Viðskipti innlent

Vilja skoða endurgreiðslu á túrskatti á Íslandi

Sæunn Gísladóttir skrifar
Túrskatturinn hefur verið umdeildur lengi og rætt hefur verið um það á Alþingi að afnema hann.
Túrskatturinn hefur verið umdeildur lengi og rætt hefur verið um það á Alþingi að afnema hann. Vísir/Getty
Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir það góða ábendingu frá breskum matvöruverslunum að afnema svokallaðan túrskatt á dömubindum og túrtöppum.

Verslanirnar veita viðskiptavinum afslátt sem nemur þeim fimm prósenta aukaskatti sem lagður er á vörurnar þar sem þær flokkast sem lúxusvörur. Gunnar Ingi segir að skoðað verði að gera svipað hjá verslunum Hagkaups.

„Mér finnst þetta góð ábending, þetta hefur ekki komið mikið til umræðu. Mér finnst þetta eitthvað sem mætti skoða frekar,“ segir Gunnar Ingi. Við munum örugglega skoða þetta, svo sjáum við hvað gerist. En mér finnst þetta fáránlegur skattur sem ætti ekki að vera til,“ segir Gunnar Ingi.

Túrskatturinn hefur verið umdeildur lengi og rætt hefur verið um það á Alþingi að afnema hann.


Tengdar fréttir

Breskar búðir afnema túrskattinn

Verðið á vörunum mun lækka um fimm prósent frá og með mánaðarlokum og mun verslunin þannig niðurgreiða þær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×