Viðskipti innlent

Rúmar 600 milljónir greiddar í göngin á fyrri helming ársins

Sæunn Gísladóttir skrifar
Hagnaður Spalar ehf, sem rekur Hvalfjarðargöngin, nam eftir skatta 307,5 milljónum króna á fyrri helming ársins og jókst um rúmar 60 milljónir milli ára.
Hagnaður Spalar ehf, sem rekur Hvalfjarðargöngin, nam eftir skatta 307,5 milljónum króna á fyrri helming ársins og jókst um rúmar 60 milljónir milli ára. Vísir/Pjetur
Hagnaður Spalar ehf, sem rekur Hvalfjarðargöngin, nam eftir skatta 307,5 milljónum króna á fyrri helming ársins og jókst um rúmar 60 milljónir milli ára.

Fram kemur í tilkynningu að hagnaður Spalar eftir skatta á öðrum ársfjórðungi félagsins sem er 1. apríl 2017 til 30. júní 2017 nam 199,4 milljónum króna. Á sama tíma árið á undan nam hagnaður félagsins 171,4 milljónum króna.

Veggjald nam 686,7 milljónum króna fyrstu 6 mánuði ársins til samanburðar við 625,3 milljónir króna árið áður sem er 9,83 prósenta hækkun.

Rekstrarkostnaður Spalar ehf án afskrifta fyrstu 6 mánuði ársins nam 225 milljónum króna og hækkar um rúmar 7 milljónir króna frá árinu áður. Helstu breytingar eru vegna aukins launakostnaðar.

Skuldir Spalar ehf hækka úr 2.053 milljónum króna þann 31. desember 2016 í 2.157 milljónir króna þann 30. júní 2017. Spölur ehf er að fullu í eigu Eignarhaldsfélagsins Spalar hf.

Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Spalar, segir að umferð og tekjur séu heldur minni en áætlanir fyrir fyrstu 6 mánuði rekstrarársins gerðu ráð fyrir. Gert sé ráð fyrir að það sama gildi fyrir árið í heild.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×