá fyrir hönd Brims. Brim hafi ekki getað sætt sig við slíkar hótanir og því ákveðið að kvarta til úrskurðarnefndar lögmanna. Starfsmaðurinn fyrrverandi, sem er auk þess tilvonandi vitni í dómsmáli Glitnis gegn Brimi, hafi einnig kvartað til nefndarinnar. Guðmundur segir málið hafa hvílt eins og mara yfir félaginu í á níunda ár. „Það er búið að snúa sönnunarbyrðinni við í þessu máli. Þeir þurfa ekki lengur að sanna að samningur hafi verið gerður í málinu. Það erum við sem þurfum að verja okkur,“ segir Guðmundur. Ljóst sé að erlendir vogunarsjóðir, sem hafi keypt þrotabú gömlu bankanna, svífist einskis við að innheimta kröfur hér á landi. „Við erum bara í rimmu við vogunarsjóði.“ Þess má geta að Brimi var á síðasta ári gert af Hæstarétti Íslands að greiða gamla Landsbankanum 756 milljónir króna vegna skiptasamninga.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira